Segist aldrei hafa gefið grænt ljós á 250 þúsund króna bakvaktagreiðslur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2015 14:48 Eyþór Arnalds er fyrrverandi formaður stjórnar Brunavarna Árnessýslu, nú fagráðs Brunavarna Árnessýslu. Hann hætti um áramótin 2012 til 2013 eða á sama tíma og rekstrarformi og nafni var breytt. Vísir/GVA Eyþór Arnalds, fyrrverandi formaður stjórnar Brunavarna Árnessýslu, þvertekur fyrir að hafa gefið grænt ljós á að Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri og varaslökkviliðstjóri, hægri hönd Kristjáns, fengi greiddar 250 þúsund krónur á mánuði sem bakvaktagreiðslur. Kristjáni var sagt upp störfum eftir 22 ár í starfi í gær. Eyþór hætti sem formaður stjórnar í árslok 2012 en um það leyti var rekstrarforminu breytt og ný stjórn mynduð sem nú heitir Fagráð Brunavarna Árnessýslu.„Þetta kemur mjög á óvart,“ segir Eyþór um frásögn Kristjáns í fyrri frétt Vísis í dag. Þar fullyrti Kristján að Eyþór hefði gefið grænt ljós á bakvaktagreiðslur á meðan hann gegndi formennsku. „Allar launagreiðslur voru ræddar og samþykktar í stjórn enda er um sameiginlega ákvörðun að ræða. Það er enginn einn sem tekur slíkur ákvarðanir,“ segir Eyþór.Ari Björn Thorarensen, formaður fagráðs Brunavarna Árnessýslu.Ekkert rætt umfram það sem samþykkt var í stjórn Ari Björn Thorarensen, formaður fagráðsins, sagði við Vísi fyrr í dag að upp hefði komist um ósamþykktu bakvaktagreiðslurnar í vor. Greiðslurnar hefðu hafist í maí 2014 og slökkviliðsstjóra og aðstoðarmanni greidd auka 250 þúsund krónur afturvikt frá áramótum. Aðspurður hvort Eyþór hafi gefið Kristjáni vilyrði fyrir umræddum bakvaktagreiðslum segir Eyþór það af og frá. Bendir hann á að greiðslurnar hefjist ári eftir að hann láti af stjórn og rekstrarformi breytt. „Það er alveg á hreinu að öll laun voru rædd í stjórn og samþykkt og ekkert umfram það.“ Launagreiðslurnar hafa ekki verið tilkynntar til lögreglu. Ari telur að Kristján muni höfða mál vegna þess sem slökkviliðsstjórinn telur vera ólögmæta uppsögn. Það sé það ferli sem málið muni að líkindum fara í. Kristján er kominn með lögmann í málið. Tengdar fréttir Slökkviliðsstjóri með 22 ára reynslu rekinn vegna ósamþykktrar 250 þúsund króna launahækkunar Fagráð Brunavarna Árnessýslu telur Kristján Einarsson hafa hækkað laun sín og aðstoðarmanns um 250 þúsund krónur án heimildar. Kristján segir Eyþór Arnalds hafa gefið grænt ljós á hækkanir. 15. október 2015 13:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Eyþór Arnalds, fyrrverandi formaður stjórnar Brunavarna Árnessýslu, þvertekur fyrir að hafa gefið grænt ljós á að Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri og varaslökkviliðstjóri, hægri hönd Kristjáns, fengi greiddar 250 þúsund krónur á mánuði sem bakvaktagreiðslur. Kristjáni var sagt upp störfum eftir 22 ár í starfi í gær. Eyþór hætti sem formaður stjórnar í árslok 2012 en um það leyti var rekstrarforminu breytt og ný stjórn mynduð sem nú heitir Fagráð Brunavarna Árnessýslu.„Þetta kemur mjög á óvart,“ segir Eyþór um frásögn Kristjáns í fyrri frétt Vísis í dag. Þar fullyrti Kristján að Eyþór hefði gefið grænt ljós á bakvaktagreiðslur á meðan hann gegndi formennsku. „Allar launagreiðslur voru ræddar og samþykktar í stjórn enda er um sameiginlega ákvörðun að ræða. Það er enginn einn sem tekur slíkur ákvarðanir,“ segir Eyþór.Ari Björn Thorarensen, formaður fagráðs Brunavarna Árnessýslu.Ekkert rætt umfram það sem samþykkt var í stjórn Ari Björn Thorarensen, formaður fagráðsins, sagði við Vísi fyrr í dag að upp hefði komist um ósamþykktu bakvaktagreiðslurnar í vor. Greiðslurnar hefðu hafist í maí 2014 og slökkviliðsstjóra og aðstoðarmanni greidd auka 250 þúsund krónur afturvikt frá áramótum. Aðspurður hvort Eyþór hafi gefið Kristjáni vilyrði fyrir umræddum bakvaktagreiðslum segir Eyþór það af og frá. Bendir hann á að greiðslurnar hefjist ári eftir að hann láti af stjórn og rekstrarformi breytt. „Það er alveg á hreinu að öll laun voru rædd í stjórn og samþykkt og ekkert umfram það.“ Launagreiðslurnar hafa ekki verið tilkynntar til lögreglu. Ari telur að Kristján muni höfða mál vegna þess sem slökkviliðsstjórinn telur vera ólögmæta uppsögn. Það sé það ferli sem málið muni að líkindum fara í. Kristján er kominn með lögmann í málið.
Tengdar fréttir Slökkviliðsstjóri með 22 ára reynslu rekinn vegna ósamþykktrar 250 þúsund króna launahækkunar Fagráð Brunavarna Árnessýslu telur Kristján Einarsson hafa hækkað laun sín og aðstoðarmanns um 250 þúsund krónur án heimildar. Kristján segir Eyþór Arnalds hafa gefið grænt ljós á hækkanir. 15. október 2015 13:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Slökkviliðsstjóri með 22 ára reynslu rekinn vegna ósamþykktrar 250 þúsund króna launahækkunar Fagráð Brunavarna Árnessýslu telur Kristján Einarsson hafa hækkað laun sín og aðstoðarmanns um 250 þúsund krónur án heimildar. Kristján segir Eyþór Arnalds hafa gefið grænt ljós á hækkanir. 15. október 2015 13:30