Kæri Brynjar, kæri Össur ofl. Einar G. Harðarsson skrifar 18. október 2015 21:11 Í júní síðastliðnum voru samþykkt ný lög á Alþingi um fasteigna og skipasala. Við atkvæðagreiðslu voru 47 þingmenn sem sögðu já, 2 greiddu ekki atkvæði en 14 voru fjarstaddir og löginn voru svo birt skömmu síðar sem lög nr. 70/2015. Lögin voru mikil breyting frá fyrri lögum og tekið nokkuð fast á þeim göllum og holum sem voru á fyrri lögum. Þar á meðal leppun sölumanna til að geta starfað eins og menntaðir fasteignasalar. Sumar fasteignasölur hafa gert litlar breytinga til að samræmast lögunum. Hugsanlega hafa þær verið að bíða eftir reglugerð til að fá nánari skýringar hvernig skuli starfa eftir nýju lögunum og samkvæmt reglugerð. Það gerðist svo núna í október að birt voru drög að reglugerð. Drögin taka ákveðið á þeim þáttum laganna sem snýr að meintri leppun og störfum sölumanna. Nú „hrukku“ menn upp við þann möguleika að þurfa hugsanlega að gera umtalsverðar breytingar á rekstri í fasteignasölu sem var þó löngu tímabært. Brynjar Níelsson og Össur Skarphéðinsson ofl. hafa tekið upp hanskann fyrir sölumenn og gera nokkuð úr því að um 250 sölumenn verði atvinnulausir við þessi lög (reglugerð)og boða að leggja til breytingar á lögunum. Þessi tala er úr lausu loft gripin og getur eins verið 25 þegar hluti þessara manna hefur farið í nám eða starfa áfram sem aðstoðarmenn fasteignasala. Undirritaður fær ekki séð hvernig hægt er að breyta þessum lögum með öðrum hætti en að snúa aftur til fortíðar. Hægt er að milda reglugerðina eitthvað en ekki í veigamiklum atriðum. Vert er að geta þess hér að mikil almenn ánægja er úti í samfélaginu með hin nýju lög og standa Neytendasamtökin m.a. þétt að baki þeim. Á síðasta ári skrifaði ég grein um störf fasteignasala og sölumanna sem birtist hér á Visir.is og heitir Hver er fasteignasali? Þar segir m.a. „Starfsfólk sem starfar í fasteignaviðskiptum er að mínu mati þrískipt.“Í grunninn eru löggiltir fasteignasalar, þ.e. fasteignasalar sem eru um 200 aðilar með full réttindi. Hægt er að ljúka námi á tveimur árum við HÍ (90 ECTS-einingar). Fasteignasalar hafa háar og dýrar tryggingar á bak við sig til að bæta skaða ef þeir valda tjóni og greiða há félagsgjöld til Félags Fasteignasala og einnig há gjöld til eftirlitsnefndar fasteignasala. Næsta lag má kalla rótgróna sölufulltrúa sem eru um 200 manns sem hafa haft fasteignasölu að aðalatvinnu í mörg ár. Þeir greiða engar tryggingar, félagsgjöld né gjöld til eftirlitnefndar. Þessir aðilar geta verið ómenntaðir og engar kröfur eru gerðar um ábyrgð. Svo kemur þriðja lagið sem samanstendur af um 100-500 óvönum starfsmönnum sem eru oft blautir á bak við eyrun. Þetta eru t.d. byggingamenn, lagermenn, skrifstofufólk, húsmæður eða hver annar sem verða vill. Þeir kaupa sér lakkskó, lakkrísbindi og jakkaföt í t.d. Dressmann og fara síðan út á markaðinn sem „fasteignasalar“. Fjöldi þessa hóps fer algerlega eftir því hvernig fasteignamarkaðurinn er. Ef hann er á uppleið hrúgast menn og konur inn á fasteignasölur til að selja eignir en hætta fljótt þegar harðna fer á dalnum“. Þessi hópur ber heldur enga ábyrgð. Hinn almenni maður þekkir ekki mun á þessu fólki þegar það kynnir sig. Í augum almennings eru þetta allt fasteignasalar. Algengt er að allir hafi sömu laun, þ.e. prósentur af sölu, og sinni að mestu sömu störfum. Vilja menn fara í þennan farveg aftur? Vonandi hafa Brynjar, Össur og fl. gert sér grein fyrir hvað margir löggiltir fasteignasalar eru menntaðir sem slíkir en starfa ekki í greininni m.a. vegna þess að starfsumhverfi hefur verið óviðunandi. Hafa Brynjar, Össur ofl. gert sér grein fyrir því að það hefur fjölgað í stétt Löggiltra fasteignasala úr um 200 þegar ofanrituð grein var skrifuð 2014 í 350 löggilta fasteignasala nú. Bæði vegna þess að „gamlir“ fasteignasalar sjá von í að hefja störf aftur í bættu umhverfi og einnig vegna þess að fasteignasala er talin það sérhæft fag að lögmenn fá ekki lengur réttindi án sérnáms til fasteignasölu og sóttu um löggildingu áður en lögin tóku gildi. Það er alltaf átakanlegt þegar fólk missir vinnu og ber að taka eins mikið tillit til þess og hægt er. Talað er um að 200-250 sölumenn missi vinnu við lögin og reglugerðina en sem allt eins getur verið 20-25 þegar upp er staðið. Á stuttum tíma hefur hins vegar átt sér stað fjölgun upp á 150 mans, sem eru löggiltir fasteignasalar í greininni. Hverjir eiga þá að ganga fyrir um störfin? Þeir sem eru nýir menntaðir löggiltir fasteignasalar og hafa hugsanlega mikla reynslu að baki sem sölumenn eða ómenntaðir sölumenn? Spurningar vakna um hvernig eigi að vinna úr svona breytingum og hvað mikið tillit á að taka til þeirra. Talað er um að þeir sem eru í námi til löggildingar fái meiri rétt en þeir sem eru ekki í námi. Það er eflaust að hluta til rétt en þá má einnig spyrja á maður sem hefur nám til bílprófs að fá að keyra bíl strax. Hvert leiða svona spor okkur? Talað er um að koma upp styttra námi fyrir þennan 250 manna hóp? Hvert er þá framhaldið? Það yrði flókið. Í stað þess að flækja mál á að einfalda þau. Þegar um breytingar sem þessar eiga sér stað vegna breytinga á lögum eða reglugerðum þá hefur oft verið farin millileið til að auðvelda þeim sem „missa“ réttindi að geta starfað áfram við sín störf. Auðveldast og einfaldast er að leyfa öllum þeim sem starfað hafa við fasteignasölu (sölumönnum) að fara í nám til fasteignasölu og þreyta þar próf eins og aðrir hafa þurft að gera. Horfa má t.d. framhjá undirbúningsmenntun sem hefur verið fótakefli hjá sumum og jafnvel leyfa mönnum að greiða námsgjöldin á lengri tíma en verið hefur ef það hjálpar. Gera verður ráð fyrir að þeir sem starfað hafa við greinina í langan tíma hafi unnið sér inn þá þekkingu með störfum sínum að þau hjálpi að einhverju leiti við að fleyta fólki í gegn um námið. Við viljum einnig og eigum að fylgja reglum og kröfum sem gerðar eru á hinum norðurlöndunum um sömu menntun eins og t.d. í Noregi. Þar er háskólanám til löggildingar fasteignasala 5-6 ár. Það getur aldrei verið keppikefli stjórnvalda né annarra að gera menn atvinnulausa. Heldur þvert á móti að gera menn hæfari til að gegna störfum sem verða æ flóknari og vandasamari í síbreytilegri veröld. Einar G. Harðarson, Löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í júní síðastliðnum voru samþykkt ný lög á Alþingi um fasteigna og skipasala. Við atkvæðagreiðslu voru 47 þingmenn sem sögðu já, 2 greiddu ekki atkvæði en 14 voru fjarstaddir og löginn voru svo birt skömmu síðar sem lög nr. 70/2015. Lögin voru mikil breyting frá fyrri lögum og tekið nokkuð fast á þeim göllum og holum sem voru á fyrri lögum. Þar á meðal leppun sölumanna til að geta starfað eins og menntaðir fasteignasalar. Sumar fasteignasölur hafa gert litlar breytinga til að samræmast lögunum. Hugsanlega hafa þær verið að bíða eftir reglugerð til að fá nánari skýringar hvernig skuli starfa eftir nýju lögunum og samkvæmt reglugerð. Það gerðist svo núna í október að birt voru drög að reglugerð. Drögin taka ákveðið á þeim þáttum laganna sem snýr að meintri leppun og störfum sölumanna. Nú „hrukku“ menn upp við þann möguleika að þurfa hugsanlega að gera umtalsverðar breytingar á rekstri í fasteignasölu sem var þó löngu tímabært. Brynjar Níelsson og Össur Skarphéðinsson ofl. hafa tekið upp hanskann fyrir sölumenn og gera nokkuð úr því að um 250 sölumenn verði atvinnulausir við þessi lög (reglugerð)og boða að leggja til breytingar á lögunum. Þessi tala er úr lausu loft gripin og getur eins verið 25 þegar hluti þessara manna hefur farið í nám eða starfa áfram sem aðstoðarmenn fasteignasala. Undirritaður fær ekki séð hvernig hægt er að breyta þessum lögum með öðrum hætti en að snúa aftur til fortíðar. Hægt er að milda reglugerðina eitthvað en ekki í veigamiklum atriðum. Vert er að geta þess hér að mikil almenn ánægja er úti í samfélaginu með hin nýju lög og standa Neytendasamtökin m.a. þétt að baki þeim. Á síðasta ári skrifaði ég grein um störf fasteignasala og sölumanna sem birtist hér á Visir.is og heitir Hver er fasteignasali? Þar segir m.a. „Starfsfólk sem starfar í fasteignaviðskiptum er að mínu mati þrískipt.“Í grunninn eru löggiltir fasteignasalar, þ.e. fasteignasalar sem eru um 200 aðilar með full réttindi. Hægt er að ljúka námi á tveimur árum við HÍ (90 ECTS-einingar). Fasteignasalar hafa háar og dýrar tryggingar á bak við sig til að bæta skaða ef þeir valda tjóni og greiða há félagsgjöld til Félags Fasteignasala og einnig há gjöld til eftirlitsnefndar fasteignasala. Næsta lag má kalla rótgróna sölufulltrúa sem eru um 200 manns sem hafa haft fasteignasölu að aðalatvinnu í mörg ár. Þeir greiða engar tryggingar, félagsgjöld né gjöld til eftirlitnefndar. Þessir aðilar geta verið ómenntaðir og engar kröfur eru gerðar um ábyrgð. Svo kemur þriðja lagið sem samanstendur af um 100-500 óvönum starfsmönnum sem eru oft blautir á bak við eyrun. Þetta eru t.d. byggingamenn, lagermenn, skrifstofufólk, húsmæður eða hver annar sem verða vill. Þeir kaupa sér lakkskó, lakkrísbindi og jakkaföt í t.d. Dressmann og fara síðan út á markaðinn sem „fasteignasalar“. Fjöldi þessa hóps fer algerlega eftir því hvernig fasteignamarkaðurinn er. Ef hann er á uppleið hrúgast menn og konur inn á fasteignasölur til að selja eignir en hætta fljótt þegar harðna fer á dalnum“. Þessi hópur ber heldur enga ábyrgð. Hinn almenni maður þekkir ekki mun á þessu fólki þegar það kynnir sig. Í augum almennings eru þetta allt fasteignasalar. Algengt er að allir hafi sömu laun, þ.e. prósentur af sölu, og sinni að mestu sömu störfum. Vilja menn fara í þennan farveg aftur? Vonandi hafa Brynjar, Össur og fl. gert sér grein fyrir hvað margir löggiltir fasteignasalar eru menntaðir sem slíkir en starfa ekki í greininni m.a. vegna þess að starfsumhverfi hefur verið óviðunandi. Hafa Brynjar, Össur ofl. gert sér grein fyrir því að það hefur fjölgað í stétt Löggiltra fasteignasala úr um 200 þegar ofanrituð grein var skrifuð 2014 í 350 löggilta fasteignasala nú. Bæði vegna þess að „gamlir“ fasteignasalar sjá von í að hefja störf aftur í bættu umhverfi og einnig vegna þess að fasteignasala er talin það sérhæft fag að lögmenn fá ekki lengur réttindi án sérnáms til fasteignasölu og sóttu um löggildingu áður en lögin tóku gildi. Það er alltaf átakanlegt þegar fólk missir vinnu og ber að taka eins mikið tillit til þess og hægt er. Talað er um að 200-250 sölumenn missi vinnu við lögin og reglugerðina en sem allt eins getur verið 20-25 þegar upp er staðið. Á stuttum tíma hefur hins vegar átt sér stað fjölgun upp á 150 mans, sem eru löggiltir fasteignasalar í greininni. Hverjir eiga þá að ganga fyrir um störfin? Þeir sem eru nýir menntaðir löggiltir fasteignasalar og hafa hugsanlega mikla reynslu að baki sem sölumenn eða ómenntaðir sölumenn? Spurningar vakna um hvernig eigi að vinna úr svona breytingum og hvað mikið tillit á að taka til þeirra. Talað er um að þeir sem eru í námi til löggildingar fái meiri rétt en þeir sem eru ekki í námi. Það er eflaust að hluta til rétt en þá má einnig spyrja á maður sem hefur nám til bílprófs að fá að keyra bíl strax. Hvert leiða svona spor okkur? Talað er um að koma upp styttra námi fyrir þennan 250 manna hóp? Hvert er þá framhaldið? Það yrði flókið. Í stað þess að flækja mál á að einfalda þau. Þegar um breytingar sem þessar eiga sér stað vegna breytinga á lögum eða reglugerðum þá hefur oft verið farin millileið til að auðvelda þeim sem „missa“ réttindi að geta starfað áfram við sín störf. Auðveldast og einfaldast er að leyfa öllum þeim sem starfað hafa við fasteignasölu (sölumönnum) að fara í nám til fasteignasölu og þreyta þar próf eins og aðrir hafa þurft að gera. Horfa má t.d. framhjá undirbúningsmenntun sem hefur verið fótakefli hjá sumum og jafnvel leyfa mönnum að greiða námsgjöldin á lengri tíma en verið hefur ef það hjálpar. Gera verður ráð fyrir að þeir sem starfað hafa við greinina í langan tíma hafi unnið sér inn þá þekkingu með störfum sínum að þau hjálpi að einhverju leiti við að fleyta fólki í gegn um námið. Við viljum einnig og eigum að fylgja reglum og kröfum sem gerðar eru á hinum norðurlöndunum um sömu menntun eins og t.d. í Noregi. Þar er háskólanám til löggildingar fasteignasala 5-6 ár. Það getur aldrei verið keppikefli stjórnvalda né annarra að gera menn atvinnulausa. Heldur þvert á móti að gera menn hæfari til að gegna störfum sem verða æ flóknari og vandasamari í síbreytilegri veröld. Einar G. Harðarson, Löggiltur fasteignasali.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar