„2015 metár“ í uppbyggingu nýrra íbúða sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. nóvember 2015 14:43 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. VÍSIR/STEFÁN Árið 2015 verður metár í uppbyggingu nýrra íbúða, að sögn Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Stefnt er á að byggja allt að sjö þúsund íbúðir á næstu árum. Horfur í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu verða kynntar í ráðhúsinu í dag og á morgun. „Meginþunginn í uppbyggingunni er inn á við þar sem fólk getur valið sér búsetu án þess að þurfa að vera með tvo bíla og léttir þannig á heimilisbókhaldinu líka. Áhyggjurnar hafa verið meiri af því að það sé tafsamara, taki lengri tíma að byggja í anda þéttingu byggðar og að þessar lóðir séu ekki til. Það sem ég held að séu stóru tíðindin á fundinum á eftir er að við erum búin að skipuleggja, búin að taka í gegnum deiliskipulag lóðir á uppbyggingarreiti fyrir 3500 íbúðir í Reykjavík. Það er um 3500 til viðbótar í skipulagsferli," sagði Dagur í Bítinu á Bylgjunni. „Byggingafulltrúi var að birta nýjar tölur fyrir okkur, sem hann tók saman í gær. Þær sýna að þetta er að stefna í metár 2015. Það eru um þúsund íbúðir að fara í gang. Það er bara metárið 1973 þegar það var verið að byggja Breiðholtið sem er stærra.“ Þá segir hann að reynt verði að halda fermetraverði í lágmarki. „Við viljum byggja fyrir alls konar fólk með alls konar efni á stöðum sem annars myndu bara byggjast upp sem lúxusíbúðir," segir Dagur. Málstofur verða haldnar í ráðhúsinu í dag og á morgun þar sem kynnt verða ýmis verkefni sem þegar eru í framkvæmd eða á döfinni. Þá verður fjallað um hugmyndir og tækifæri til að auka fjölbreytni í framboði íbúðarhúsnæðis og hvernig byggja megi á hagkvæmari hátt. Dagur ætlar að fara yfir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík.Hlusta má á viðtalið við Dag í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Árið 2015 verður metár í uppbyggingu nýrra íbúða, að sögn Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Stefnt er á að byggja allt að sjö þúsund íbúðir á næstu árum. Horfur í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu verða kynntar í ráðhúsinu í dag og á morgun. „Meginþunginn í uppbyggingunni er inn á við þar sem fólk getur valið sér búsetu án þess að þurfa að vera með tvo bíla og léttir þannig á heimilisbókhaldinu líka. Áhyggjurnar hafa verið meiri af því að það sé tafsamara, taki lengri tíma að byggja í anda þéttingu byggðar og að þessar lóðir séu ekki til. Það sem ég held að séu stóru tíðindin á fundinum á eftir er að við erum búin að skipuleggja, búin að taka í gegnum deiliskipulag lóðir á uppbyggingarreiti fyrir 3500 íbúðir í Reykjavík. Það er um 3500 til viðbótar í skipulagsferli," sagði Dagur í Bítinu á Bylgjunni. „Byggingafulltrúi var að birta nýjar tölur fyrir okkur, sem hann tók saman í gær. Þær sýna að þetta er að stefna í metár 2015. Það eru um þúsund íbúðir að fara í gang. Það er bara metárið 1973 þegar það var verið að byggja Breiðholtið sem er stærra.“ Þá segir hann að reynt verði að halda fermetraverði í lágmarki. „Við viljum byggja fyrir alls konar fólk með alls konar efni á stöðum sem annars myndu bara byggjast upp sem lúxusíbúðir," segir Dagur. Málstofur verða haldnar í ráðhúsinu í dag og á morgun þar sem kynnt verða ýmis verkefni sem þegar eru í framkvæmd eða á döfinni. Þá verður fjallað um hugmyndir og tækifæri til að auka fjölbreytni í framboði íbúðarhúsnæðis og hvernig byggja megi á hagkvæmari hátt. Dagur ætlar að fara yfir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík.Hlusta má á viðtalið við Dag í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira