Innlent

Smábátasjómenn sagðir fá á sig þungt högg

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Skagfirðingar vilja óbreyttan byggðakvóta.
Skagfirðingar vilja óbreyttan byggðakvóta. Fréttablaðið/Pjetur
Atvinnunefnd Skagafjarðar vill að atvinnuvegaráðuneytið endurskoði ákvörðun um að fella niður byggðakvóta til Sauðárkróks og lækka kvótann úr  40 í 34 tonn.

„Nefndin fer fram á að byggðakvóta verði úthlutað til Sauðárkróks líkt og undanfarin ár þar sem niðurfelling kvótans yrði mikið högg fyrir smábátasjómenn á staðnum en sautján smábátar frá Sauðárkróki nýttu síðustu úthlutun byggðakvótans,“ segir nefndin og biður um tekið verði tillit til sérstakra aðstæðna á Hofsósi.

„Hofsós hefur átt undir högg að sækja frá því fiskvinnsla lagðist þar af og því mikilvægt að úthlutað sé auknum byggðarkvóta til byggðarlagsins líkt og gert hefur verið gagnvart byggðarlögum sem fengið hafa að taka þátt í verkefninu Brothættar byggðir á vegum Byggðastofnunar. Hofsós er á biðlista eftir að fá að taka þátt í því verkefni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×