Formaður HSÍ: Anton gerði ekkert rangt Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. desember 2015 06:00 Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson eru fremsta dómarapar Íslands og það eina sem var á HM. Vísir/Stefán „Við erum mjög svekktir með þessa niðurstöðu,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, við Fréttablaðið um ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, að vísa íslenska dómaraparinu, Antoni Gylfi Pálssyni og Jónasi Elíassyni, frá störfum á HM kvenna sem nú stendur yfir í Danmörku. Anton dæmdi mark í stöðunni 6-6 í leik Frakklands og Suður-Kóreu þegar síðarnefnda liðið skaut að marki. Ákvörðunin var rétt hjá Antoni, en einhverra hluta vegna, kannski að hans frumkvæði, var ákveðið að skoða skotið með marklínutækni. Danskur eftirlitsmaður leiksins fékk ekki senda á skjá sinn nógu skýra mynd þótt boltinn væri augljóslega langt inni í markinu og var markið ekki skráð. Leiknum lyktaði með jafntefli, 22-22, og höfðu þessi mistök því mikil áhrif. IHF leysti málið með því að vísa öllum starfsmönnum leiksins frá störfum á HM, allt frá dómurum til eftirlitsmanns og ritara. Þar að auki fór sambandið í algjöra vörn og ákvað að nota marklínutæknina ekki oftar á mótinu. „Anton gerir ekkert rangt. Hann dæmir mark og virðist vilja fá það skoðað betur en til þess er nú tæknin. Hann leitar fulltingis myndavélarinnar til að vera öruggur í sinni ákvörðun og þar liggja mistökin. Við erum mjög ósátt við að okkar mönnum sé refsað fyrir þetta því þetta er á engan hátt þeim að kenna. Fyrir mér er þetta bara fljótfærni eftirlitsmannsins og þetta kallaði ekki eftir uppsögnum,“ segir Guðmundur. Anton Gylfi og Jónas eru fremsta dómarapar landsins og hafa dæmt nokkra stórleiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hún heyrir undir evrópska handboltasambandið en þá voru þeir líka í stóru verkefni á vegum IHF í Katar fyrr á árinu. Guðmundur segir sambandið ætla að passa upp á að þeir fái ekki mínus í kladdann fyrir þessi mistök sem þeim urðu ekki á. „Við munum vinna örugglega í því að tryggja innan IHF að þetta hafi engin áhrif á þeirra störf. Við munum styðja þá í öllu og byrja á því að ræða við IHF til að fá einhverjar skýringar á því hvers vegna þessi ákvörðun var tekin. Að mínu mati eru þetta ekki þeirra mistök,“ segir Guðmundur, sem hafði ekkert heyrt í forráðamönnum alþjóðasambandsins í gær. „Það er stjórnarfundur hjá okkur á morgun [í dag]. Þar tökum við þetta fyrir og munum óska eftir svörum frá IHF og mótmæla þessari ákvörðun,“ segir Guðmundur B. Ólafsson. – tom Handbolti Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Sjá meira
„Við erum mjög svekktir með þessa niðurstöðu,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, við Fréttablaðið um ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, að vísa íslenska dómaraparinu, Antoni Gylfi Pálssyni og Jónasi Elíassyni, frá störfum á HM kvenna sem nú stendur yfir í Danmörku. Anton dæmdi mark í stöðunni 6-6 í leik Frakklands og Suður-Kóreu þegar síðarnefnda liðið skaut að marki. Ákvörðunin var rétt hjá Antoni, en einhverra hluta vegna, kannski að hans frumkvæði, var ákveðið að skoða skotið með marklínutækni. Danskur eftirlitsmaður leiksins fékk ekki senda á skjá sinn nógu skýra mynd þótt boltinn væri augljóslega langt inni í markinu og var markið ekki skráð. Leiknum lyktaði með jafntefli, 22-22, og höfðu þessi mistök því mikil áhrif. IHF leysti málið með því að vísa öllum starfsmönnum leiksins frá störfum á HM, allt frá dómurum til eftirlitsmanns og ritara. Þar að auki fór sambandið í algjöra vörn og ákvað að nota marklínutæknina ekki oftar á mótinu. „Anton gerir ekkert rangt. Hann dæmir mark og virðist vilja fá það skoðað betur en til þess er nú tæknin. Hann leitar fulltingis myndavélarinnar til að vera öruggur í sinni ákvörðun og þar liggja mistökin. Við erum mjög ósátt við að okkar mönnum sé refsað fyrir þetta því þetta er á engan hátt þeim að kenna. Fyrir mér er þetta bara fljótfærni eftirlitsmannsins og þetta kallaði ekki eftir uppsögnum,“ segir Guðmundur. Anton Gylfi og Jónas eru fremsta dómarapar landsins og hafa dæmt nokkra stórleiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hún heyrir undir evrópska handboltasambandið en þá voru þeir líka í stóru verkefni á vegum IHF í Katar fyrr á árinu. Guðmundur segir sambandið ætla að passa upp á að þeir fái ekki mínus í kladdann fyrir þessi mistök sem þeim urðu ekki á. „Við munum vinna örugglega í því að tryggja innan IHF að þetta hafi engin áhrif á þeirra störf. Við munum styðja þá í öllu og byrja á því að ræða við IHF til að fá einhverjar skýringar á því hvers vegna þessi ákvörðun var tekin. Að mínu mati eru þetta ekki þeirra mistök,“ segir Guðmundur, sem hafði ekkert heyrt í forráðamönnum alþjóðasambandsins í gær. „Það er stjórnarfundur hjá okkur á morgun [í dag]. Þar tökum við þetta fyrir og munum óska eftir svörum frá IHF og mótmæla þessari ákvörðun,“ segir Guðmundur B. Ólafsson. – tom
Handbolti Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Sjá meira