Dansinn tryggði Stjörnunni sigurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. nóvember 2015 06:00 Frá gólfæfingum Stjörnunnar. Mynd/Fimleikasambandið Fimleikar Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti í Vodafone-höllinni á laugardag þegar ljóst varð að Stjarnan hafði tryggt sér gullið á Norðurlandamótinu í hópfimleikum. Keppnin var gríðarlega hörð en tvö sænsk lið urðu í næstu tveimur sætum og Gerpla því fjórða. „Ég er í raun ekki búin að átta mig á þessu,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Líkaminn er þreyttur en það var gott að vakna í morgun.“ Hún segir að það hafi ekki endilega verið markmið Stjörnunnar að vinna mótið. Stefnan hafi ávallt verið að komast á verðlaunapall. „Það eina sem við vildum var verðlaunapeningur. Okkur var sama af hvaða tegund,“ segir hún. Stjarnan tók samt ákveðna áhættu með því að mæta með nýjan dans í gólfæfingarnar. En sú áhætta borgaði sig. „Það er mjög sjaldgæft að dans gangi svona rosalega vel í fyrsta sinn, hvað þá að vinna greinina,“ segir Andrea Sif en æfingarnar á gólfi skiluðu Stjörnunni 22,533 stigum. Hún segir að það sé erfitt að átta sig á því á meðan á æfingunni stendur hversu góð framkvæmdin er. „Ég fann að það gekk vel hjá mér en annars er maður að horfa fram en ekki á hinar. Svo var reyndar ein næstum því dottin og frétti ég ekki af því fyrr en í morgun,“ segir hún í léttum dúr. Stjarnan fékk rúm sautján stig fyrir æfingar á trampólíni og rúm átján fyrir æfingar á dýnu. Ástæðan fyrir því að gólfæfingarnar skiluðu fleiri stigum var að erfiðleikastuðullinn á þeim var mun hærri. „Þjálfarinn okkar sagði að ef þú ert ekki góður í dansi þá getur þú gleymt þessu. Það er hann sem skilar manni sigrinum enda skorum við langhæst í honum,“ segir Andrea Sif. Þessi hópur hefur verið saman hjá Stjörnunni síðan á Evrópumeistaramótinu fyrir rúmu ári en Svíar fögnuðu þá sigri. Andrea Sif segir að nánast allir í liði Stjörnunnar hafi reynslu af stórmótum með íslenska landsliðinu. „Það hjálpaði mikið. Við vissum hvernig það væri að keppa fyrir framan svo marga áhorfendur og náðum að stjórna spennustiginu betur. Svo er hópurinn okkar vel samansettur og gátum við dreift æfingunum vel á milli okkar. Það var mjög þægilegt.“ Fimleikar Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Vann ofurhlaup með barn á brjósti Ronaldo segir þessum kafla lokið Greip í hár mótherja og kippti til og frá Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Dagskráin í dag: Indiana getur komist skrefi nær úrslitum „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Sjá meira
Fimleikar Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti í Vodafone-höllinni á laugardag þegar ljóst varð að Stjarnan hafði tryggt sér gullið á Norðurlandamótinu í hópfimleikum. Keppnin var gríðarlega hörð en tvö sænsk lið urðu í næstu tveimur sætum og Gerpla því fjórða. „Ég er í raun ekki búin að átta mig á þessu,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Líkaminn er þreyttur en það var gott að vakna í morgun.“ Hún segir að það hafi ekki endilega verið markmið Stjörnunnar að vinna mótið. Stefnan hafi ávallt verið að komast á verðlaunapall. „Það eina sem við vildum var verðlaunapeningur. Okkur var sama af hvaða tegund,“ segir hún. Stjarnan tók samt ákveðna áhættu með því að mæta með nýjan dans í gólfæfingarnar. En sú áhætta borgaði sig. „Það er mjög sjaldgæft að dans gangi svona rosalega vel í fyrsta sinn, hvað þá að vinna greinina,“ segir Andrea Sif en æfingarnar á gólfi skiluðu Stjörnunni 22,533 stigum. Hún segir að það sé erfitt að átta sig á því á meðan á æfingunni stendur hversu góð framkvæmdin er. „Ég fann að það gekk vel hjá mér en annars er maður að horfa fram en ekki á hinar. Svo var reyndar ein næstum því dottin og frétti ég ekki af því fyrr en í morgun,“ segir hún í léttum dúr. Stjarnan fékk rúm sautján stig fyrir æfingar á trampólíni og rúm átján fyrir æfingar á dýnu. Ástæðan fyrir því að gólfæfingarnar skiluðu fleiri stigum var að erfiðleikastuðullinn á þeim var mun hærri. „Þjálfarinn okkar sagði að ef þú ert ekki góður í dansi þá getur þú gleymt þessu. Það er hann sem skilar manni sigrinum enda skorum við langhæst í honum,“ segir Andrea Sif. Þessi hópur hefur verið saman hjá Stjörnunni síðan á Evrópumeistaramótinu fyrir rúmu ári en Svíar fögnuðu þá sigri. Andrea Sif segir að nánast allir í liði Stjörnunnar hafi reynslu af stórmótum með íslenska landsliðinu. „Það hjálpaði mikið. Við vissum hvernig það væri að keppa fyrir framan svo marga áhorfendur og náðum að stjórna spennustiginu betur. Svo er hópurinn okkar vel samansettur og gátum við dreift æfingunum vel á milli okkar. Það var mjög þægilegt.“
Fimleikar Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Vann ofurhlaup með barn á brjósti Ronaldo segir þessum kafla lokið Greip í hár mótherja og kippti til og frá Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Dagskráin í dag: Indiana getur komist skrefi nær úrslitum „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Sjá meira