Enski boltinn

Rotherham vill ekki sjá Di Canio sem eftirmann Evans

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Di Canio var ekki vinsæll hjá Sunderland.
Di Canio var ekki vinsæll hjá Sunderland. vísir/getty
Enska B-deildarliðið Rotherham United hefur engan áhuga á að fá Paolo Di Canio sem næsta knattspyrnustjóra liðsins.

Hinn skrautlegi Steve Evans yfirgaf Rotherham á mánudaginn og félagið er því í stjóraleit.

Di Canio, sem hefur ekki stýrt liði síðan hann var rekinn frá Sunderland haustið 2013, sýndi starfinu hjá Rotherham áhuga en sá áhugi var ekki gagnkvæmur.

Hinn 47 ára gamli Di Canio hefur ekki mikla reynslu í þjálfun en fyrir utan stutta dvöl hjá Sunderland stýrði hann Swindon Town um tveggja ára skeið.

Evans tók við Rotherham 2012 og kom liðinu upp um tvær deildir. Skotinn hélt Rotherham svo í B-deildinni á síðasta tímabili. Kári Árnason lék með liðinu á þessum uppgangstíma þess en í viðtali í Akraborginni í maí síðastliðnum sagðist landsliðsmaðurinn hafa heldur lítið álit á Evans.

Sjá einnig: Stjóri Kára: Ég er með tólf flöskur af kampavíni þannig hann getur haldið kjafti

Fyrrum stjóri Leeds United, Neil Redfearn, hefur einnig sýnt starfinu hjá Rotherham áhuga en líklegast þykir að Stuart Gray, fyrrverandi stjóri Sheffield Wednesday, verði fyrir valinu.

Þótt Evans hafi náð góðum árangri með Rotherham segir Kári Árnason hann vita lítið um fótbolta.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×