Innlent

Alvarlegt bílslys á Eskifirði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bílslysið varð um klukkan átta í morgun.
Bílslysið varð um klukkan átta í morgun. Vísir/Pjetur

Þrír voru fluttir á fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað eftir harðan árekstur tveggja bíla við Eskifjörð, nánar tiltekið í Krók á þjóðvegi 92, í morgun. Fólksbíll og pallbíll skullu saman en bílunum var ekið úr gagnstæðri átt.

Þrír voru í fólksbílnum og tveir í pallbílnum. Notast þurfti við klippur til að ná fólki úr fólksbílnum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi varð áreksturinn um klukkan átta í morgun en fólk var á leið til vinnu. Var töluverð hálka á veginum.

Ekki fengust upplýsingar frá fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað um líðan hinna þriggja. Hinir tveir voru fluttir á Heilsugæsluna á Eskifirði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.