Innlent

Norrænt samstarf ber ávöxt vestanhafs

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Frá heimsókn til Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands í tengslum við opnun útibús Nordic Innovation House í Masdar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Frá heimsókn til Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands í tengslum við opnun útibús Nordic Innovation House í Masdar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Mynd/NIH

Unnið er að stofnun frumkvöðlaseturs undir hatti norrænnar samvinnu í grennd við New York á austurströnd Bandaríkjanna. Rétt rúmt ár er síðan slíkt setur var opnað á vesturströndinni í Silicon Valley við San Francisco.



Bárður Örn Gunnarsson, yfirmaður upplýsingamála hjá Nordic Innovation, sem er hluti af Norræna ráðherraráðinu, segir frumkvöðlasetrið Nordic Innovation House (NIH) í Silicon Valley hafa slegið í gegn. „Og nú hefur Nordic Innovation ákveðið að styðja enn frekar við setrið. Ætlunin er að þróa hugmyndina enn frekar og víkka út starfsemina,“ segir hann.

Bárður Örn Gunnarsson yfirmaður upplýsingamála hjá Nordic Innovation

Fjölmörg norræn fyrirtæki hafa nýtt sér þjónustu NIH, svo sem íslenska fyrirtækið Bungalo. Bárður segir starfsemina gefa tæknifyrirtækjum færi á að sækja inn á bandarískan markað, með slagkrafti og aðstöðu sem annars væri erfiðara að verða sér úti um.



Í NIH segir Bárður Örn fyrirtækin geta nýtt sér þjónustu setursins, leigt vinnuaðstöðu, haldið úti „sýndarskrifstofu“ sem þau nota þegar fulltrúar þess eru á svæðinu, og haft aðgang að fjárfestum og ráðgjöfum, auk þess að geta haft samstarf sín á milli og við fyriræki á markaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×