Innlent

Átján mánaða fangelsi fyrir kókaínsmygl í hljómflutningsgræjum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Konan kom til landsins 30. september með tæpt kíló af kókaíni.
Konan kom til landsins 30. september með tæpt kíló af kókaíni. vísir/andri marinó
Leónia Isabel F. Marinheiro, rúmlega þrítug kona frá Brasilíu, hefur verið dæmd í átjan mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að koma með tæplega eitt kíló af kókaíni til landsins.

Miðvikudaginn 30. september síðastliðin kom hún til landsins með flugi Icelandair frá London. Í fórum hennar fundust efni sem samkvæmt greiningu er ætlað að framleiða megi um 2,7 kíló af kókaíni með styrkleika 29 prósent.

Efnin voru falin í farangri hennar, pökkuð inn í hljómflutningstæki, hátalara og bassabox. Ætla má að söluvirði efnanna sé rúmlega 40 milljónir króna samkvæmt könnun SÁA á götuverði fíkniefna.

Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að Leóína hafi játað brot sitt við fyrirtöku málsins. Henni til málsbóta var litið til játningu hennar og að aðkoma hennar hafi afmarkast af flutningi efnanna og  að hún hafi hvorki komið að skipulagningu né fjármögnun innflutningsins.

Var hún því dæmd í átján mánaða fangelsi, að frádregnu gæsluvarðhaldi hennar sem hún sat í frá 1. október. Að þarf hún að greiða allan sakarkostnað málsins, rúmlega 1,3 milljónir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×