Innlent

Spítalaforstjóri andar léttar

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Ríkið ver 1.250 milljónum til viðbótar í Landspítalann.
Ríkið ver 1.250 milljónum til viðbótar í Landspítalann.
„Það er mjög ánægjulegt að sjá að það er skilningur hjá stjórnvöldum og hjá Alþingi á þörfum Landspítalans. Okkur leist ekki að stöðuna fyrir næsta ár og er þetta því léttir,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.

Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu heilbrigðisráðherra um að leggja 1.250 milljónir til spítalans á næsta ári. Einn milljarður fer í bráðaþjónustu en 250 milljónir til viðhalds. Fjárlög verða líklega afgreidd á Alþingi í dag.

„Viðhaldsþörfin á spítalanum er svo mikil og fer peningurinn strax í brýnustu viðhaldsverkefnin. Milljarðurinn mun í raun fara í aðgerðir til að bæta flæði á spítalanum, einkum fráflæði aldraðra einstaklinga sem hafa lokið meðferð hjá okkur og komast ekki heim til sín. Það hefur skort úrræði fyrir það fólk,“ segir Páll.

Forstjóri Landspítalans bætir við að þetta hafi í för með sér að nýting á sérhæfðu starfsfólki og búnaði spítalans muni batna til muna. „Þetta snýst þannig í raun um það að nýta með sem bestum hætti sérhæfða þjónustu sjúkrahússins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×