Óskiljanleg hækkun stýrivaxta að mati verkalýðsforingja Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2015 12:49 Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína upp í 5,75 prósent í morgun sem er þriðja stýrivaxtahækkun bankans á árinu. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir þessa hækkun óskiljanlega á sama tíma og kjarasamningar hafi ekki þrýst verðbólgunni upp eins og bankinn hafi spáð að þeir myndu gera. Stýrivextir Seðlabankans voru 4,5 prósent áður en þeir voru hækkaðir fyrst á þessu ári í júní. Bankinn hækkaði vextina svo í annað sinn í ágúst og í þriðja sinn nú í morgun um 0,25 prósentustig. Stýrivextirnir eru nú 5,75 prósent, 1,25 prósentustigi hærri en þeir voru í júní. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir undarlegt hvernig Seðlabankinn beiti sér. „Sérstaklega í ljósi þess að verðbólgan hér á landi er í sögulegu lágmarki. Hún er einungis 1,8 prósent núna samkvæmt nýjustu mælingum og hefur verið mjög stöðug um all langa hríð.Þrátt fyrir að við höfum gengið frá kjarasmningum við stóran hluta af íslensku launafólki,“ segir Vilhjálmur. Í rökstuðningi Seðlabankans segir að spáð sé 4,6 prósenta hagvexti á þessu ári og að innlend eftirspurn muni aukast um 7 prósent á árinu. Þótt verðbólga hafi að undanförnu verið minni en spáð hafi verið og undir markmiði bankans, sem stafi einkum af meiri lækkun alþjóðlegs hrávöru- og olíuverðs og hækkun á gengi krónunnar - sem hafi vegið á móti auknum verðbólguþrýstingi af innlendum toga. Verðbólguhorfur til skamms tíma séu af ofangreindum ástæðum töluvert betri en Seðlabankinn spáði í ágúst en til lengri tíma litið hafi þær lítið breyst. Og það er sú verðbólguspá sem ræður mestu um hækkun stýrivaxtanna. Vilhjálmur spár Seðlabankans um áhrif launahækkana á verðbólgu einfaldlega ekki hafa ræst. Það hafi til að mynda verið verðhjöðnun í þar síðasta mánuði upp á 0,4 prósent og verðbólga hafi einungis hækkað um 0,1 prósent í síðasta mánuði. „Þannig að þessi ákvörðun Seðlabankans er gjörsamlega óskiljanleg með öllu. Það er líka alveg með ólíkindum þegar Seðlabankinn er að bregðast við hækkunum á launum launafólks og segja að atvinnulífið eigi í erfiðleikum með að standa straum af þeim launahækkunum sem af eim hlýst spyr ég á móti: Hefur það engin áhrif að hækka álögur á t.d. á heimili og fyrirtæki þessa lands með þessum hætti sem þeir eru að gera,“ segir Vilhjálmur. En Seðabankinn skýrir einnig vaxtahækkun sína með framistöðu stjórnvalda, því í rökstuðningi bankans segir að einnig sé tekið mið af því að frumvarp til fjárlaga feli í sér nokkra slökun á aðhaldi í ríkisfjármálum að teknu tilliti til hagsveiflu. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína upp í 5,75 prósent í morgun sem er þriðja stýrivaxtahækkun bankans á árinu. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir þessa hækkun óskiljanlega á sama tíma og kjarasamningar hafi ekki þrýst verðbólgunni upp eins og bankinn hafi spáð að þeir myndu gera. Stýrivextir Seðlabankans voru 4,5 prósent áður en þeir voru hækkaðir fyrst á þessu ári í júní. Bankinn hækkaði vextina svo í annað sinn í ágúst og í þriðja sinn nú í morgun um 0,25 prósentustig. Stýrivextirnir eru nú 5,75 prósent, 1,25 prósentustigi hærri en þeir voru í júní. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir undarlegt hvernig Seðlabankinn beiti sér. „Sérstaklega í ljósi þess að verðbólgan hér á landi er í sögulegu lágmarki. Hún er einungis 1,8 prósent núna samkvæmt nýjustu mælingum og hefur verið mjög stöðug um all langa hríð.Þrátt fyrir að við höfum gengið frá kjarasmningum við stóran hluta af íslensku launafólki,“ segir Vilhjálmur. Í rökstuðningi Seðlabankans segir að spáð sé 4,6 prósenta hagvexti á þessu ári og að innlend eftirspurn muni aukast um 7 prósent á árinu. Þótt verðbólga hafi að undanförnu verið minni en spáð hafi verið og undir markmiði bankans, sem stafi einkum af meiri lækkun alþjóðlegs hrávöru- og olíuverðs og hækkun á gengi krónunnar - sem hafi vegið á móti auknum verðbólguþrýstingi af innlendum toga. Verðbólguhorfur til skamms tíma séu af ofangreindum ástæðum töluvert betri en Seðlabankinn spáði í ágúst en til lengri tíma litið hafi þær lítið breyst. Og það er sú verðbólguspá sem ræður mestu um hækkun stýrivaxtanna. Vilhjálmur spár Seðlabankans um áhrif launahækkana á verðbólgu einfaldlega ekki hafa ræst. Það hafi til að mynda verið verðhjöðnun í þar síðasta mánuði upp á 0,4 prósent og verðbólga hafi einungis hækkað um 0,1 prósent í síðasta mánuði. „Þannig að þessi ákvörðun Seðlabankans er gjörsamlega óskiljanleg með öllu. Það er líka alveg með ólíkindum þegar Seðlabankinn er að bregðast við hækkunum á launum launafólks og segja að atvinnulífið eigi í erfiðleikum með að standa straum af þeim launahækkunum sem af eim hlýst spyr ég á móti: Hefur það engin áhrif að hækka álögur á t.d. á heimili og fyrirtæki þessa lands með þessum hætti sem þeir eru að gera,“ segir Vilhjálmur. En Seðabankinn skýrir einnig vaxtahækkun sína með framistöðu stjórnvalda, því í rökstuðningi bankans segir að einnig sé tekið mið af því að frumvarp til fjárlaga feli í sér nokkra slökun á aðhaldi í ríkisfjármálum að teknu tilliti til hagsveiflu.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira