Forsætisráðherra sér tækifæri í yfirtöku ríksins á Íslandsbanka Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2015 21:18 Forsætisráðherra segir það geta falið í sér mikil tækifæri við mótun og endurskipulagningu fjármálakerfisins að ríkið eignist Íslandsbanka. Til greina komi að almenningi verði færður hlutur í bönkunum. Hins vegar þurfi áður eða samhliða að koma á nýju vinnumarkaðslíkan og endurskipuleggja húsnæðiskerfið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræddi meðal annars stöðu bankanna á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði berum orðum að þeir stunduðu vaxtaokur. Það væri óeðlilegt og óviðunandi að bankarnir leggðu fleiri prósenta vexti ofan á verðtryggingu sem ætlað væri að tryggja að sömu verðmæti og lánuð væru skiluðu sér með eðlilegum vöxtum. Ríkið á nú 98 prósent í Landsbankanum og miklar líkur á að það eignist jafnframt Íslandsbanka við uppgjör þrotabúa gömlu bankanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina að til greina kæmi að almenningur eignaðist um 5 prósenta hlut í bönkunum. „Þetta eru ágætis hugmyndir. Menn hafa aðeins verið að velta þessum hlutum fyrir sér. Þetta er ein þeirra leiða sem koma til greinar. Með þessu væri verið að veita eigendum bankanna , almenningi, beinna hald á eignarhaldinu. Það er eitthvað sem er alveg þess virði að skoða,” segir Sigmundur. Forsætisráðherra vill hins vegar setja framtíð bankanna í samhengi við endurskoðun á fjármálakerfi þjóðarinnar, skipulag vinnumarkaðsmála og húsnæðiskerfisins. Innan ríkisstjórnarinnar hafi menn óformlega velt fyrir sér þeirri stöðu sem komin yrði upp þegar og ef ríkið eignaðist Íslandsbanka. „Ef framheldur sem horfir og menn ná að semja um nýtt vinnumarkaðslíkan, ég bind miklar vonir við það en það kemur í ljós fljótlega; ef það gengur og við náum þeim breytingum á húsnæðismarkaðnum sem stefnt er að – þá erum við komin í aðstöðu til að breyta fjármálakerfinu mjög til hins betra,“ segir forsætisráðherra. Ef ríkið eignaðist einnig Íslandsbanka og ætti þar með tvo af stærstu bönkunum væri það komið í betri stöðu til að endurskipuleggja fjármálakerfið. En margt benti til að eignarhald kröfuhafa föllnu bankanna á núverandi viðskiptabönkum hafi þrýst vaxtarstiginu í landinu upp. „Núna þegar þetta breytist og menn klára að gera upp þessi slitabú og ríkið endurmetur stefnu sýna í málefnum bankanna og þar með talið s.k. eigendastefnu sem er lýsing á því hvernig bankar þess eiga að starfa; þá felast vissulega í því mikil tækifæri. Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnarflokkana eiga Íslandsmet í spillingu við sölu ríkisbanka Formaður Samfylkingarinnar sparar ekki stóru orðin á Alþingi. 20. október 2015 14:12 Mikilvægt að bankar séu ekki reknir eins og spilavíti Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir mikilvægt að bankarnir verði í íslenskri eigu og að þeir verði reknir fyrir samfélagið en ekki eins og spilavíti. 20. október 2015 12:52 Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Forsætisráðherra segir það geta falið í sér mikil tækifæri við mótun og endurskipulagningu fjármálakerfisins að ríkið eignist Íslandsbanka. Til greina komi að almenningi verði færður hlutur í bönkunum. Hins vegar þurfi áður eða samhliða að koma á nýju vinnumarkaðslíkan og endurskipuleggja húsnæðiskerfið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræddi meðal annars stöðu bankanna á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði berum orðum að þeir stunduðu vaxtaokur. Það væri óeðlilegt og óviðunandi að bankarnir leggðu fleiri prósenta vexti ofan á verðtryggingu sem ætlað væri að tryggja að sömu verðmæti og lánuð væru skiluðu sér með eðlilegum vöxtum. Ríkið á nú 98 prósent í Landsbankanum og miklar líkur á að það eignist jafnframt Íslandsbanka við uppgjör þrotabúa gömlu bankanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina að til greina kæmi að almenningur eignaðist um 5 prósenta hlut í bönkunum. „Þetta eru ágætis hugmyndir. Menn hafa aðeins verið að velta þessum hlutum fyrir sér. Þetta er ein þeirra leiða sem koma til greinar. Með þessu væri verið að veita eigendum bankanna , almenningi, beinna hald á eignarhaldinu. Það er eitthvað sem er alveg þess virði að skoða,” segir Sigmundur. Forsætisráðherra vill hins vegar setja framtíð bankanna í samhengi við endurskoðun á fjármálakerfi þjóðarinnar, skipulag vinnumarkaðsmála og húsnæðiskerfisins. Innan ríkisstjórnarinnar hafi menn óformlega velt fyrir sér þeirri stöðu sem komin yrði upp þegar og ef ríkið eignaðist Íslandsbanka. „Ef framheldur sem horfir og menn ná að semja um nýtt vinnumarkaðslíkan, ég bind miklar vonir við það en það kemur í ljós fljótlega; ef það gengur og við náum þeim breytingum á húsnæðismarkaðnum sem stefnt er að – þá erum við komin í aðstöðu til að breyta fjármálakerfinu mjög til hins betra,“ segir forsætisráðherra. Ef ríkið eignaðist einnig Íslandsbanka og ætti þar með tvo af stærstu bönkunum væri það komið í betri stöðu til að endurskipuleggja fjármálakerfið. En margt benti til að eignarhald kröfuhafa föllnu bankanna á núverandi viðskiptabönkum hafi þrýst vaxtarstiginu í landinu upp. „Núna þegar þetta breytist og menn klára að gera upp þessi slitabú og ríkið endurmetur stefnu sýna í málefnum bankanna og þar með talið s.k. eigendastefnu sem er lýsing á því hvernig bankar þess eiga að starfa; þá felast vissulega í því mikil tækifæri.
Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnarflokkana eiga Íslandsmet í spillingu við sölu ríkisbanka Formaður Samfylkingarinnar sparar ekki stóru orðin á Alþingi. 20. október 2015 14:12 Mikilvægt að bankar séu ekki reknir eins og spilavíti Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir mikilvægt að bankarnir verði í íslenskri eigu og að þeir verði reknir fyrir samfélagið en ekki eins og spilavíti. 20. október 2015 12:52 Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Segir ríkisstjórnarflokkana eiga Íslandsmet í spillingu við sölu ríkisbanka Formaður Samfylkingarinnar sparar ekki stóru orðin á Alþingi. 20. október 2015 14:12
Mikilvægt að bankar séu ekki reknir eins og spilavíti Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir mikilvægt að bankarnir verði í íslenskri eigu og að þeir verði reknir fyrir samfélagið en ekki eins og spilavíti. 20. október 2015 12:52
Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51