Segist aldrei hafa gefið grænt ljós á 250 þúsund króna bakvaktagreiðslur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2015 14:48 Eyþór Arnalds er fyrrverandi formaður stjórnar Brunavarna Árnessýslu, nú fagráðs Brunavarna Árnessýslu. Hann hætti um áramótin 2012 til 2013 eða á sama tíma og rekstrarformi og nafni var breytt. Vísir/GVA Eyþór Arnalds, fyrrverandi formaður stjórnar Brunavarna Árnessýslu, þvertekur fyrir að hafa gefið grænt ljós á að Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri og varaslökkviliðstjóri, hægri hönd Kristjáns, fengi greiddar 250 þúsund krónur á mánuði sem bakvaktagreiðslur. Kristjáni var sagt upp störfum eftir 22 ár í starfi í gær. Eyþór hætti sem formaður stjórnar í árslok 2012 en um það leyti var rekstrarforminu breytt og ný stjórn mynduð sem nú heitir Fagráð Brunavarna Árnessýslu.„Þetta kemur mjög á óvart,“ segir Eyþór um frásögn Kristjáns í fyrri frétt Vísis í dag. Þar fullyrti Kristján að Eyþór hefði gefið grænt ljós á bakvaktagreiðslur á meðan hann gegndi formennsku. „Allar launagreiðslur voru ræddar og samþykktar í stjórn enda er um sameiginlega ákvörðun að ræða. Það er enginn einn sem tekur slíkur ákvarðanir,“ segir Eyþór.Ari Björn Thorarensen, formaður fagráðs Brunavarna Árnessýslu.Ekkert rætt umfram það sem samþykkt var í stjórn Ari Björn Thorarensen, formaður fagráðsins, sagði við Vísi fyrr í dag að upp hefði komist um ósamþykktu bakvaktagreiðslurnar í vor. Greiðslurnar hefðu hafist í maí 2014 og slökkviliðsstjóra og aðstoðarmanni greidd auka 250 þúsund krónur afturvikt frá áramótum. Aðspurður hvort Eyþór hafi gefið Kristjáni vilyrði fyrir umræddum bakvaktagreiðslum segir Eyþór það af og frá. Bendir hann á að greiðslurnar hefjist ári eftir að hann láti af stjórn og rekstrarformi breytt. „Það er alveg á hreinu að öll laun voru rædd í stjórn og samþykkt og ekkert umfram það.“ Launagreiðslurnar hafa ekki verið tilkynntar til lögreglu. Ari telur að Kristján muni höfða mál vegna þess sem slökkviliðsstjórinn telur vera ólögmæta uppsögn. Það sé það ferli sem málið muni að líkindum fara í. Kristján er kominn með lögmann í málið. Tengdar fréttir Slökkviliðsstjóri með 22 ára reynslu rekinn vegna ósamþykktrar 250 þúsund króna launahækkunar Fagráð Brunavarna Árnessýslu telur Kristján Einarsson hafa hækkað laun sín og aðstoðarmanns um 250 þúsund krónur án heimildar. Kristján segir Eyþór Arnalds hafa gefið grænt ljós á hækkanir. 15. október 2015 13:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Eyþór Arnalds, fyrrverandi formaður stjórnar Brunavarna Árnessýslu, þvertekur fyrir að hafa gefið grænt ljós á að Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri og varaslökkviliðstjóri, hægri hönd Kristjáns, fengi greiddar 250 þúsund krónur á mánuði sem bakvaktagreiðslur. Kristjáni var sagt upp störfum eftir 22 ár í starfi í gær. Eyþór hætti sem formaður stjórnar í árslok 2012 en um það leyti var rekstrarforminu breytt og ný stjórn mynduð sem nú heitir Fagráð Brunavarna Árnessýslu.„Þetta kemur mjög á óvart,“ segir Eyþór um frásögn Kristjáns í fyrri frétt Vísis í dag. Þar fullyrti Kristján að Eyþór hefði gefið grænt ljós á bakvaktagreiðslur á meðan hann gegndi formennsku. „Allar launagreiðslur voru ræddar og samþykktar í stjórn enda er um sameiginlega ákvörðun að ræða. Það er enginn einn sem tekur slíkur ákvarðanir,“ segir Eyþór.Ari Björn Thorarensen, formaður fagráðs Brunavarna Árnessýslu.Ekkert rætt umfram það sem samþykkt var í stjórn Ari Björn Thorarensen, formaður fagráðsins, sagði við Vísi fyrr í dag að upp hefði komist um ósamþykktu bakvaktagreiðslurnar í vor. Greiðslurnar hefðu hafist í maí 2014 og slökkviliðsstjóra og aðstoðarmanni greidd auka 250 þúsund krónur afturvikt frá áramótum. Aðspurður hvort Eyþór hafi gefið Kristjáni vilyrði fyrir umræddum bakvaktagreiðslum segir Eyþór það af og frá. Bendir hann á að greiðslurnar hefjist ári eftir að hann láti af stjórn og rekstrarformi breytt. „Það er alveg á hreinu að öll laun voru rædd í stjórn og samþykkt og ekkert umfram það.“ Launagreiðslurnar hafa ekki verið tilkynntar til lögreglu. Ari telur að Kristján muni höfða mál vegna þess sem slökkviliðsstjórinn telur vera ólögmæta uppsögn. Það sé það ferli sem málið muni að líkindum fara í. Kristján er kominn með lögmann í málið.
Tengdar fréttir Slökkviliðsstjóri með 22 ára reynslu rekinn vegna ósamþykktrar 250 þúsund króna launahækkunar Fagráð Brunavarna Árnessýslu telur Kristján Einarsson hafa hækkað laun sín og aðstoðarmanns um 250 þúsund krónur án heimildar. Kristján segir Eyþór Arnalds hafa gefið grænt ljós á hækkanir. 15. október 2015 13:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Slökkviliðsstjóri með 22 ára reynslu rekinn vegna ósamþykktrar 250 þúsund króna launahækkunar Fagráð Brunavarna Árnessýslu telur Kristján Einarsson hafa hækkað laun sín og aðstoðarmanns um 250 þúsund krónur án heimildar. Kristján segir Eyþór Arnalds hafa gefið grænt ljós á hækkanir. 15. október 2015 13:30