Innlent

Enn hættuástand í Helgustaðahreppi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fylgst verður með aðstæðum í dag.
Fylgst verður með aðstæðum í dag. mynd/hlynur sveinsson
Helgustaðavegur í Eskifirði er enn lokaður af öryggisástæðum eftir vatnavexti undanfarna daga. Lögreglustjórinn á Austurlandi lýsti í fyrradag yfir hættuástandi vegna hættu á skriðuföllum, en lítil skriða fór af stað þar í gær. Fylgst verður með aðstæðum í dag og hafa ofanflóðaeftirlitsmenn sett niður GPS skrúfur sem mæla hreyfingu á jarðvegi.

Austurfrétt greinir frá því í dag að fjallshlíðin sé nokkuð laus í sér og að í henni hafi safnast fyrir mikið vatn. Svæðið sé lokað almennri umferð en þeir sem bú eða eigi eignir á svæðinu geti farið þar inn, en þurfi að láta vita af ferðum sínum.

Eitt fjárbú er á svæðinu og hestamenn eru með hús við Svínaskála.

Hlynur Sveinsson tók myndband af svæðinu í gær, en það má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×