Innlent

Flugslysið á Reykjanesi: Boðað til samverustundar í Vídalínskirkju

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið varð síðdegis á fimmtudag.
Slysið varð síðdegis á fimmtudag. Vísir/Ernir
Boðað hefur verið til samverustundar í Vídalínskirkju í dag fyrir vini, skólafélaga og aðstandendur þeirra Hauks Freys Agnarssonar og Hjalta Más Baldurssonar sem fórust í flugslysinu á Reykjanesi á fimmtudag. Samverustundin hefst klukkan 17.

Í tilkynningu frá Flugskóla Íslands kemur fram að starfsmenn og nemendur skólans hafi komið saman síðdegis á föstudag, rætt málin og fengið aðhlynningu starfsfólks Rauða kross Íslands.

„Flugskólinn vill koma á framfæri þökkum, til allra þeirra fjölmörgu sem boðið hafa fram aðstoð sína og komið hafa á framfæri samúðarkveðjum, s.s. flugrekenda, stéttarfélags flugmanna, fólks úr flugsamfélaginu og almennings,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×