Samskipti eftir ofbeldi geta haft áhrif á ákæru Snærós Sindradóttir skrifar 14. nóvember 2015 07:00 Helgi Magnús Gunnarsson „Ég kyssti hann á munninn með bros á vör þegar ég kvaddi hann – með hnút í maganum og illt alls staðar.“ Svona lýsir kona hegðun sinni eftir nauðgun undir myllumerkinu #eftirkynferðisofbeldi í Facebook-hópnum Beautytips í gær. Konan er ein hundraða kvenna sem hafa sagt frá viðbrögðum sínum skömmu eftir nauðgun sem svar við ummælum Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, verjanda í Hlíðanauðgunarmálinu, á vef Stundarinnar á fimmtudag. Þar lét hann hafa eftir sér: „Það er fráleitt að nokkur eigi svona broskalla- og gleðisamskipti við einhvern mann sem er nýbúinn að nauðga henni.“ Þær spurningar vöknuðu í samfélagsumræðu gærdagsins hvort hegðun eftir nauðgun gæti haft áhrif á ákæruferli eða sakfellingu fyrir dómi.Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur„Ef sönnun um brot er veik, þá styrkist hún ekki við það ef samskiptin á milli fólks eftir atvikin bera það ekki með sér að neitt hafi í skorist,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. „Hins vegar ef sönnun er sæmilega góð þá stoppar það ekki neitt. En þetta getur komið inn í heildarmat ef staðan er mjög veik sönnunarlega.“ Hann segir að öfugt við það sem margir haldi þá séu líkamlegir áverkar eftir kynferðisbrot ekki endilega algengir. Horfa þurfi heildstætt á myndina, en fyrst og fremst atvikið sjálft og aðdraganda þess. Þá geti verjendur rakið samskipti þolanda og geranda af nákvæmni fyrir dómi. „Verjendur myndu náttúrulega reifa það að þetta hafi verið svona og að hún hafi ekki kært fyrr en eftir langan tíma. Það getur auðvitað verið bent á að það sé ekki venjan að fólk eigi í vinsamlegum samskiptum eftir nauðgun.“ Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni, segir þolendur spyrja sig að því hvers vegna þeir brugðust svona við brotinu. „Þetta verður hluti af skömm í kjölfar kynferðisbrots. Fólk á erfitt með að trúa því að það hafi orðið fyrir kynferðisbroti og spyr hvort það hafi boðið upp á þetta. Það eru dæmi um að þolendur sendi skilaboð eftir á um að brotið hafi verið allt í lagi.“ Þá verði að hafa í huga að í einhverjum tilfellum búi þolendur og gerendur saman. „Fólk heldur oft áfram að umgangast eftir svona brot, stundum er það óhjákvæmilegt en stundum vegna þess að fólk hefur eðlilega þörf fyrir að afneita því sem kom fyrir,“ segir Þóra. Tengdar fréttir Ný bylting á Beauty Tips: „Ég hélt áfram að kalla minn nauðgara vin“ Ný bylting íslenskra kvenna í baráttunni gegn kynferðisofbeldi hófst í Facebook-hópnum Beauty Tips í morgun undir myllumerkinu #eftirkynferðisofbeldi. 13. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Ég kyssti hann á munninn með bros á vör þegar ég kvaddi hann – með hnút í maganum og illt alls staðar.“ Svona lýsir kona hegðun sinni eftir nauðgun undir myllumerkinu #eftirkynferðisofbeldi í Facebook-hópnum Beautytips í gær. Konan er ein hundraða kvenna sem hafa sagt frá viðbrögðum sínum skömmu eftir nauðgun sem svar við ummælum Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, verjanda í Hlíðanauðgunarmálinu, á vef Stundarinnar á fimmtudag. Þar lét hann hafa eftir sér: „Það er fráleitt að nokkur eigi svona broskalla- og gleðisamskipti við einhvern mann sem er nýbúinn að nauðga henni.“ Þær spurningar vöknuðu í samfélagsumræðu gærdagsins hvort hegðun eftir nauðgun gæti haft áhrif á ákæruferli eða sakfellingu fyrir dómi.Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur„Ef sönnun um brot er veik, þá styrkist hún ekki við það ef samskiptin á milli fólks eftir atvikin bera það ekki með sér að neitt hafi í skorist,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. „Hins vegar ef sönnun er sæmilega góð þá stoppar það ekki neitt. En þetta getur komið inn í heildarmat ef staðan er mjög veik sönnunarlega.“ Hann segir að öfugt við það sem margir haldi þá séu líkamlegir áverkar eftir kynferðisbrot ekki endilega algengir. Horfa þurfi heildstætt á myndina, en fyrst og fremst atvikið sjálft og aðdraganda þess. Þá geti verjendur rakið samskipti þolanda og geranda af nákvæmni fyrir dómi. „Verjendur myndu náttúrulega reifa það að þetta hafi verið svona og að hún hafi ekki kært fyrr en eftir langan tíma. Það getur auðvitað verið bent á að það sé ekki venjan að fólk eigi í vinsamlegum samskiptum eftir nauðgun.“ Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni, segir þolendur spyrja sig að því hvers vegna þeir brugðust svona við brotinu. „Þetta verður hluti af skömm í kjölfar kynferðisbrots. Fólk á erfitt með að trúa því að það hafi orðið fyrir kynferðisbroti og spyr hvort það hafi boðið upp á þetta. Það eru dæmi um að þolendur sendi skilaboð eftir á um að brotið hafi verið allt í lagi.“ Þá verði að hafa í huga að í einhverjum tilfellum búi þolendur og gerendur saman. „Fólk heldur oft áfram að umgangast eftir svona brot, stundum er það óhjákvæmilegt en stundum vegna þess að fólk hefur eðlilega þörf fyrir að afneita því sem kom fyrir,“ segir Þóra.
Tengdar fréttir Ný bylting á Beauty Tips: „Ég hélt áfram að kalla minn nauðgara vin“ Ný bylting íslenskra kvenna í baráttunni gegn kynferðisofbeldi hófst í Facebook-hópnum Beauty Tips í morgun undir myllumerkinu #eftirkynferðisofbeldi. 13. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Ný bylting á Beauty Tips: „Ég hélt áfram að kalla minn nauðgara vin“ Ný bylting íslenskra kvenna í baráttunni gegn kynferðisofbeldi hófst í Facebook-hópnum Beauty Tips í morgun undir myllumerkinu #eftirkynferðisofbeldi. 13. nóvember 2015 13:47