
Fær verzlunin að njóta sannmælis?
Afnám tollanna er að sjálfsögðu mikið hagsmunamál innlendrar verzlunar, enda stuðlar það að því að neytendur kaupi fremur fatnað hér á landi en erlendis. Rétt eins og í fyrra, þegar afnám vörugjalda og lækkun efra þreps virðisaukaskatts var boðuð um áramót, er verzlunin þó að sumu leyti sett í erfiða stöðu með því að margir mánuðir líði frá tilkynningu um afnám tolla fram að gildistöku þess. Afleiðingin er tilhneiging neytenda til að halda að sér höndum og bíða eftir gjaldalækkuninni, einmitt á þeim tíma sem er mesti uppgripatími verzlunarinnar.
Fata- og skóverzlanir bregðast nú við með sama hætti og raftækjaverzlanir gerðu margar hverjar í fyrra og lækka verðið strax um sem nemur þeim opinberu gjöldum sem falla niður, til að koma í veg fyrir minnkandi viðskipti. Fyrirtækin taka þannig í raun á sig tollana um nokkurra vikna eða mánaða skeið.
Neytendur njóta að sjálfsögðu góðs af þessu, en engu að síður hefur borið á því að fyrirtækin, sem ganga þannig á undan og færa neytendum ávinning afnáms opinberra gjalda áður en það hefur í raun átt sér stað, hafa ekki fengið að njóta sannmælis.
Gölluð úttekt á áhrifum afnáms vörugjalda
Þannig birti verðlagseftirlit Alþýðusambandsins í maí síðastliðnum niðurstöður úttektar sinnar á því hvernig afnám vörugjalda á raftækjum hefði skilað sér. Þar var því haldið fram að verðlækkanir hefðu verið mun minni en búast mátti við. Aðferðirnar við gerð úttektarinnar voru því miður ekki boðlegar.
Annars vegar voru valdir viðmiðunarpunktar í október 2014 og svo í apríl 2015. Fjöldi raftækjaverzlana lækkaði hins vegar hjá sér verðið í september 2014, fljótlega eftir að tilkynnt hafði verið um áformað afnám vörugjaldanna. Úttektin mældi því alls ekki hina raunverulegu verðlækkun.
Hins vegar var ekki tilgreint með skýrum hætti í úttektinni hvaða vörur var um að ræða í hverju tilviki og þannig var ekki ljóst að verið væri að bera saman verð sambærilegra vara. Hvort tveggja var til þess fallið að draga úr áreiðanleika niðurstaðna könnunarinnar, sem því miður voru teknar upp gagnrýnislaust af mörgum fjölmiðlum.
Það getur vissulega verið vandkvæðum bundið að mæla áhrif niðurfellingar opinberra gjalda á verðlag. Strax í kjölfar niðurfellingar tolla á fötum og skóm um áramótin hefjast til dæmis hefðbundnar janúarútsölur á þessum vörum. Mælingar á því hvort tollalækkunin skili sér þurfa að taka tillit til þess. Sömuleiðis verður að taka tillit til þess að ekki bera öll föt eða skór tolla í dag. Afnámið á eingöngu við um þær vörur sem eru framleiddar utan Evrópska efnahagssvæðisins, en vörur framleiddar á EES bera ekki tolla í dag.
Fyrirfram er engin ástæða til þess að ætla að verzlunarfyrirtæki láti ekki lækkun tolla koma fram að fullu í vöruverði. Ástæðan er að þau eiga í harðri samkeppni við erlenda verzlun og þurfa á öllu sínu að halda í þeirri samkeppni.
Aðhald neytenda með því að lækkanir á opinberum gjöldum skili sér í vöruverði er sjálfsagt og eðlilegt og stuðlar að heilbrigðum viðskiptaháttum og virkri samkeppni. Það verður hins vegar að gera þá kröfu til verðkannana að þær séu vel úr garði gerðar og gefi rétta mynd af verðlagi og verðbreytingum. Á því hefur verið misbrestur hvað varðar kannanir ASÍ og er óskandi að úr því verði bætt.
Skoðun

Pæling um lokaeinkunnir
Ragnar Þór Pétursson skrifar

Það birtir alltaf til!
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Toppurinn á ísjakanum
Anna Steinsen skrifar

Nýtt minnisblað um áhrif Hvammsvirkjunar á Þjórsárlaxinn
Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson,Árni Finnsson skrifar

Allt gerist svo hægt
Haukur Logi Jóhannsson skrifar

Eru stjórnendur Seðlabankans stærsta efnahagsvandamál Íslands?
Örn Karlsson skrifar

Hættuleg orðræða
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

Siðferðinu kastað á bálið
Þórarinn Eyfjörð skrifar

Gjaldmiðillinn ásamt forsætis- og fjármálaráðherra þarf að víkja
Vilhelm Jónsson skrifar

Í landi tækifæranna
Inga Sæland skrifar

Laxastofninn í Þjórsá hefur margfaldast að stærð – hvers vegna?
Jón Árni Vignisson skrifar

Þetta er ekki hjálplegt, Ásgeir
Kolbrún Halldórsdóttir skrifar

Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig
Lóa Ólafsdóttir skrifar

Taktlaus seðlabankastjóri
Karl Guðlaugsson skrifar

Blessað sé miskunnarleysið á leigumarkaði
Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar

Ferðamenn til mestu óþurftar!
Bjarnheiður Hallsdóttir ,Jóhannes Þór Skúlason skrifar

Vilja sveitarfélögin mismuna fólki?
Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Málstol aftur í hámæli
Ingunn Högnadóttir skrifar

Guggan lifir enn
Páll Steingrímsson skrifar

„Geðveikir“ starfsmenn
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Clapton er guð
Kristinn Theódórsson skrifar

Staða örykja: „Er í mínus en fæ stuðning frá börnunum mínum“
Kristín Auðbjörnsdóttir skrifar

Vilja allir fljúga?
Ólafur St. Arnarsson skrifar

Listin að lifa ekki tilbúnu lífi annarra
Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar

Aðvörun til annarra lánþega Frjálsa lífeyrissjóðsins
Indriði Ingi Stefánsson skrifar

Það er þörf á markvissum aðgerðum til að auka þjónustu sérgreinalækna á landsbyggðinni
Bjarni Jónsson skrifar

Athugasemdir doktors í líffræði við áform um Hvammsvirkjun
Margaret J. Filardo skrifar

Dauðarefsing við samkynhneigð
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Dauðafæri ríkisstjórnarinnar til að lækka vaxtastig
Elísa Arna Hilmarsdóttir skrifar