Patrekur má þjálfa lið Veszprém en ekki lið í Austurríki Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. október 2015 07:00 Patrekur Jóhannesson. Vísir/AFP Ungverska stórliðið Veszprém er í leit að þjálfara þessa dagana en félagið lét þjálfara félagsins, Antonio Carlos Ortega, róa eftir að liðið náði aðeins jafntefli í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar gegn Wisla Plock. Við starfinu tók aðstoðarmaður hans, Xavi Sabate, og undir hans stjórn hefur liðið verið á mikilli siglingu enda liðið frábærlega mannað. Besta lið Evrópu að margra mati. Aron Pálmarsson er ein af stjörnum liðsins en hann kom til félagsins í sumar. Lino Cervar, fyrrum landsliðsþjálfari Króatíu, var einn af fyrstu mönnunum til að vera orðaður við starfið eftirsótta en síðan fjölgaði nöfnunum. Patrekur Jóhannesson hefur til að mynda verið orðaður við starfið.Sjá einnig:Veszprém vill fá Patrek "Ég vil ekkert vera að tala um það núna," segir Patrekur sposkur er hann er spurður út í málið. Patrekur er kominn í fullt starf hjá austurríska handknattleikssambandinu þar sem hann þjálfar karlalandslið þjóðarinnar. "Það eru margir orðaðir við starfið og ég sá að ég var þar á meðal. Það er svo sem ekkert meira um það að segja núna," segir Patrekur en er eitthvað í hans samningi við Austurríkismenn sem útilokar þann möguleika að hann taki við Veszprém? "Ég hef þjálfað bæði Hauka og Val samhliða starfinu hjá Austurríki þannig að það er ekkert sem meinar mér að þjálfa annað lið utan Austurríkis. Ég má aftur á móti ekki þjálfa neitt félag í Austurríki." Íslenskir þjálfarar hafa heldur betur verið að gera það gott í alþjóðlegum handbolta á síðustu árum og Patrekur hefur náð mjög eftirtektarverðum árangri með lið Austurríkis þannig að það þarf ekki að koma á óvart að ungverska liðið sýni honum áhuga. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Ungverska stórliðið Veszprém er í leit að þjálfara þessa dagana en félagið lét þjálfara félagsins, Antonio Carlos Ortega, róa eftir að liðið náði aðeins jafntefli í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar gegn Wisla Plock. Við starfinu tók aðstoðarmaður hans, Xavi Sabate, og undir hans stjórn hefur liðið verið á mikilli siglingu enda liðið frábærlega mannað. Besta lið Evrópu að margra mati. Aron Pálmarsson er ein af stjörnum liðsins en hann kom til félagsins í sumar. Lino Cervar, fyrrum landsliðsþjálfari Króatíu, var einn af fyrstu mönnunum til að vera orðaður við starfið eftirsótta en síðan fjölgaði nöfnunum. Patrekur Jóhannesson hefur til að mynda verið orðaður við starfið.Sjá einnig:Veszprém vill fá Patrek "Ég vil ekkert vera að tala um það núna," segir Patrekur sposkur er hann er spurður út í málið. Patrekur er kominn í fullt starf hjá austurríska handknattleikssambandinu þar sem hann þjálfar karlalandslið þjóðarinnar. "Það eru margir orðaðir við starfið og ég sá að ég var þar á meðal. Það er svo sem ekkert meira um það að segja núna," segir Patrekur en er eitthvað í hans samningi við Austurríkismenn sem útilokar þann möguleika að hann taki við Veszprém? "Ég hef þjálfað bæði Hauka og Val samhliða starfinu hjá Austurríki þannig að það er ekkert sem meinar mér að þjálfa annað lið utan Austurríkis. Ég má aftur á móti ekki þjálfa neitt félag í Austurríki." Íslenskir þjálfarar hafa heldur betur verið að gera það gott í alþjóðlegum handbolta á síðustu árum og Patrekur hefur náð mjög eftirtektarverðum árangri með lið Austurríkis þannig að það þarf ekki að koma á óvart að ungverska liðið sýni honum áhuga.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira