Hver er fasteignasali? Einar G. Harðarson skrifar 31. janúar 2014 06:00 Starfsfólk sem starfar í fasteignaviðskiptum er að mínu mati þrískipt. Í grunninn eru löggiltir fasteignasalar, þ.e. fasteignasalar sem eru um 200 aðilar með full réttindi. Hægt er að ljúka námi á tveimur árum við HÍ (80-90 ECTS-einingar). Löggildingarnám er af mörgum talið erfitt nám og krafist er hærri meðaleinkunnar en í flestu öðru háskólanámi við HÍ eða meðaleinkunnar að lágmarki sjö. Námið er að mestu byggt upp á lögfræði, hagfræði o.fl. Síðan er farið fram á 12 mánaða starfsreynslu á fasteignasölu áður en viðkomandi getur fengið löggildingu sem fasteignasali. Einnig má viðkomandi aldrei, samkvæmt lögum, hafa orðið gjaldþrota, til að öðlast löggildingu en hægt er að fá undanþágu frá því eftir 5 ár. Tryggingu til að bæta hugsanlegt tjón er skylda að hafa til að öðlast löggildingu. Tryggingafélög gera kröfu um að viðkomandi sé ekki á vanskilaskrá til að hann fái tryggingu. Næsta lag má kalla rótgróna sölufulltrúa sem eru um 200 manns sem hafa haft fasteignasölu að aðalatvinnu í mörg ár. Þessir aðilar geta verið ómenntaðir og engar kröfur eru gerðar um neitt annað. Í flestum tilvikum eru þeir sölumenn sem endast í starfinu hinir bestu menn, vandvirkir og standa vel undir flestum kröfum sem sölufulltrúar og koma vel fram fyrir hönd fasteignasalans. Svo kemur þriðja lagið sem samanstendur af um 100-500 óvönum starfsmönnum sem eru oft blautir á bak við eyrun. Þetta eru t.d. byggingamenn, lagermenn, skrifstofufólk, húsmæður eða hver annar sem verða vill. Þeir kaupa sér lakkskó, lakkrísbindi og jakkaföt í t.d. Dressmann og fara síðan út á markaðinn sem „fasteignasalar“. Fjöldi þessa hóps fer algerlega eftir því hvernig fasteignamarkaðurinn er. Ef hann er á uppleið hrúgast menn og konur inn á fasteignasölur til að selja eignir en hætta fljótt þegar harðna fer á dalnum. Hinn almenni maður þekkir ekki mun á þessu fólki og fyrrnefndum hópum þegar það kynnir sig. Í augum almennings eru þetta allt fasteignasalar. Algengt er að allir hafi sömu laun, þ.e. prósentur af sölu, og sinni að mestu sömu störfum.Óskýrar reglur Lög um fasteignsala nr. 99 voru sett árið 2004. Þau kveða á um hvað fasteignasali er og á að gera og hvað aðrir mega ekki gera. Hvorki lögin né reglugerðir eru hins vegar nægilega skýr svo það hefur verið nokkuð auðvelt að túlka lögin eftir hentisemi. Endurskoðun laganna átti að fara fram fyrir árið 2008 en það hefur ekki gerst ennþá. Þó hefur verið skipuð eftirlitsnefnd fasteignasala samkvæmt þessum lögum og er hún við störf núna. Nefndin gaf fasteignasölum frest til að fara eftir lögunum, eins og nefndin túlkar þau, til 1. nóvember 2013. Það heyrir til nokkurra tíðinda að lægra yfirvald en Alþingi gefi frest á að fara eftir lögum. Hvernig er það hægt? Það þekkist varla á öðrum stöðum eða löndum að menn geti brotið lög í dag eins og hver vill en eftir einhvern ákveðinn tíma verða allir að fara eftir þeim. Lögin tóku gildi árið 2004, ekki í gær. Eftirlitsnefndin hefur úrskurðað í mörgum málum en hins vegar er sá galli á gjöf Njarðar að úrskurðir eru ekki birtir svo enginn fær að vita hvernig þeir eru nema þær persónur sem eiga að fara eftir úrskurðunum. Stjórnmálamenn virðast ekki hafa haft bein í nefinu til að taka alvarlega á þessu máli. Flest mistök í fasteignaviðskiptum verða þegar ómenntaðir menn eru að vinna vinnu fasteignasala og meðhöndla gögn sem eiga eingöngu að vera meðhöndluð af fasteignasölum samkvæmt lögum. Þar má nefna skoðun og verðmat eigna, tilboð (sem er löggerningur og bindandi samningur), alls konar ráðgjöf og skjalagerð. Í kjölfarið þarf svo löggilti fasteignasalinn að hnoða saman kaupsamningi og úr verður tómt klúður, málaferli og oft fjárhagslegt tjón fyrir marga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Starfsfólk sem starfar í fasteignaviðskiptum er að mínu mati þrískipt. Í grunninn eru löggiltir fasteignasalar, þ.e. fasteignasalar sem eru um 200 aðilar með full réttindi. Hægt er að ljúka námi á tveimur árum við HÍ (80-90 ECTS-einingar). Löggildingarnám er af mörgum talið erfitt nám og krafist er hærri meðaleinkunnar en í flestu öðru háskólanámi við HÍ eða meðaleinkunnar að lágmarki sjö. Námið er að mestu byggt upp á lögfræði, hagfræði o.fl. Síðan er farið fram á 12 mánaða starfsreynslu á fasteignasölu áður en viðkomandi getur fengið löggildingu sem fasteignasali. Einnig má viðkomandi aldrei, samkvæmt lögum, hafa orðið gjaldþrota, til að öðlast löggildingu en hægt er að fá undanþágu frá því eftir 5 ár. Tryggingu til að bæta hugsanlegt tjón er skylda að hafa til að öðlast löggildingu. Tryggingafélög gera kröfu um að viðkomandi sé ekki á vanskilaskrá til að hann fái tryggingu. Næsta lag má kalla rótgróna sölufulltrúa sem eru um 200 manns sem hafa haft fasteignasölu að aðalatvinnu í mörg ár. Þessir aðilar geta verið ómenntaðir og engar kröfur eru gerðar um neitt annað. Í flestum tilvikum eru þeir sölumenn sem endast í starfinu hinir bestu menn, vandvirkir og standa vel undir flestum kröfum sem sölufulltrúar og koma vel fram fyrir hönd fasteignasalans. Svo kemur þriðja lagið sem samanstendur af um 100-500 óvönum starfsmönnum sem eru oft blautir á bak við eyrun. Þetta eru t.d. byggingamenn, lagermenn, skrifstofufólk, húsmæður eða hver annar sem verða vill. Þeir kaupa sér lakkskó, lakkrísbindi og jakkaföt í t.d. Dressmann og fara síðan út á markaðinn sem „fasteignasalar“. Fjöldi þessa hóps fer algerlega eftir því hvernig fasteignamarkaðurinn er. Ef hann er á uppleið hrúgast menn og konur inn á fasteignasölur til að selja eignir en hætta fljótt þegar harðna fer á dalnum. Hinn almenni maður þekkir ekki mun á þessu fólki og fyrrnefndum hópum þegar það kynnir sig. Í augum almennings eru þetta allt fasteignasalar. Algengt er að allir hafi sömu laun, þ.e. prósentur af sölu, og sinni að mestu sömu störfum.Óskýrar reglur Lög um fasteignsala nr. 99 voru sett árið 2004. Þau kveða á um hvað fasteignasali er og á að gera og hvað aðrir mega ekki gera. Hvorki lögin né reglugerðir eru hins vegar nægilega skýr svo það hefur verið nokkuð auðvelt að túlka lögin eftir hentisemi. Endurskoðun laganna átti að fara fram fyrir árið 2008 en það hefur ekki gerst ennþá. Þó hefur verið skipuð eftirlitsnefnd fasteignasala samkvæmt þessum lögum og er hún við störf núna. Nefndin gaf fasteignasölum frest til að fara eftir lögunum, eins og nefndin túlkar þau, til 1. nóvember 2013. Það heyrir til nokkurra tíðinda að lægra yfirvald en Alþingi gefi frest á að fara eftir lögum. Hvernig er það hægt? Það þekkist varla á öðrum stöðum eða löndum að menn geti brotið lög í dag eins og hver vill en eftir einhvern ákveðinn tíma verða allir að fara eftir þeim. Lögin tóku gildi árið 2004, ekki í gær. Eftirlitsnefndin hefur úrskurðað í mörgum málum en hins vegar er sá galli á gjöf Njarðar að úrskurðir eru ekki birtir svo enginn fær að vita hvernig þeir eru nema þær persónur sem eiga að fara eftir úrskurðunum. Stjórnmálamenn virðast ekki hafa haft bein í nefinu til að taka alvarlega á þessu máli. Flest mistök í fasteignaviðskiptum verða þegar ómenntaðir menn eru að vinna vinnu fasteignasala og meðhöndla gögn sem eiga eingöngu að vera meðhöndluð af fasteignasölum samkvæmt lögum. Þar má nefna skoðun og verðmat eigna, tilboð (sem er löggerningur og bindandi samningur), alls konar ráðgjöf og skjalagerð. Í kjölfarið þarf svo löggilti fasteignasalinn að hnoða saman kaupsamningi og úr verður tómt klúður, málaferli og oft fjárhagslegt tjón fyrir marga.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar