Sport

Þú sérð ekki tilfinningaþrungnari Haka-dans en þetta

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jonah Lomu frá Nýja-Sjálandi, einn besti ruðningskappi sögunnar, féll frá í gær eftir langa og erfiða baráttu við alvarlegan nýrnasjúkdóm.

Lomu lék um árabil með landsliði Nýja-Sjálands og breytti sinni stöðu sem vængmaður um ókomna tíð. Þegar hann var upp á sitt besta var hann einfaldlega óstöðvandi.

Strákar í Wesley-háskólanum á Nýja-Sjálandi vottuðu goðsögninni virðingu sína með mögnuðum og tilfinningaþrungnum Haka-dansi, en Lomu útskrifaðist úr skólanum á yngri árum.

Haka-dansinn, fyrir þá sem ekki vita, er stríðsóp eða stríðsdans Máranna á Nýja-Sjálandi sem þeir framkvæmdu alltaf fyrir bardaga. Landslið Nýja-Sjálands í ruðningi spilar ekki leik án þess að dansa Haka.

Hér að ofan má sjá strákana votta Lomu virðingu sína og að neðan má sjá síðasta Haka-dans Lomu sjálfs fyrir HM í ruðningi í Englandi í sumar og svo magnaða útfærslu nýsjálenska landsliðsins fyrir úrslitin á HM 2011 gegn Frakklandi.

Lomu dansar Haka í London í sumar: Nýsjálenska landsliðið hræðir Frakka fyrir úrslit HM 2011:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×