Helena: Fótboltastelpur ná fleiri landsleikjum en ég á fjórum árum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. nóvember 2015 12:30 Helena Sverrisdóttir er besta körfuboltakona landsins og hefur verið það um árabil. vísir/getty Helena Sverrisdóttir verður lykilmaður íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta á morgun eins og svo oft áður þegar stelpurnar okkar mæta Ungverjum í undankeppni EM 2017. Þetta er fyrsti leikur liðsins í riðlinum. Leikurinn fer fram í Miskolc, gamla heimavelli Helenu, en hún kom heim úr atvinnumennsku fyrir tímabilið og gekk í raðir uppeldisfélags síns Hauka. Stelpurnar mæta Slóvakíu í Höllinni á þriðjudagskvöldið en um er að ræða tvö firnasterk liðs sem bæði voru á Evrópumótinu í ár.Sjá einnig:Berglind: Þó þær séu miklu stærri eru hjörtun í okkur risastór „Við vitum alveg að þetta verður ótrúlega erfitt en þetta verður líka ótrúlega gaman og við bara fögnum öllum landsleikjum sem við fáum. Ég tala nú ekki um þegar það er í undankeppni Evrópumóts,“ segir Helena í samtali við Vísi. „Ég get alveg séð fyrir mér að þetta verði smá sjokk og þá bara að sjá hæðina og styrkleikann á þeim. Þetta eru allt atvinnumenn sem við erum að fara að mæta. Þær æfa tvisvar sinnum á dag og lifa á þessu.“ „Við vitum að við erum að fara að mæta risum og þó þetta verði sjokk þá verðum við bara enn þá tilbúnari á miðvikudaginn,“ segir Helena.Helena kom heim til Hauka fyrir tímabilið og er á toppnum með liðinu.vísir/anton brinkFagna öllum verkefnum Íslenska liðið verður án þriggja sterkra leikmanna sem spila í háskólakörfunni í Bandaríkjunum. Sara Rún Hinriksdóttir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir eru allar uppteknar vestanhafs. „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur að missa þessar stelpur sem hafa verið að byrja inn á. Vonandi eru bara fleiri stelpur í liðinu sem eru hungraðar í að spila og sýna hvað þær geta,“ segir Helena, en vegna fjarveru þessara stúlkna og meiðsla er hópurinn ansi ungur. „Það er svolítið fyndið að vera 27 ára en vera ein af þeim elstu. Pálína er sú eina sem er eldri fyrst Petrúnalla er enn þá meidd,“ segir Helena.Sjá einnig:Pálína: Við erum allar á sama aldri, hættu þessu Síðan Helena kom inn í íslenska landsliðið og spilaði sinn fyrsta leik hefur hún ekki misst af landsleik. Landsliðið fór í þriggja ára pásu á sínum tíma þannig Helena fagnar hverjum landsleik. „Þetta er þrettánda árið sem ég spila en er samt „bara“ búin að spila 57 landsleiki. Stelpur í fótboltanum eru kannski bara búnar að spila í fjögur ár en komnar með fleiri leiki en ég,“ segir Helena. „Við fögnum öllum verkefnum og ég vona að þú sért ekkert að „jinxa“ mig þannig ég fari að missa af einhverjum leikjum. Mér finnst þetta alltaf jafn skemmtilegt og sérstaklega þegar ég var úti var geggjað að koma heim og hitta stelpurnar,“ segir Helena Sverrisdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
Helena Sverrisdóttir verður lykilmaður íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta á morgun eins og svo oft áður þegar stelpurnar okkar mæta Ungverjum í undankeppni EM 2017. Þetta er fyrsti leikur liðsins í riðlinum. Leikurinn fer fram í Miskolc, gamla heimavelli Helenu, en hún kom heim úr atvinnumennsku fyrir tímabilið og gekk í raðir uppeldisfélags síns Hauka. Stelpurnar mæta Slóvakíu í Höllinni á þriðjudagskvöldið en um er að ræða tvö firnasterk liðs sem bæði voru á Evrópumótinu í ár.Sjá einnig:Berglind: Þó þær séu miklu stærri eru hjörtun í okkur risastór „Við vitum alveg að þetta verður ótrúlega erfitt en þetta verður líka ótrúlega gaman og við bara fögnum öllum landsleikjum sem við fáum. Ég tala nú ekki um þegar það er í undankeppni Evrópumóts,“ segir Helena í samtali við Vísi. „Ég get alveg séð fyrir mér að þetta verði smá sjokk og þá bara að sjá hæðina og styrkleikann á þeim. Þetta eru allt atvinnumenn sem við erum að fara að mæta. Þær æfa tvisvar sinnum á dag og lifa á þessu.“ „Við vitum að við erum að fara að mæta risum og þó þetta verði sjokk þá verðum við bara enn þá tilbúnari á miðvikudaginn,“ segir Helena.Helena kom heim til Hauka fyrir tímabilið og er á toppnum með liðinu.vísir/anton brinkFagna öllum verkefnum Íslenska liðið verður án þriggja sterkra leikmanna sem spila í háskólakörfunni í Bandaríkjunum. Sara Rún Hinriksdóttir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir eru allar uppteknar vestanhafs. „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur að missa þessar stelpur sem hafa verið að byrja inn á. Vonandi eru bara fleiri stelpur í liðinu sem eru hungraðar í að spila og sýna hvað þær geta,“ segir Helena, en vegna fjarveru þessara stúlkna og meiðsla er hópurinn ansi ungur. „Það er svolítið fyndið að vera 27 ára en vera ein af þeim elstu. Pálína er sú eina sem er eldri fyrst Petrúnalla er enn þá meidd,“ segir Helena.Sjá einnig:Pálína: Við erum allar á sama aldri, hættu þessu Síðan Helena kom inn í íslenska landsliðið og spilaði sinn fyrsta leik hefur hún ekki misst af landsleik. Landsliðið fór í þriggja ára pásu á sínum tíma þannig Helena fagnar hverjum landsleik. „Þetta er þrettánda árið sem ég spila en er samt „bara“ búin að spila 57 landsleiki. Stelpur í fótboltanum eru kannski bara búnar að spila í fjögur ár en komnar með fleiri leiki en ég,“ segir Helena. „Við fögnum öllum verkefnum og ég vona að þú sért ekkert að „jinxa“ mig þannig ég fari að missa af einhverjum leikjum. Mér finnst þetta alltaf jafn skemmtilegt og sérstaklega þegar ég var úti var geggjað að koma heim og hitta stelpurnar,“ segir Helena Sverrisdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00