Enski boltinn

Jóhann lagði upp mark í jafntefli

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jóhann lagði upp mark Charlton í leiknum.
Jóhann lagði upp mark Charlton í leiknum. Vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp fyrra mark Charlton í 2-2 jafntefli á heimavelli gegn nágrönnunum í Fulham í ensku 1. deildinni í dag en Charlton hefur ekki unnið leik í ensku 1. deildinni frá 22. ágúst.

Jóhann var að vanda í byrjunarliði Charlton og lék allar nítíu mínúturnar en Fulham komst 2-0 yfir með mörkum frá Ryan Tunnicliffe og Ross McCormarck.

Jóhann fékk gult spjald stuttu eftir annað mark Fulham en hann bætti upp fyrir það tíu mínútum fyrir leikslok.

Átti hann þá hornspyrnu sem Johnnie Jackson, fyrirliði Charlton, stangaði í netið af stuttu færi. Jóhann átti nokkrar góðar fyrirgjafir á síðustu tíu mínútum leiksins en leikmönnum Charlton tókst ekki að nýta sér þær.

Varnarmaðurinn Jordan Cousins bætti við öðru marki Charlton og jafnaði metin á 6. mínútu í uppbótartíma og tryggði með því Charlton eitt stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×