Sport

„Þjálfari Rondu er vondur maður“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ronda í hringnum.
Ronda í hringnum. vísir/getty
Dr. AnnMaria DeMars, móðir vinsælustu íþróttakonu heims í dag, Rondu Rousey, hefur aldrei þolað þjálfarann hennar og er hætt að fela það.

Þjálfari Rousey er Edmond Tarverdyan og DeMars segir að þar fari vondur maður sem hafi dottið í lukkupottinn er Ronda labbaði inn í æfingasalinn hans.

„Ég er á því að Edmond sé vondur maður og er ekki lengur hrædd við að segja það opinberlega," sagði DeMars ákveðin.

„Er hún gekk í æfingasalinn hans þá datt hann í lukkupottinn. Hún var löngu byrjuð að vinna áður en hann þjálfaði hana. Hún var líklega að vinna 99 prósent af júdó-glímunum sínum, var búinn að fá brons á Ólympíuleikunum og fleira til. Hún var heimsklassaíþróttamaður áður en hún kom til hans. Er hún kom þangað þá vildi hann samt ekki líta á hana í marga mánuði. Þannig menn eru hræðilegir þjálfarar."

DeMars segir sérstakar ástæður liggja að baki því að dóttir hennar haldi áfram að æfa hjá Tarverdyan.

„Það er bara hjátrú eins og sumir íþróttamenn spila alltaf í sömu nærbuxunum er vel gengur. Ég myndi vara hvern sem er við því að æfa hjá þessum manni. Mér finnst slæmt að hann noti hana til þess að laða að fólk og ég sagði Rondu að ég ætlaði ekki að þegja um þetta lengur."

Ronda verður næst í búrinu þann 14. nóvember er hún berst við Holly Holm í Ástralíu. Sá bardagi verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×