Innlent

Aðgerðaáætlun vegna Perlu

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Perla sökk í Reykjavíkurhöfn þann 2. nóvember síðastliðinn.
Perla sökk í Reykjavíkurhöfn þann 2. nóvember síðastliðinn. vísir/vilhelm
Gert er ráð fyrir því að aðgerðaáætlun til að ná upp sanddæluskipinu Perlu verði lögð fram í dag. Þar mun meðal annars verða ákveðið hvenær hafist verði handa um dælingu á ný og frekari aðgerðir við skipið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gísla Gíslasyni, hafnarstjóra Faxaflóahafna, um stöðuna á björgunaraðgerðum.

Perla sökk í Reykjavíkurhöfn þann 2. nóvember síðastliðinn og hefur legið á hafsbotni síðan. Tilraunir til að koma Perlu á flot hafa engan árangur borið.

Skipið hefur verið vaktað og fylgst hefur verið með því að engin mengun berist frá skipinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×