Það gengur bara allt upp hjá Steph Curry þessa dagana | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2015 09:45 Stephen Curry. Vísir/Getty Stephen Curry bakvörður NBA-meistara Golden State Warriors ætti að vera í þokkalega góðu skapi þessa dagana enda gengur flest upp hjá kappanum. Golden State Warriors liðið hefur fyrst liða í NBA-sögunni unnið fyrstu sextán leiki sína og Curry hefur sýnt að það var engin tilviljun að hann var kosinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra. Stephen Curry hefur skorað 32,1 stig að meðaltali í leik í fyrstu 16 leikjum Golden State Warriors en hann er með 4,9 þrista að meðaltali og hefur auk stiganna gefið 5,9 stoðsendingar, tekið 5,1 fráköst og stolið 2,6 boltum að meðatali. Málið er að það gengur ekki aðeins vel hjá honum og hans liði í NBA-deildinni heldur er uppáhalds NFL-liðið hans líka að gera frábæra hluti. Stephen Curry ólst upp í Charlotte í Norður-Karólínu þar sem að faðir hans Dell Curry lék í tíu ár með Charlotte Hornets í NBA-deildinni. Curry hefur haldið tryggði við NFL-liðið í Charlotte sem er Carolina Panthers. Panthers-liðið hefur eins og lið Golden State verið óstöðvandi í upphafi tímabilsins og vann liðið sinn ellefta sigur í röð í gær. Stephen Curry var að sjálfsögðu að horfa enda er ekkert spilað í NBA-deildinni á Þakkargjörðarhátíðinni. Curry setti skemmtilegt myndband með sér inn á instagram-síðu sína þegar hann fagnaði því að Luke Kuechly, gríðarlega sterkur leikmaður og leiðtogi Carolina Panthers varnarinnar, stal boltanum og fór upp og skoraði. Carolina Panthers vann Dallas Cowboys á endanum örugglega 33-14 á heimavelli Dallas Cowboys og er annað af tveimur ósigruðum liðum á tímabilinu. Myndbandið með fögnuði Stephen Curry má sjá hér fyrir neðan. 1,2,3,4,5,PICK 6! A video posted by Wardell Curry (@stephencurry30) on Nov 26, 2015 at 2:42pm PST NBA NFL Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Stephen Curry bakvörður NBA-meistara Golden State Warriors ætti að vera í þokkalega góðu skapi þessa dagana enda gengur flest upp hjá kappanum. Golden State Warriors liðið hefur fyrst liða í NBA-sögunni unnið fyrstu sextán leiki sína og Curry hefur sýnt að það var engin tilviljun að hann var kosinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra. Stephen Curry hefur skorað 32,1 stig að meðaltali í leik í fyrstu 16 leikjum Golden State Warriors en hann er með 4,9 þrista að meðaltali og hefur auk stiganna gefið 5,9 stoðsendingar, tekið 5,1 fráköst og stolið 2,6 boltum að meðatali. Málið er að það gengur ekki aðeins vel hjá honum og hans liði í NBA-deildinni heldur er uppáhalds NFL-liðið hans líka að gera frábæra hluti. Stephen Curry ólst upp í Charlotte í Norður-Karólínu þar sem að faðir hans Dell Curry lék í tíu ár með Charlotte Hornets í NBA-deildinni. Curry hefur haldið tryggði við NFL-liðið í Charlotte sem er Carolina Panthers. Panthers-liðið hefur eins og lið Golden State verið óstöðvandi í upphafi tímabilsins og vann liðið sinn ellefta sigur í röð í gær. Stephen Curry var að sjálfsögðu að horfa enda er ekkert spilað í NBA-deildinni á Þakkargjörðarhátíðinni. Curry setti skemmtilegt myndband með sér inn á instagram-síðu sína þegar hann fagnaði því að Luke Kuechly, gríðarlega sterkur leikmaður og leiðtogi Carolina Panthers varnarinnar, stal boltanum og fór upp og skoraði. Carolina Panthers vann Dallas Cowboys á endanum örugglega 33-14 á heimavelli Dallas Cowboys og er annað af tveimur ósigruðum liðum á tímabilinu. Myndbandið með fögnuði Stephen Curry má sjá hér fyrir neðan. 1,2,3,4,5,PICK 6! A video posted by Wardell Curry (@stephencurry30) on Nov 26, 2015 at 2:42pm PST
NBA NFL Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn