Landspítali + háskóli = sönn ást Sæmundur Rögnvaldsson skrifar 1. desember 2015 00:00 Á síðasta ári stunduðu 1.293 háskólanemar á 22 mismunandi námsbrautum nám sitt á Landspítala. Ég var einn þessara nema og fyrir okkur er Landspítali ekki bara sjúkrahús heldur kennslustofa og þjálfunaraðstaða. Á Landspítala hef ég lært flest það mikilvæga sem ég kann í læknisfræði, að tala við mjög veikt og kvíðið fólk, sauma sár, velja réttu sýklalyfin og margt fleira. Ég gerði BS-rannsóknina mína við Landspítala líkt og hundruð annarra nema sem skila BS-, BA-, meistara- eða doktorsritgerð í HÍ og HR á hverju ári. Þar þróaði ég setninguna „Ég sé að þú hefur fengið stærsta herbergið“ til að kæta þá sem þurftu að liggja á ganginum vegna plássleysis og þar hef ég séð að ástandið er algjörlega óviðunandi.Vanrækt aðalatriði í umræðunni Flestum virðist ljóst að reisa þurfi nýjan Landspítala en staðsetning nýs spítala hefur orðið talsvert hitamál og umræðan einkum snúist um umferðarmál. Hringbraut varð fyrir valinu í kjölfar ítarlegrar greiningarvinnu sem m.a. tók tillit til nálægðar við HÍ. Í umræðunni virðist þessi þáttur nú hafa verið settur í annað, ef ekki þriðja sæti. Gagnrýnendur telja að nálægð háskóla sé óþarfi þar sem að á nýja spítalanum verði aðstaða fyrir nemendur og hægt er að senda tölvupóst milli stofnana. Ég hef fengið að vera hluti af því mennta- og rannsóknarstarfi sem fer fram á Landspítala og ég held að þetta sé stórkostlegt vanmat á mikilvægi sambands háskóla og Landspítala og nálægðar í því samhengi. Ég er ekki tilbúinn að samþykkja að það eina sem skiptir máli við val á staðsetningu nýs spítala sé hvernig best er að keyra þangað.Háskólasjúkrahús er betra sjúkrahús Ég skynjaði það fljótt að Landspítali er háskólasjúkrahús. Kennslan er metnaðarfull og í fyrirlestrum mátti líta gröf og tilvitnanir úr tímamótarannsóknum eftir kennarann. Mér varð ljóst að á Landspítala er öflugt þekkingarsamfélag á heimsmælikvarða. Kennsla leiðir af sér nýjar kynslóðir heilbrigðisstarfsfólks auk þess sem hún viðheldur þekkingu kennaranna. Vísindastarf skilar nýrri þekkingu til sjúklinga mörgum árum áður en hún ratar í kennslubækur. Margir heilbrigðisstarfsmenn starfa því bæði fyrir háskóla sem kennarar og vísindamenn og fyrir spítala sem heilbrigðisstarfsfólk. Þannig sinna þau tveimur störfum sem tvinnast í eitt á Landspítala og geta veitt þjónustu sem ekki fengist með öðrum hætti.Nálægð skiptir máli Nálægð sjúkrahúss og háskóla er lykilatriði í góðu og frjóu samstarfi. Það er ómetanlegt fyrir sjúkrahús að vera huglægur hluti af háskóla en ávinningurinn er illa áþreifanlegur. Samnýting tækjabúnaðar, persónulegar og stuttar boðleiðir og auðvelt aðgengi að sjúklingum, starfsfólki og rannsóknargögnum eru hins vegar afar áþreifanleg dæmi um þætti sem krefjast nálægðar og skerðast ef spítali og háskóli eru færðir í sundur. Nú rís þekkingarklasi í Vatnsmýrinni þar sem HÍ, HR, DeCode og Alvogen ryðja veginn fyrir heilbrigðistengda nýsköpun á Íslandi. Með nánu samstarfi við þessa aðila skapast gríðarleg tækifæri fyrir heilbrigðiskerfi og efnahag sem skerðast til mikilla muna með aukinni fjarlægð. Þess vegna leitast öll helstu háskólasjúkrahús í heimi við að umkringja sig svipuðum þekkingarklasa og þeim sem rís nú í Vatnsmýrinni.Farsæl sambúð í stað fjarbúðar Landspítali er undirstaða menntunar og rannsókna í heilbrigðisvísindum á Íslandi. Á þannig stofnun vil ég starfa. Það er staðreynd að stór hluti HÍ verður að vera á sama stað og Landspítali ef ekki á að draga úr þjónustu, rannsóknarstarfi og samþættingu rannsókna og klínískrar starfsemi. Þetta er ekki aukaatriði eins og sumir vilja meina. Þetta er aðalatriði sem ekki má líta framhjá. Sjúklingurinn er í fyrsta sæti og með því að setja rannsóknir og menntun í öndvegi tryggjum við öfluga heilbrigðisþjónustu fyrir sjúklinga dagsins í dag og sjúklinga framtíðarinnar. Þetta fæst ekki með fjarbúð. Þetta fæst með sambúð tveggja stofnana sem eru svona svakalega skotnar hvor í annarri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári stunduðu 1.293 háskólanemar á 22 mismunandi námsbrautum nám sitt á Landspítala. Ég var einn þessara nema og fyrir okkur er Landspítali ekki bara sjúkrahús heldur kennslustofa og þjálfunaraðstaða. Á Landspítala hef ég lært flest það mikilvæga sem ég kann í læknisfræði, að tala við mjög veikt og kvíðið fólk, sauma sár, velja réttu sýklalyfin og margt fleira. Ég gerði BS-rannsóknina mína við Landspítala líkt og hundruð annarra nema sem skila BS-, BA-, meistara- eða doktorsritgerð í HÍ og HR á hverju ári. Þar þróaði ég setninguna „Ég sé að þú hefur fengið stærsta herbergið“ til að kæta þá sem þurftu að liggja á ganginum vegna plássleysis og þar hef ég séð að ástandið er algjörlega óviðunandi.Vanrækt aðalatriði í umræðunni Flestum virðist ljóst að reisa þurfi nýjan Landspítala en staðsetning nýs spítala hefur orðið talsvert hitamál og umræðan einkum snúist um umferðarmál. Hringbraut varð fyrir valinu í kjölfar ítarlegrar greiningarvinnu sem m.a. tók tillit til nálægðar við HÍ. Í umræðunni virðist þessi þáttur nú hafa verið settur í annað, ef ekki þriðja sæti. Gagnrýnendur telja að nálægð háskóla sé óþarfi þar sem að á nýja spítalanum verði aðstaða fyrir nemendur og hægt er að senda tölvupóst milli stofnana. Ég hef fengið að vera hluti af því mennta- og rannsóknarstarfi sem fer fram á Landspítala og ég held að þetta sé stórkostlegt vanmat á mikilvægi sambands háskóla og Landspítala og nálægðar í því samhengi. Ég er ekki tilbúinn að samþykkja að það eina sem skiptir máli við val á staðsetningu nýs spítala sé hvernig best er að keyra þangað.Háskólasjúkrahús er betra sjúkrahús Ég skynjaði það fljótt að Landspítali er háskólasjúkrahús. Kennslan er metnaðarfull og í fyrirlestrum mátti líta gröf og tilvitnanir úr tímamótarannsóknum eftir kennarann. Mér varð ljóst að á Landspítala er öflugt þekkingarsamfélag á heimsmælikvarða. Kennsla leiðir af sér nýjar kynslóðir heilbrigðisstarfsfólks auk þess sem hún viðheldur þekkingu kennaranna. Vísindastarf skilar nýrri þekkingu til sjúklinga mörgum árum áður en hún ratar í kennslubækur. Margir heilbrigðisstarfsmenn starfa því bæði fyrir háskóla sem kennarar og vísindamenn og fyrir spítala sem heilbrigðisstarfsfólk. Þannig sinna þau tveimur störfum sem tvinnast í eitt á Landspítala og geta veitt þjónustu sem ekki fengist með öðrum hætti.Nálægð skiptir máli Nálægð sjúkrahúss og háskóla er lykilatriði í góðu og frjóu samstarfi. Það er ómetanlegt fyrir sjúkrahús að vera huglægur hluti af háskóla en ávinningurinn er illa áþreifanlegur. Samnýting tækjabúnaðar, persónulegar og stuttar boðleiðir og auðvelt aðgengi að sjúklingum, starfsfólki og rannsóknargögnum eru hins vegar afar áþreifanleg dæmi um þætti sem krefjast nálægðar og skerðast ef spítali og háskóli eru færðir í sundur. Nú rís þekkingarklasi í Vatnsmýrinni þar sem HÍ, HR, DeCode og Alvogen ryðja veginn fyrir heilbrigðistengda nýsköpun á Íslandi. Með nánu samstarfi við þessa aðila skapast gríðarleg tækifæri fyrir heilbrigðiskerfi og efnahag sem skerðast til mikilla muna með aukinni fjarlægð. Þess vegna leitast öll helstu háskólasjúkrahús í heimi við að umkringja sig svipuðum þekkingarklasa og þeim sem rís nú í Vatnsmýrinni.Farsæl sambúð í stað fjarbúðar Landspítali er undirstaða menntunar og rannsókna í heilbrigðisvísindum á Íslandi. Á þannig stofnun vil ég starfa. Það er staðreynd að stór hluti HÍ verður að vera á sama stað og Landspítali ef ekki á að draga úr þjónustu, rannsóknarstarfi og samþættingu rannsókna og klínískrar starfsemi. Þetta er ekki aukaatriði eins og sumir vilja meina. Þetta er aðalatriði sem ekki má líta framhjá. Sjúklingurinn er í fyrsta sæti og með því að setja rannsóknir og menntun í öndvegi tryggjum við öfluga heilbrigðisþjónustu fyrir sjúklinga dagsins í dag og sjúklinga framtíðarinnar. Þetta fæst ekki með fjarbúð. Þetta fæst með sambúð tveggja stofnana sem eru svona svakalega skotnar hvor í annarri.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun