Næturlífið kostaði Manziel starfið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. nóvember 2015 18:45 Johnny Manziel er enn og aftur búinn að koma sér í vandræði. Vísir/Getty Johnny Manziel entist aðeins eina viku sem nýr leikstjórnandi Cleveland Browns í NFL-deildinni. Liðið tilkynnti í gær að Manziel, sem er oftast kallaður Johnny Football, yrði nú þriðji leikstjórnandi liðsins. Ástæðan er myndband sem slúðurmiðillinn TMZ birti af Manziel á skemmtistað í Texas um helgina en Cleveland var þá í fríi. Manziel skellti sér út á lífið og sást á myndbandinu á skemmtistað með kampavínsflösku í hönd. Það þætti ef til vill ekki alvarlegt nema að fyrr á þessu ári þá fór Manziel í tíu vikna meðferð. Ástæða þess var ekki uppgefin en hegðun hans utan vallar kom honum í mikil vandræði á hans fyrsta ári í deildinni í fyrra. Manziel hefur sjálfur margsinnis sagt að hann sé breyttur maður og eftir að hafa verið á bekknum stærstan hluta leiktíðarinnar hingað til fékk hann fyrr í mánuðinum tækifæri til að sanna sig sem byrjunarliðsmaður þar sem að Cleveland var hvort eð er búið að tapa sjö leikjum af níu. Manziel spilaði vel í tapleik gegn Pittsburgh Steelers um miðjan mánuðinn en nú er óvíst að hann muni nokkru sinni aftur fá tækifæri með liðinu. „Allir í félaginu bera hag hans fyrir brjósti,“ sagið þjálfarinn Mike Pettine í yfirlýsingu. „Þetta eru mér sérstaklega mikil vonbrigði þar sem að hann hefur lagt svo hart að sér.“ NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Færeyjar - Ísland | Generalprufa fyrir HM Handbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Valur - Grindavík | Toppslagur á Hlíðarenda Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Færeyjar - Ísland | Generalprufa fyrir HM „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Sjá meira
Johnny Manziel entist aðeins eina viku sem nýr leikstjórnandi Cleveland Browns í NFL-deildinni. Liðið tilkynnti í gær að Manziel, sem er oftast kallaður Johnny Football, yrði nú þriðji leikstjórnandi liðsins. Ástæðan er myndband sem slúðurmiðillinn TMZ birti af Manziel á skemmtistað í Texas um helgina en Cleveland var þá í fríi. Manziel skellti sér út á lífið og sást á myndbandinu á skemmtistað með kampavínsflösku í hönd. Það þætti ef til vill ekki alvarlegt nema að fyrr á þessu ári þá fór Manziel í tíu vikna meðferð. Ástæða þess var ekki uppgefin en hegðun hans utan vallar kom honum í mikil vandræði á hans fyrsta ári í deildinni í fyrra. Manziel hefur sjálfur margsinnis sagt að hann sé breyttur maður og eftir að hafa verið á bekknum stærstan hluta leiktíðarinnar hingað til fékk hann fyrr í mánuðinum tækifæri til að sanna sig sem byrjunarliðsmaður þar sem að Cleveland var hvort eð er búið að tapa sjö leikjum af níu. Manziel spilaði vel í tapleik gegn Pittsburgh Steelers um miðjan mánuðinn en nú er óvíst að hann muni nokkru sinni aftur fá tækifæri með liðinu. „Allir í félaginu bera hag hans fyrir brjósti,“ sagið þjálfarinn Mike Pettine í yfirlýsingu. „Þetta eru mér sérstaklega mikil vonbrigði þar sem að hann hefur lagt svo hart að sér.“
NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Færeyjar - Ísland | Generalprufa fyrir HM Handbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Valur - Grindavík | Toppslagur á Hlíðarenda Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Færeyjar - Ísland | Generalprufa fyrir HM „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Sjá meira