Formaður HSÍ: Anton gerði ekkert rangt Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. desember 2015 06:00 Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson eru fremsta dómarapar Íslands og það eina sem var á HM. Vísir/Stefán „Við erum mjög svekktir með þessa niðurstöðu,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, við Fréttablaðið um ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, að vísa íslenska dómaraparinu, Antoni Gylfi Pálssyni og Jónasi Elíassyni, frá störfum á HM kvenna sem nú stendur yfir í Danmörku. Anton dæmdi mark í stöðunni 6-6 í leik Frakklands og Suður-Kóreu þegar síðarnefnda liðið skaut að marki. Ákvörðunin var rétt hjá Antoni, en einhverra hluta vegna, kannski að hans frumkvæði, var ákveðið að skoða skotið með marklínutækni. Danskur eftirlitsmaður leiksins fékk ekki senda á skjá sinn nógu skýra mynd þótt boltinn væri augljóslega langt inni í markinu og var markið ekki skráð. Leiknum lyktaði með jafntefli, 22-22, og höfðu þessi mistök því mikil áhrif. IHF leysti málið með því að vísa öllum starfsmönnum leiksins frá störfum á HM, allt frá dómurum til eftirlitsmanns og ritara. Þar að auki fór sambandið í algjöra vörn og ákvað að nota marklínutæknina ekki oftar á mótinu. „Anton gerir ekkert rangt. Hann dæmir mark og virðist vilja fá það skoðað betur en til þess er nú tæknin. Hann leitar fulltingis myndavélarinnar til að vera öruggur í sinni ákvörðun og þar liggja mistökin. Við erum mjög ósátt við að okkar mönnum sé refsað fyrir þetta því þetta er á engan hátt þeim að kenna. Fyrir mér er þetta bara fljótfærni eftirlitsmannsins og þetta kallaði ekki eftir uppsögnum,“ segir Guðmundur. Anton Gylfi og Jónas eru fremsta dómarapar landsins og hafa dæmt nokkra stórleiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hún heyrir undir evrópska handboltasambandið en þá voru þeir líka í stóru verkefni á vegum IHF í Katar fyrr á árinu. Guðmundur segir sambandið ætla að passa upp á að þeir fái ekki mínus í kladdann fyrir þessi mistök sem þeim urðu ekki á. „Við munum vinna örugglega í því að tryggja innan IHF að þetta hafi engin áhrif á þeirra störf. Við munum styðja þá í öllu og byrja á því að ræða við IHF til að fá einhverjar skýringar á því hvers vegna þessi ákvörðun var tekin. Að mínu mati eru þetta ekki þeirra mistök,“ segir Guðmundur, sem hafði ekkert heyrt í forráðamönnum alþjóðasambandsins í gær. „Það er stjórnarfundur hjá okkur á morgun [í dag]. Þar tökum við þetta fyrir og munum óska eftir svörum frá IHF og mótmæla þessari ákvörðun,“ segir Guðmundur B. Ólafsson. – tom Handbolti Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
„Við erum mjög svekktir með þessa niðurstöðu,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, við Fréttablaðið um ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, að vísa íslenska dómaraparinu, Antoni Gylfi Pálssyni og Jónasi Elíassyni, frá störfum á HM kvenna sem nú stendur yfir í Danmörku. Anton dæmdi mark í stöðunni 6-6 í leik Frakklands og Suður-Kóreu þegar síðarnefnda liðið skaut að marki. Ákvörðunin var rétt hjá Antoni, en einhverra hluta vegna, kannski að hans frumkvæði, var ákveðið að skoða skotið með marklínutækni. Danskur eftirlitsmaður leiksins fékk ekki senda á skjá sinn nógu skýra mynd þótt boltinn væri augljóslega langt inni í markinu og var markið ekki skráð. Leiknum lyktaði með jafntefli, 22-22, og höfðu þessi mistök því mikil áhrif. IHF leysti málið með því að vísa öllum starfsmönnum leiksins frá störfum á HM, allt frá dómurum til eftirlitsmanns og ritara. Þar að auki fór sambandið í algjöra vörn og ákvað að nota marklínutæknina ekki oftar á mótinu. „Anton gerir ekkert rangt. Hann dæmir mark og virðist vilja fá það skoðað betur en til þess er nú tæknin. Hann leitar fulltingis myndavélarinnar til að vera öruggur í sinni ákvörðun og þar liggja mistökin. Við erum mjög ósátt við að okkar mönnum sé refsað fyrir þetta því þetta er á engan hátt þeim að kenna. Fyrir mér er þetta bara fljótfærni eftirlitsmannsins og þetta kallaði ekki eftir uppsögnum,“ segir Guðmundur. Anton Gylfi og Jónas eru fremsta dómarapar landsins og hafa dæmt nokkra stórleiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hún heyrir undir evrópska handboltasambandið en þá voru þeir líka í stóru verkefni á vegum IHF í Katar fyrr á árinu. Guðmundur segir sambandið ætla að passa upp á að þeir fái ekki mínus í kladdann fyrir þessi mistök sem þeim urðu ekki á. „Við munum vinna örugglega í því að tryggja innan IHF að þetta hafi engin áhrif á þeirra störf. Við munum styðja þá í öllu og byrja á því að ræða við IHF til að fá einhverjar skýringar á því hvers vegna þessi ákvörðun var tekin. Að mínu mati eru þetta ekki þeirra mistök,“ segir Guðmundur, sem hafði ekkert heyrt í forráðamönnum alþjóðasambandsins í gær. „Það er stjórnarfundur hjá okkur á morgun [í dag]. Þar tökum við þetta fyrir og munum óska eftir svörum frá IHF og mótmæla þessari ákvörðun,“ segir Guðmundur B. Ólafsson. – tom
Handbolti Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti