Erfitt að ná ekki sambandi við barnið sitt Una Sighvatsdóttir skrifar 2. nóvember 2015 20:00 Tveggja og hálfs árs stúlka sem ekki er með eðlilegan málþroska gæti þurft að bíða þar til hún verður fjögurra ára eftir að komast að hjá talmeinafræðingi. Foreldrar hennar óttast langvarandi áhrif á þroska hennar, fái hún ekki þá aðstoð sem hún þarf til að læra að tala. Þegar Júlía Máney Fannarsdóttir var á öðru ári fór að koma í ljós að hún fylgdi ekki jafnöldrum sínum á máltökuskeiði. Hún er mannblendin og dugleg að tjá sig en er ekki byrjuð að mynda merkingarbær orð. „Hún segir alveg nokkur orð. Hún segir mamma og pabbi, amma og afi og sjáðu. Það kemur stundum góða nótt líka þegar við erum að fara að sofa. En hún tengir ekki. Hún kallar til dæmis pabba sinn stundum mömmu eða ömmu þegar hann sækir hana á leikskólann, þannig að tengingin er ekki alveg til staðar. En hún er rosa dugleg og reynir að tjá sig, en við þurfum bara smá hjálp,“ segir Jónína Hildur Grímsdóttir, móðir Júlíu Máneyjar.Tjáir sig með myndumJúlía Máney fær tíma hjá iðjuþjálfa á leikskólanum í boði Hafnarfjarðarbæjar sem hefur skilað einhverjum árangri. Hún notar myndakerfi til að tjá sig, en hana vantar aðstoð sérfræðings í talmeinafræðum til að læra að tala. Biðlistar eru hinsvegar upp undir 20 mánuðir. Foreldrarnir segja erfitt að sitja og bíða. „Það er mjög erfitt að geta ekki náð sambandi við barnið sitt," segir Fannar Emil Jónsson, faðir Júlíu Máneyjar. „Það er erfitt að skamma manneskju sem skilur ekkert hvað þú segir. Hún fer bara að gráta og þú ert bara vondur, að geifla þig með einhverjum hljóðum og hún skilur ekki neitt."Fannar Emil Jónsson og Jónína Hildur Grímsdóttir hafa áhyggjur af því að málþroskafrávikið hafi langvarandi áhrif á dóttur þeirra fái hún ekki aðstoð sérfræðings við að læra að tala.Tjáningarleysinu fylgja reiðiköst Í raun mætti líkja stöðu Júlíu Máneyjar við það að vera staddur í ókunnugu landi þar sem enginn talar þitt tungumál. Skiljanlega reynist þetta Júlíu Máneyju erfitt þegar hún þrátt fyrir allt reynir að mynda orð. „Það fylgja þessu reiðiköst, hegðunarvandamál. Enda, hver væri ekki pirraður að geta ekki tjáð sig?" segir Jónína. Rannsóknir sýna að málþroskafrávik geta haft slæm áhrif á velgengni barna í námi þegar fram í sækir, jafnvel fram á unglingsaldur. Framtíðarhorfur þessara barna velta því á því að þau fái hjálp við hæfi. Foreldrar Júlíu Máneyjar hafa áhyggjur af því að áhrifin verði langvarandi fái hún ekki þá hjálp sem hún þarf snemma á máltökuskeiði. „Mér skilst að þetta geti orðið til þess að börn verði lesblind, fái athyglisbrest og geti stundum verið svolítið lengi að ná jafnöldrum sínum, ef þau ná þeim. Talað um alveg fram í 10. bekk í grunnskóla, ef þau eru ekki byrjuð að tala fyrir tveggja og hálfs árs aldur, ef það er ekkert byrjað að koma, eins og í hennar tilfelli," segir Fannar.Talmeinafræði nýtt nám hér á landi Skortur á talmeinafræðingum hefur verið viðvarandi vandamál í nokkur ár og fer vaxandi, því eins og fréttastofa greindi frá í síðustu viku leituðu nærri þrefalt fleiri sér aðstoðar talmeinafræðinga á síðasta ári en gerðu fyrir fimm árum. Nám í talmeinafræðum var fyrst í boði á Íslandi árið 2010 en aðeins er tekið inn í námið á annað hvert ár. Búið er að útskrifa tvo 15 manna árganga, árin 2012 og 2014 og samkvæmt upplýsingum frá Félagi talmeinafræðinga er enginn þeirra atvinnulaus í dag. Næst verður tekið inn í námið haustið 2016, en í vor útskrifast næsti árgangur með 15 nýjum talmeinafræðingum. Eftir á að koma í ljós hvort stöðugildum verði fjölgað í samræmi við það, en ljóst er að þörfin er mikil. Tengdar fréttir Nærri þrefalt fleiri leita til talmeinafræðinga Nærri þrefalt fleiri leituðu sér aðstoðar talmeinafræðinga á síðasta ári en fimm árum áður. Formaður Félags talmeinafræðinga segir um árs bið vera eftir því að komast að með börn hjá talmeinafræðingum. 25. október 2015 19:15 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira
Tveggja og hálfs árs stúlka sem ekki er með eðlilegan málþroska gæti þurft að bíða þar til hún verður fjögurra ára eftir að komast að hjá talmeinafræðingi. Foreldrar hennar óttast langvarandi áhrif á þroska hennar, fái hún ekki þá aðstoð sem hún þarf til að læra að tala. Þegar Júlía Máney Fannarsdóttir var á öðru ári fór að koma í ljós að hún fylgdi ekki jafnöldrum sínum á máltökuskeiði. Hún er mannblendin og dugleg að tjá sig en er ekki byrjuð að mynda merkingarbær orð. „Hún segir alveg nokkur orð. Hún segir mamma og pabbi, amma og afi og sjáðu. Það kemur stundum góða nótt líka þegar við erum að fara að sofa. En hún tengir ekki. Hún kallar til dæmis pabba sinn stundum mömmu eða ömmu þegar hann sækir hana á leikskólann, þannig að tengingin er ekki alveg til staðar. En hún er rosa dugleg og reynir að tjá sig, en við þurfum bara smá hjálp,“ segir Jónína Hildur Grímsdóttir, móðir Júlíu Máneyjar.Tjáir sig með myndumJúlía Máney fær tíma hjá iðjuþjálfa á leikskólanum í boði Hafnarfjarðarbæjar sem hefur skilað einhverjum árangri. Hún notar myndakerfi til að tjá sig, en hana vantar aðstoð sérfræðings í talmeinafræðum til að læra að tala. Biðlistar eru hinsvegar upp undir 20 mánuðir. Foreldrarnir segja erfitt að sitja og bíða. „Það er mjög erfitt að geta ekki náð sambandi við barnið sitt," segir Fannar Emil Jónsson, faðir Júlíu Máneyjar. „Það er erfitt að skamma manneskju sem skilur ekkert hvað þú segir. Hún fer bara að gráta og þú ert bara vondur, að geifla þig með einhverjum hljóðum og hún skilur ekki neitt."Fannar Emil Jónsson og Jónína Hildur Grímsdóttir hafa áhyggjur af því að málþroskafrávikið hafi langvarandi áhrif á dóttur þeirra fái hún ekki aðstoð sérfræðings við að læra að tala.Tjáningarleysinu fylgja reiðiköst Í raun mætti líkja stöðu Júlíu Máneyjar við það að vera staddur í ókunnugu landi þar sem enginn talar þitt tungumál. Skiljanlega reynist þetta Júlíu Máneyju erfitt þegar hún þrátt fyrir allt reynir að mynda orð. „Það fylgja þessu reiðiköst, hegðunarvandamál. Enda, hver væri ekki pirraður að geta ekki tjáð sig?" segir Jónína. Rannsóknir sýna að málþroskafrávik geta haft slæm áhrif á velgengni barna í námi þegar fram í sækir, jafnvel fram á unglingsaldur. Framtíðarhorfur þessara barna velta því á því að þau fái hjálp við hæfi. Foreldrar Júlíu Máneyjar hafa áhyggjur af því að áhrifin verði langvarandi fái hún ekki þá hjálp sem hún þarf snemma á máltökuskeiði. „Mér skilst að þetta geti orðið til þess að börn verði lesblind, fái athyglisbrest og geti stundum verið svolítið lengi að ná jafnöldrum sínum, ef þau ná þeim. Talað um alveg fram í 10. bekk í grunnskóla, ef þau eru ekki byrjuð að tala fyrir tveggja og hálfs árs aldur, ef það er ekkert byrjað að koma, eins og í hennar tilfelli," segir Fannar.Talmeinafræði nýtt nám hér á landi Skortur á talmeinafræðingum hefur verið viðvarandi vandamál í nokkur ár og fer vaxandi, því eins og fréttastofa greindi frá í síðustu viku leituðu nærri þrefalt fleiri sér aðstoðar talmeinafræðinga á síðasta ári en gerðu fyrir fimm árum. Nám í talmeinafræðum var fyrst í boði á Íslandi árið 2010 en aðeins er tekið inn í námið á annað hvert ár. Búið er að útskrifa tvo 15 manna árganga, árin 2012 og 2014 og samkvæmt upplýsingum frá Félagi talmeinafræðinga er enginn þeirra atvinnulaus í dag. Næst verður tekið inn í námið haustið 2016, en í vor útskrifast næsti árgangur með 15 nýjum talmeinafræðingum. Eftir á að koma í ljós hvort stöðugildum verði fjölgað í samræmi við það, en ljóst er að þörfin er mikil.
Tengdar fréttir Nærri þrefalt fleiri leita til talmeinafræðinga Nærri þrefalt fleiri leituðu sér aðstoðar talmeinafræðinga á síðasta ári en fimm árum áður. Formaður Félags talmeinafræðinga segir um árs bið vera eftir því að komast að með börn hjá talmeinafræðingum. 25. október 2015 19:15 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira
Nærri þrefalt fleiri leita til talmeinafræðinga Nærri þrefalt fleiri leituðu sér aðstoðar talmeinafræðinga á síðasta ári en fimm árum áður. Formaður Félags talmeinafræðinga segir um árs bið vera eftir því að komast að með börn hjá talmeinafræðingum. 25. október 2015 19:15