Aron ánægður með hvernig Ólafur Stefánsson kemur inn í þjálfarateymið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2015 06:30 Aron Kristjánsson og Ólafur Stefánsson á æfingu íslenska liðsins fyrir Gullmótið í Noregi. Vísir/Anton Íslenska karlalandsliðið í handbolta varð í öðru sæti í Gulldeildinni, fjögurra þjóða æfingamótinu í Ósló, sem lauk með úrslitaleik Íslendinga og Dana í gær. Íslenska handboltalandsliðið gerði góða hluti í fyrstu æfingaleikjum liðsins fyrir Evrópumótið í Pólland í janúar en íslensku strákarnir náðu silfurverðlaunum í Gulldeildinni, æfingamóti í Ósló, þar sem liðið vann endurkomusigur á Norðmönnum og flottan sigur á ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka. Lokaleikurinn gegn Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans tapaðist reyndar með átta marka mun í gær en það er ljóst að Aron Kristjánsson gat verið ánægður með margt í leik liðsins. „Útkoman á þessu móti er fín þótt við séum ónægðir í dag með bæði byrjunina og endinn í Danaleiknum. Mótið í heild sinni er fínt og það er búin að vera góð vinna í vikunni. Nú tekur bara við gríðarlega mikil vinna fram að EM, bæði hjá leikmönnunum sjálfum og okkur sem erum að undirbúa okkur fyrir þessa mótherja,“ sagði Aron sem vill sjá leikmenn vinna vel í sínum málum. Íslenska liðið var augljóslega bensínlaust á móti Dönum í lokaleiknum í gær og það má ekki gerast á EM í Póllandi. „Leikmennirnir þurfa að passa upp á sig og koma sér í gríðarlega gott form því álagið verður mikið á Evrópumótinu,“ sagði Aron. Hann lítur svo á að íslenska landsliðið hafi eignast tvo nýja landsliðsmenn í þeim Tandra Má Konráðssyni og Guðmundi Hólmari Helgasyni sem komu óvænt inn í liðið og spiluðu saman í miðri vörninni. Árangurinn á mótinu er því enn athyglisverðari fyrir þær sakir að íslenska liðið tefldi fram þessum nýjum mönnum í vörninni. Íslenska liðið náði að vinna ríkjandi heimsmeistara í tíunda skipti í sögunni eins og kemur fram hér á síðunni. Það voru liðin þrjú ár síðan íslenska liðið vann heimsmeistarana síðast en það var eftirminnilegur sigur á Frökkum í riðlakeppni ÓL í London 2012. Strákarnir okkar hafa einnig unnið Vestur-Þjóðverja, Júgóslava, Króata og Þjóðverja á meðan þessar þjóðir hafa borið titilinn heimsmeistari í handbolta. Íslensku markverðirnir áttu báðir góða leiki í sigurleikjunum tveimur. Björgvin Páll Gústavsson lokaði markinu á móti Norðmönnum og Aron Rafn Eðvarðsson varði mjög vel í seinni hálfleik á móti Frökkunum. Flottir seinni hálfleikir í báðum leikjum færðu íslenska liðinu góða sigra. Aron er ánægður með Ólaf Stefánsson, sem er kominn á fullt inn í þjálfarateymið með honum og Gunnari Magnússyni. „Það er frábært og teymið virkar frábærlega. Samvinna okkar þriggja þjálfaranna gengur mjög vel,“ sagði Aron sáttur með stöðu mála tveimur mánuðum fyrir EM. EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk 24-32 | Strákarnir hans Guðmundar höfðu betur. Ísland tapaði með átta marka mun, 24-32, fyrir Dönum í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi. 8. nóvember 2015 21:15 Aron: Erum að fá tvo nýja varnarmenn út úr þessu móti Það var nokkuð gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska handboltalandsliðsins, þegar Vísir heyrði í honum í kvöld þrátt fyrir átta marka tap á móti Dönum. 8. nóvember 2015 22:13 Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta varð í öðru sæti í Gulldeildinni, fjögurra þjóða æfingamótinu í Ósló, sem lauk með úrslitaleik Íslendinga og Dana í gær. Íslenska handboltalandsliðið gerði góða hluti í fyrstu æfingaleikjum liðsins fyrir Evrópumótið í Pólland í janúar en íslensku strákarnir náðu silfurverðlaunum í Gulldeildinni, æfingamóti í Ósló, þar sem liðið vann endurkomusigur á Norðmönnum og flottan sigur á ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka. Lokaleikurinn gegn Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans tapaðist reyndar með átta marka mun í gær en það er ljóst að Aron Kristjánsson gat verið ánægður með margt í leik liðsins. „Útkoman á þessu móti er fín þótt við séum ónægðir í dag með bæði byrjunina og endinn í Danaleiknum. Mótið í heild sinni er fínt og það er búin að vera góð vinna í vikunni. Nú tekur bara við gríðarlega mikil vinna fram að EM, bæði hjá leikmönnunum sjálfum og okkur sem erum að undirbúa okkur fyrir þessa mótherja,“ sagði Aron sem vill sjá leikmenn vinna vel í sínum málum. Íslenska liðið var augljóslega bensínlaust á móti Dönum í lokaleiknum í gær og það má ekki gerast á EM í Póllandi. „Leikmennirnir þurfa að passa upp á sig og koma sér í gríðarlega gott form því álagið verður mikið á Evrópumótinu,“ sagði Aron. Hann lítur svo á að íslenska landsliðið hafi eignast tvo nýja landsliðsmenn í þeim Tandra Má Konráðssyni og Guðmundi Hólmari Helgasyni sem komu óvænt inn í liðið og spiluðu saman í miðri vörninni. Árangurinn á mótinu er því enn athyglisverðari fyrir þær sakir að íslenska liðið tefldi fram þessum nýjum mönnum í vörninni. Íslenska liðið náði að vinna ríkjandi heimsmeistara í tíunda skipti í sögunni eins og kemur fram hér á síðunni. Það voru liðin þrjú ár síðan íslenska liðið vann heimsmeistarana síðast en það var eftirminnilegur sigur á Frökkum í riðlakeppni ÓL í London 2012. Strákarnir okkar hafa einnig unnið Vestur-Þjóðverja, Júgóslava, Króata og Þjóðverja á meðan þessar þjóðir hafa borið titilinn heimsmeistari í handbolta. Íslensku markverðirnir áttu báðir góða leiki í sigurleikjunum tveimur. Björgvin Páll Gústavsson lokaði markinu á móti Norðmönnum og Aron Rafn Eðvarðsson varði mjög vel í seinni hálfleik á móti Frökkunum. Flottir seinni hálfleikir í báðum leikjum færðu íslenska liðinu góða sigra. Aron er ánægður með Ólaf Stefánsson, sem er kominn á fullt inn í þjálfarateymið með honum og Gunnari Magnússyni. „Það er frábært og teymið virkar frábærlega. Samvinna okkar þriggja þjálfaranna gengur mjög vel,“ sagði Aron sáttur með stöðu mála tveimur mánuðum fyrir EM.
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk 24-32 | Strákarnir hans Guðmundar höfðu betur. Ísland tapaði með átta marka mun, 24-32, fyrir Dönum í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi. 8. nóvember 2015 21:15 Aron: Erum að fá tvo nýja varnarmenn út úr þessu móti Það var nokkuð gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska handboltalandsliðsins, þegar Vísir heyrði í honum í kvöld þrátt fyrir átta marka tap á móti Dönum. 8. nóvember 2015 22:13 Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 24-32 | Strákarnir hans Guðmundar höfðu betur. Ísland tapaði með átta marka mun, 24-32, fyrir Dönum í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi. 8. nóvember 2015 21:15
Aron: Erum að fá tvo nýja varnarmenn út úr þessu móti Það var nokkuð gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska handboltalandsliðsins, þegar Vísir heyrði í honum í kvöld þrátt fyrir átta marka tap á móti Dönum. 8. nóvember 2015 22:13