Innlent

Handtekinn fyrir að hringja ítrekað í Neyðarlínuna án ástæðu

Atli Ísleifsson skrifar
Fjórir voru teknir í morgun vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna.
Fjórir voru teknir í morgun vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Vísir/Getty
Maður var handtekinn í morgun eftir að hafa ítrekað hringt í Neyðarlínuna án nokkurrar ástæðu.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að maðurinn hafi verið vistaður í fangageymslu „þar til rofaði til. Má búast við sekt vegna þessa.“

Þá voru alls fjórir teknir í morgun vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×