Formaður HSÍ: Anton gerði ekkert rangt Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. desember 2015 06:00 Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson eru fremsta dómarapar Íslands og það eina sem var á HM. Vísir/Stefán „Við erum mjög svekktir með þessa niðurstöðu,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, við Fréttablaðið um ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, að vísa íslenska dómaraparinu, Antoni Gylfi Pálssyni og Jónasi Elíassyni, frá störfum á HM kvenna sem nú stendur yfir í Danmörku. Anton dæmdi mark í stöðunni 6-6 í leik Frakklands og Suður-Kóreu þegar síðarnefnda liðið skaut að marki. Ákvörðunin var rétt hjá Antoni, en einhverra hluta vegna, kannski að hans frumkvæði, var ákveðið að skoða skotið með marklínutækni. Danskur eftirlitsmaður leiksins fékk ekki senda á skjá sinn nógu skýra mynd þótt boltinn væri augljóslega langt inni í markinu og var markið ekki skráð. Leiknum lyktaði með jafntefli, 22-22, og höfðu þessi mistök því mikil áhrif. IHF leysti málið með því að vísa öllum starfsmönnum leiksins frá störfum á HM, allt frá dómurum til eftirlitsmanns og ritara. Þar að auki fór sambandið í algjöra vörn og ákvað að nota marklínutæknina ekki oftar á mótinu. „Anton gerir ekkert rangt. Hann dæmir mark og virðist vilja fá það skoðað betur en til þess er nú tæknin. Hann leitar fulltingis myndavélarinnar til að vera öruggur í sinni ákvörðun og þar liggja mistökin. Við erum mjög ósátt við að okkar mönnum sé refsað fyrir þetta því þetta er á engan hátt þeim að kenna. Fyrir mér er þetta bara fljótfærni eftirlitsmannsins og þetta kallaði ekki eftir uppsögnum,“ segir Guðmundur. Anton Gylfi og Jónas eru fremsta dómarapar landsins og hafa dæmt nokkra stórleiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hún heyrir undir evrópska handboltasambandið en þá voru þeir líka í stóru verkefni á vegum IHF í Katar fyrr á árinu. Guðmundur segir sambandið ætla að passa upp á að þeir fái ekki mínus í kladdann fyrir þessi mistök sem þeim urðu ekki á. „Við munum vinna örugglega í því að tryggja innan IHF að þetta hafi engin áhrif á þeirra störf. Við munum styðja þá í öllu og byrja á því að ræða við IHF til að fá einhverjar skýringar á því hvers vegna þessi ákvörðun var tekin. Að mínu mati eru þetta ekki þeirra mistök,“ segir Guðmundur, sem hafði ekkert heyrt í forráðamönnum alþjóðasambandsins í gær. „Það er stjórnarfundur hjá okkur á morgun [í dag]. Þar tökum við þetta fyrir og munum óska eftir svörum frá IHF og mótmæla þessari ákvörðun,“ segir Guðmundur B. Ólafsson. – tom Handbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
„Við erum mjög svekktir með þessa niðurstöðu,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, við Fréttablaðið um ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, að vísa íslenska dómaraparinu, Antoni Gylfi Pálssyni og Jónasi Elíassyni, frá störfum á HM kvenna sem nú stendur yfir í Danmörku. Anton dæmdi mark í stöðunni 6-6 í leik Frakklands og Suður-Kóreu þegar síðarnefnda liðið skaut að marki. Ákvörðunin var rétt hjá Antoni, en einhverra hluta vegna, kannski að hans frumkvæði, var ákveðið að skoða skotið með marklínutækni. Danskur eftirlitsmaður leiksins fékk ekki senda á skjá sinn nógu skýra mynd þótt boltinn væri augljóslega langt inni í markinu og var markið ekki skráð. Leiknum lyktaði með jafntefli, 22-22, og höfðu þessi mistök því mikil áhrif. IHF leysti málið með því að vísa öllum starfsmönnum leiksins frá störfum á HM, allt frá dómurum til eftirlitsmanns og ritara. Þar að auki fór sambandið í algjöra vörn og ákvað að nota marklínutæknina ekki oftar á mótinu. „Anton gerir ekkert rangt. Hann dæmir mark og virðist vilja fá það skoðað betur en til þess er nú tæknin. Hann leitar fulltingis myndavélarinnar til að vera öruggur í sinni ákvörðun og þar liggja mistökin. Við erum mjög ósátt við að okkar mönnum sé refsað fyrir þetta því þetta er á engan hátt þeim að kenna. Fyrir mér er þetta bara fljótfærni eftirlitsmannsins og þetta kallaði ekki eftir uppsögnum,“ segir Guðmundur. Anton Gylfi og Jónas eru fremsta dómarapar landsins og hafa dæmt nokkra stórleiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hún heyrir undir evrópska handboltasambandið en þá voru þeir líka í stóru verkefni á vegum IHF í Katar fyrr á árinu. Guðmundur segir sambandið ætla að passa upp á að þeir fái ekki mínus í kladdann fyrir þessi mistök sem þeim urðu ekki á. „Við munum vinna örugglega í því að tryggja innan IHF að þetta hafi engin áhrif á þeirra störf. Við munum styðja þá í öllu og byrja á því að ræða við IHF til að fá einhverjar skýringar á því hvers vegna þessi ákvörðun var tekin. Að mínu mati eru þetta ekki þeirra mistök,“ segir Guðmundur, sem hafði ekkert heyrt í forráðamönnum alþjóðasambandsins í gær. „Það er stjórnarfundur hjá okkur á morgun [í dag]. Þar tökum við þetta fyrir og munum óska eftir svörum frá IHF og mótmæla þessari ákvörðun,“ segir Guðmundur B. Ólafsson. – tom
Handbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira