Innlent

Mennirnir sem voru handteknir lausir úr haldi lögreglu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Um hefðbundna andlátsrannsókn er að ræða af hálfu lögreglunnar.
Um hefðbundna andlátsrannsókn er að ræða af hálfu lögreglunnar. vísir/gva
Tveir menn sem lögreglan handtók í gær vegna manns sem féll fram af svölum í Hólahverfi í Breiðholti síðdegis í gær og lést voru látnir laus í nótt að loknum skýrslutökum.

Sjá einnig: Maður lést eftir að hafa fallið fram af svölum

Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, leikur ekki grunur á að neitt saknæmt hafi átt sem sér stað sem leiddi til þess að maðurinn féll fram af svölunum og lést. Um hefðbundna andlátsrannsókn sé því að ræða af hálfu lögreglunnar. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×