Samskipti eftir ofbeldi geta haft áhrif á ákæru Snærós Sindradóttir skrifar 14. nóvember 2015 07:00 Helgi Magnús Gunnarsson „Ég kyssti hann á munninn með bros á vör þegar ég kvaddi hann – með hnút í maganum og illt alls staðar.“ Svona lýsir kona hegðun sinni eftir nauðgun undir myllumerkinu #eftirkynferðisofbeldi í Facebook-hópnum Beautytips í gær. Konan er ein hundraða kvenna sem hafa sagt frá viðbrögðum sínum skömmu eftir nauðgun sem svar við ummælum Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, verjanda í Hlíðanauðgunarmálinu, á vef Stundarinnar á fimmtudag. Þar lét hann hafa eftir sér: „Það er fráleitt að nokkur eigi svona broskalla- og gleðisamskipti við einhvern mann sem er nýbúinn að nauðga henni.“ Þær spurningar vöknuðu í samfélagsumræðu gærdagsins hvort hegðun eftir nauðgun gæti haft áhrif á ákæruferli eða sakfellingu fyrir dómi.Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur„Ef sönnun um brot er veik, þá styrkist hún ekki við það ef samskiptin á milli fólks eftir atvikin bera það ekki með sér að neitt hafi í skorist,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. „Hins vegar ef sönnun er sæmilega góð þá stoppar það ekki neitt. En þetta getur komið inn í heildarmat ef staðan er mjög veik sönnunarlega.“ Hann segir að öfugt við það sem margir haldi þá séu líkamlegir áverkar eftir kynferðisbrot ekki endilega algengir. Horfa þurfi heildstætt á myndina, en fyrst og fremst atvikið sjálft og aðdraganda þess. Þá geti verjendur rakið samskipti þolanda og geranda af nákvæmni fyrir dómi. „Verjendur myndu náttúrulega reifa það að þetta hafi verið svona og að hún hafi ekki kært fyrr en eftir langan tíma. Það getur auðvitað verið bent á að það sé ekki venjan að fólk eigi í vinsamlegum samskiptum eftir nauðgun.“ Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni, segir þolendur spyrja sig að því hvers vegna þeir brugðust svona við brotinu. „Þetta verður hluti af skömm í kjölfar kynferðisbrots. Fólk á erfitt með að trúa því að það hafi orðið fyrir kynferðisbroti og spyr hvort það hafi boðið upp á þetta. Það eru dæmi um að þolendur sendi skilaboð eftir á um að brotið hafi verið allt í lagi.“ Þá verði að hafa í huga að í einhverjum tilfellum búi þolendur og gerendur saman. „Fólk heldur oft áfram að umgangast eftir svona brot, stundum er það óhjákvæmilegt en stundum vegna þess að fólk hefur eðlilega þörf fyrir að afneita því sem kom fyrir,“ segir Þóra. Tengdar fréttir Ný bylting á Beauty Tips: „Ég hélt áfram að kalla minn nauðgara vin“ Ný bylting íslenskra kvenna í baráttunni gegn kynferðisofbeldi hófst í Facebook-hópnum Beauty Tips í morgun undir myllumerkinu #eftirkynferðisofbeldi. 13. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
„Ég kyssti hann á munninn með bros á vör þegar ég kvaddi hann – með hnút í maganum og illt alls staðar.“ Svona lýsir kona hegðun sinni eftir nauðgun undir myllumerkinu #eftirkynferðisofbeldi í Facebook-hópnum Beautytips í gær. Konan er ein hundraða kvenna sem hafa sagt frá viðbrögðum sínum skömmu eftir nauðgun sem svar við ummælum Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, verjanda í Hlíðanauðgunarmálinu, á vef Stundarinnar á fimmtudag. Þar lét hann hafa eftir sér: „Það er fráleitt að nokkur eigi svona broskalla- og gleðisamskipti við einhvern mann sem er nýbúinn að nauðga henni.“ Þær spurningar vöknuðu í samfélagsumræðu gærdagsins hvort hegðun eftir nauðgun gæti haft áhrif á ákæruferli eða sakfellingu fyrir dómi.Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur„Ef sönnun um brot er veik, þá styrkist hún ekki við það ef samskiptin á milli fólks eftir atvikin bera það ekki með sér að neitt hafi í skorist,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. „Hins vegar ef sönnun er sæmilega góð þá stoppar það ekki neitt. En þetta getur komið inn í heildarmat ef staðan er mjög veik sönnunarlega.“ Hann segir að öfugt við það sem margir haldi þá séu líkamlegir áverkar eftir kynferðisbrot ekki endilega algengir. Horfa þurfi heildstætt á myndina, en fyrst og fremst atvikið sjálft og aðdraganda þess. Þá geti verjendur rakið samskipti þolanda og geranda af nákvæmni fyrir dómi. „Verjendur myndu náttúrulega reifa það að þetta hafi verið svona og að hún hafi ekki kært fyrr en eftir langan tíma. Það getur auðvitað verið bent á að það sé ekki venjan að fólk eigi í vinsamlegum samskiptum eftir nauðgun.“ Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni, segir þolendur spyrja sig að því hvers vegna þeir brugðust svona við brotinu. „Þetta verður hluti af skömm í kjölfar kynferðisbrots. Fólk á erfitt með að trúa því að það hafi orðið fyrir kynferðisbroti og spyr hvort það hafi boðið upp á þetta. Það eru dæmi um að þolendur sendi skilaboð eftir á um að brotið hafi verið allt í lagi.“ Þá verði að hafa í huga að í einhverjum tilfellum búi þolendur og gerendur saman. „Fólk heldur oft áfram að umgangast eftir svona brot, stundum er það óhjákvæmilegt en stundum vegna þess að fólk hefur eðlilega þörf fyrir að afneita því sem kom fyrir,“ segir Þóra.
Tengdar fréttir Ný bylting á Beauty Tips: „Ég hélt áfram að kalla minn nauðgara vin“ Ný bylting íslenskra kvenna í baráttunni gegn kynferðisofbeldi hófst í Facebook-hópnum Beauty Tips í morgun undir myllumerkinu #eftirkynferðisofbeldi. 13. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Ný bylting á Beauty Tips: „Ég hélt áfram að kalla minn nauðgara vin“ Ný bylting íslenskra kvenna í baráttunni gegn kynferðisofbeldi hófst í Facebook-hópnum Beauty Tips í morgun undir myllumerkinu #eftirkynferðisofbeldi. 13. nóvember 2015 13:47