Landspítali + háskóli = sönn ást Sæmundur Rögnvaldsson skrifar 1. desember 2015 00:00 Á síðasta ári stunduðu 1.293 háskólanemar á 22 mismunandi námsbrautum nám sitt á Landspítala. Ég var einn þessara nema og fyrir okkur er Landspítali ekki bara sjúkrahús heldur kennslustofa og þjálfunaraðstaða. Á Landspítala hef ég lært flest það mikilvæga sem ég kann í læknisfræði, að tala við mjög veikt og kvíðið fólk, sauma sár, velja réttu sýklalyfin og margt fleira. Ég gerði BS-rannsóknina mína við Landspítala líkt og hundruð annarra nema sem skila BS-, BA-, meistara- eða doktorsritgerð í HÍ og HR á hverju ári. Þar þróaði ég setninguna „Ég sé að þú hefur fengið stærsta herbergið“ til að kæta þá sem þurftu að liggja á ganginum vegna plássleysis og þar hef ég séð að ástandið er algjörlega óviðunandi.Vanrækt aðalatriði í umræðunni Flestum virðist ljóst að reisa þurfi nýjan Landspítala en staðsetning nýs spítala hefur orðið talsvert hitamál og umræðan einkum snúist um umferðarmál. Hringbraut varð fyrir valinu í kjölfar ítarlegrar greiningarvinnu sem m.a. tók tillit til nálægðar við HÍ. Í umræðunni virðist þessi þáttur nú hafa verið settur í annað, ef ekki þriðja sæti. Gagnrýnendur telja að nálægð háskóla sé óþarfi þar sem að á nýja spítalanum verði aðstaða fyrir nemendur og hægt er að senda tölvupóst milli stofnana. Ég hef fengið að vera hluti af því mennta- og rannsóknarstarfi sem fer fram á Landspítala og ég held að þetta sé stórkostlegt vanmat á mikilvægi sambands háskóla og Landspítala og nálægðar í því samhengi. Ég er ekki tilbúinn að samþykkja að það eina sem skiptir máli við val á staðsetningu nýs spítala sé hvernig best er að keyra þangað.Háskólasjúkrahús er betra sjúkrahús Ég skynjaði það fljótt að Landspítali er háskólasjúkrahús. Kennslan er metnaðarfull og í fyrirlestrum mátti líta gröf og tilvitnanir úr tímamótarannsóknum eftir kennarann. Mér varð ljóst að á Landspítala er öflugt þekkingarsamfélag á heimsmælikvarða. Kennsla leiðir af sér nýjar kynslóðir heilbrigðisstarfsfólks auk þess sem hún viðheldur þekkingu kennaranna. Vísindastarf skilar nýrri þekkingu til sjúklinga mörgum árum áður en hún ratar í kennslubækur. Margir heilbrigðisstarfsmenn starfa því bæði fyrir háskóla sem kennarar og vísindamenn og fyrir spítala sem heilbrigðisstarfsfólk. Þannig sinna þau tveimur störfum sem tvinnast í eitt á Landspítala og geta veitt þjónustu sem ekki fengist með öðrum hætti.Nálægð skiptir máli Nálægð sjúkrahúss og háskóla er lykilatriði í góðu og frjóu samstarfi. Það er ómetanlegt fyrir sjúkrahús að vera huglægur hluti af háskóla en ávinningurinn er illa áþreifanlegur. Samnýting tækjabúnaðar, persónulegar og stuttar boðleiðir og auðvelt aðgengi að sjúklingum, starfsfólki og rannsóknargögnum eru hins vegar afar áþreifanleg dæmi um þætti sem krefjast nálægðar og skerðast ef spítali og háskóli eru færðir í sundur. Nú rís þekkingarklasi í Vatnsmýrinni þar sem HÍ, HR, DeCode og Alvogen ryðja veginn fyrir heilbrigðistengda nýsköpun á Íslandi. Með nánu samstarfi við þessa aðila skapast gríðarleg tækifæri fyrir heilbrigðiskerfi og efnahag sem skerðast til mikilla muna með aukinni fjarlægð. Þess vegna leitast öll helstu háskólasjúkrahús í heimi við að umkringja sig svipuðum þekkingarklasa og þeim sem rís nú í Vatnsmýrinni.Farsæl sambúð í stað fjarbúðar Landspítali er undirstaða menntunar og rannsókna í heilbrigðisvísindum á Íslandi. Á þannig stofnun vil ég starfa. Það er staðreynd að stór hluti HÍ verður að vera á sama stað og Landspítali ef ekki á að draga úr þjónustu, rannsóknarstarfi og samþættingu rannsókna og klínískrar starfsemi. Þetta er ekki aukaatriði eins og sumir vilja meina. Þetta er aðalatriði sem ekki má líta framhjá. Sjúklingurinn er í fyrsta sæti og með því að setja rannsóknir og menntun í öndvegi tryggjum við öfluga heilbrigðisþjónustu fyrir sjúklinga dagsins í dag og sjúklinga framtíðarinnar. Þetta fæst ekki með fjarbúð. Þetta fæst með sambúð tveggja stofnana sem eru svona svakalega skotnar hvor í annarri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári stunduðu 1.293 háskólanemar á 22 mismunandi námsbrautum nám sitt á Landspítala. Ég var einn þessara nema og fyrir okkur er Landspítali ekki bara sjúkrahús heldur kennslustofa og þjálfunaraðstaða. Á Landspítala hef ég lært flest það mikilvæga sem ég kann í læknisfræði, að tala við mjög veikt og kvíðið fólk, sauma sár, velja réttu sýklalyfin og margt fleira. Ég gerði BS-rannsóknina mína við Landspítala líkt og hundruð annarra nema sem skila BS-, BA-, meistara- eða doktorsritgerð í HÍ og HR á hverju ári. Þar þróaði ég setninguna „Ég sé að þú hefur fengið stærsta herbergið“ til að kæta þá sem þurftu að liggja á ganginum vegna plássleysis og þar hef ég séð að ástandið er algjörlega óviðunandi.Vanrækt aðalatriði í umræðunni Flestum virðist ljóst að reisa þurfi nýjan Landspítala en staðsetning nýs spítala hefur orðið talsvert hitamál og umræðan einkum snúist um umferðarmál. Hringbraut varð fyrir valinu í kjölfar ítarlegrar greiningarvinnu sem m.a. tók tillit til nálægðar við HÍ. Í umræðunni virðist þessi þáttur nú hafa verið settur í annað, ef ekki þriðja sæti. Gagnrýnendur telja að nálægð háskóla sé óþarfi þar sem að á nýja spítalanum verði aðstaða fyrir nemendur og hægt er að senda tölvupóst milli stofnana. Ég hef fengið að vera hluti af því mennta- og rannsóknarstarfi sem fer fram á Landspítala og ég held að þetta sé stórkostlegt vanmat á mikilvægi sambands háskóla og Landspítala og nálægðar í því samhengi. Ég er ekki tilbúinn að samþykkja að það eina sem skiptir máli við val á staðsetningu nýs spítala sé hvernig best er að keyra þangað.Háskólasjúkrahús er betra sjúkrahús Ég skynjaði það fljótt að Landspítali er háskólasjúkrahús. Kennslan er metnaðarfull og í fyrirlestrum mátti líta gröf og tilvitnanir úr tímamótarannsóknum eftir kennarann. Mér varð ljóst að á Landspítala er öflugt þekkingarsamfélag á heimsmælikvarða. Kennsla leiðir af sér nýjar kynslóðir heilbrigðisstarfsfólks auk þess sem hún viðheldur þekkingu kennaranna. Vísindastarf skilar nýrri þekkingu til sjúklinga mörgum árum áður en hún ratar í kennslubækur. Margir heilbrigðisstarfsmenn starfa því bæði fyrir háskóla sem kennarar og vísindamenn og fyrir spítala sem heilbrigðisstarfsfólk. Þannig sinna þau tveimur störfum sem tvinnast í eitt á Landspítala og geta veitt þjónustu sem ekki fengist með öðrum hætti.Nálægð skiptir máli Nálægð sjúkrahúss og háskóla er lykilatriði í góðu og frjóu samstarfi. Það er ómetanlegt fyrir sjúkrahús að vera huglægur hluti af háskóla en ávinningurinn er illa áþreifanlegur. Samnýting tækjabúnaðar, persónulegar og stuttar boðleiðir og auðvelt aðgengi að sjúklingum, starfsfólki og rannsóknargögnum eru hins vegar afar áþreifanleg dæmi um þætti sem krefjast nálægðar og skerðast ef spítali og háskóli eru færðir í sundur. Nú rís þekkingarklasi í Vatnsmýrinni þar sem HÍ, HR, DeCode og Alvogen ryðja veginn fyrir heilbrigðistengda nýsköpun á Íslandi. Með nánu samstarfi við þessa aðila skapast gríðarleg tækifæri fyrir heilbrigðiskerfi og efnahag sem skerðast til mikilla muna með aukinni fjarlægð. Þess vegna leitast öll helstu háskólasjúkrahús í heimi við að umkringja sig svipuðum þekkingarklasa og þeim sem rís nú í Vatnsmýrinni.Farsæl sambúð í stað fjarbúðar Landspítali er undirstaða menntunar og rannsókna í heilbrigðisvísindum á Íslandi. Á þannig stofnun vil ég starfa. Það er staðreynd að stór hluti HÍ verður að vera á sama stað og Landspítali ef ekki á að draga úr þjónustu, rannsóknarstarfi og samþættingu rannsókna og klínískrar starfsemi. Þetta er ekki aukaatriði eins og sumir vilja meina. Þetta er aðalatriði sem ekki má líta framhjá. Sjúklingurinn er í fyrsta sæti og með því að setja rannsóknir og menntun í öndvegi tryggjum við öfluga heilbrigðisþjónustu fyrir sjúklinga dagsins í dag og sjúklinga framtíðarinnar. Þetta fæst ekki með fjarbúð. Þetta fæst með sambúð tveggja stofnana sem eru svona svakalega skotnar hvor í annarri.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar