Stolt móðir í Reykjavík: „Kári var alveg viss í sinni sök“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2015 12:45 Mæðginin Hildur og Kári á góðri stundu. „Hann tekur mjög vel eftir, bara almennt, svo þetta kom mér svo sem ekki á óvart,“ segir Hildur Einarsdóttir hönnuður og líklega stoltasta mamman í Reykjavík. Eftirtektarsemi sjö ára sonar hennar, Kára Hlíðberg, varð til þess að betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í mannlausri íbúð í fjögurra hæða fjölbýlishúsi við Bergstaðastræti á sjöunda tímanum í gærkvöld.Mæðginin voru á leið í heimsókn á Bergstaðastræti og voru að ganga upp tröppurnar í húsi gegnt húsinu þar sem eldurinn kom upp. „Kári leit út um gluggann og sá að það var eitthvað óvenjulegt,“ segir Hildur. Í viðtali við RÚV sagði sjö ára kappinn frá upplifun sinni. „Svo kom bara sprenging og þá öskraði ég bara: Eldur!“ Hildur bendir á að þótt Kári hafi vissulega staðið sig vel gildi hið sama um fleiri börn í stigaganginum þar sem Kári tók eftir sprengingunni. Allir hafi lagt hönd á plóg og hjálpast að.Fjölmennt lið slökkviliðsmanna var sent á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn þökk sé því hve athugull Kári var.Vísir/Anton BrinkÓnothæfir símar Hildur segir þau hin sem þarna voru stödd hafa orðið aðeins óviss um hvað gerst hefði en Kári hefði séð blossann. Þau stóðu við gluggann og rýndu betur í málin. „Kári var alveg viss í sinni sök.“ Í kjölfarið hlupu þau út og hringdu öllum bjöllum í húsinu en ekkert svar barst. Hildur og mamman sem þau mæðginin voru að heimsækja voru hvorug með nothæfan síma. „Sú sem ég var að heimsækja gleymdi sínum síma í vinnunni og ég var með batteríslausan síma. Þetta voru svolítið skrýtnar aðstæður að vera ekki í stöðu til að hringja,“ segir Hildur. Sem betur fer kom þriðja móðirin heim til sín á þessum sama tíma, með símann á sér og rafhlöðu. Var hringt í slökkviliðið um leið.Kári var viss í sinni sök þegar hann horfði út um gluggann og yfir í húsið þar sem eldurinn kviknaði.Fékk tár í augun fyrir hönd íbúanna Kári, sem varð sjö ára í september, fór í viðtal við RÚV í gærkvöld. Óhætt er að segja að hann hafi farið létt með það en sumir eiga það til að verða stressaðir fyrir framan skjáinn og skiptir þá engu á hvaða aldri fólk er. „Ég fékk smá tár í augun og svoleiðis, var leiður fyrir þeirra hönd sem bjuggu þarna,“ sagði Kári í viðtalinu á RÚV. Hildur viðurkennir að hún sé stolt af sínum strák. „Hann kom mér eiginlega á óvart en hann bara lifði sig svo inn í þessa upplifun. Þetta var auðvitað þvílík upplifun fyrir okkur öll,“ segir Hildur. Lærdómur þeirra sé sá að hringja alltaf ef grunur vaknar um að eitthvað óeðlilegt eigi sér stað, líkt og í gærkvöldi. Það hafi þau rætt saman í gærkvöldi þegar slökkvistarfi var lokið. Slökkviliðið kom á vettvang á augabragði eftir að símtalið barst og sem betur fer hafði eldurinn ekki náð mikilli útbreiðslu. Var hann slökktur um klukkan hálf sjö og eru skemmdir í íbúðinni minniháttar miðað við það sem hefði getað orðið. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
„Hann tekur mjög vel eftir, bara almennt, svo þetta kom mér svo sem ekki á óvart,“ segir Hildur Einarsdóttir hönnuður og líklega stoltasta mamman í Reykjavík. Eftirtektarsemi sjö ára sonar hennar, Kára Hlíðberg, varð til þess að betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í mannlausri íbúð í fjögurra hæða fjölbýlishúsi við Bergstaðastræti á sjöunda tímanum í gærkvöld.Mæðginin voru á leið í heimsókn á Bergstaðastræti og voru að ganga upp tröppurnar í húsi gegnt húsinu þar sem eldurinn kom upp. „Kári leit út um gluggann og sá að það var eitthvað óvenjulegt,“ segir Hildur. Í viðtali við RÚV sagði sjö ára kappinn frá upplifun sinni. „Svo kom bara sprenging og þá öskraði ég bara: Eldur!“ Hildur bendir á að þótt Kári hafi vissulega staðið sig vel gildi hið sama um fleiri börn í stigaganginum þar sem Kári tók eftir sprengingunni. Allir hafi lagt hönd á plóg og hjálpast að.Fjölmennt lið slökkviliðsmanna var sent á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn þökk sé því hve athugull Kári var.Vísir/Anton BrinkÓnothæfir símar Hildur segir þau hin sem þarna voru stödd hafa orðið aðeins óviss um hvað gerst hefði en Kári hefði séð blossann. Þau stóðu við gluggann og rýndu betur í málin. „Kári var alveg viss í sinni sök.“ Í kjölfarið hlupu þau út og hringdu öllum bjöllum í húsinu en ekkert svar barst. Hildur og mamman sem þau mæðginin voru að heimsækja voru hvorug með nothæfan síma. „Sú sem ég var að heimsækja gleymdi sínum síma í vinnunni og ég var með batteríslausan síma. Þetta voru svolítið skrýtnar aðstæður að vera ekki í stöðu til að hringja,“ segir Hildur. Sem betur fer kom þriðja móðirin heim til sín á þessum sama tíma, með símann á sér og rafhlöðu. Var hringt í slökkviliðið um leið.Kári var viss í sinni sök þegar hann horfði út um gluggann og yfir í húsið þar sem eldurinn kviknaði.Fékk tár í augun fyrir hönd íbúanna Kári, sem varð sjö ára í september, fór í viðtal við RÚV í gærkvöld. Óhætt er að segja að hann hafi farið létt með það en sumir eiga það til að verða stressaðir fyrir framan skjáinn og skiptir þá engu á hvaða aldri fólk er. „Ég fékk smá tár í augun og svoleiðis, var leiður fyrir þeirra hönd sem bjuggu þarna,“ sagði Kári í viðtalinu á RÚV. Hildur viðurkennir að hún sé stolt af sínum strák. „Hann kom mér eiginlega á óvart en hann bara lifði sig svo inn í þessa upplifun. Þetta var auðvitað þvílík upplifun fyrir okkur öll,“ segir Hildur. Lærdómur þeirra sé sá að hringja alltaf ef grunur vaknar um að eitthvað óeðlilegt eigi sér stað, líkt og í gærkvöldi. Það hafi þau rætt saman í gærkvöldi þegar slökkvistarfi var lokið. Slökkviliðið kom á vettvang á augabragði eftir að símtalið barst og sem betur fer hafði eldurinn ekki náð mikilli útbreiðslu. Var hann slökktur um klukkan hálf sjö og eru skemmdir í íbúðinni minniháttar miðað við það sem hefði getað orðið.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira