Enski boltinn

Diego Costa dæmdur í þriggja leikja bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Costa.
Diego Costa. Vísir/Getty
Spænski framherjinn Diego Costa mun missa af næstu leikjum Chelsea eftir að enska knattspyrnusambandið dæmdi hann í þriggja leikja bann í kvöld fyrir framkomu sína í sigurleiknum á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Enska knattspyrnusambandið greindi frá niðurstöðu dómsins í frétt á heimasíðu sambandins í kvöld.

Diego Costa neitaði sök í málinu en hann er dæmdur fyrir það að slá ítrekað til franska varnarmannsins Laurent Koscielny. Þetta gerðist allt á 43. mínútu leiksins en staðan var þá enn markalaus.

Eftir að Diego Costa sló tvisvar til Laurent Koscielny þá lenti honum saman við Arsenal-manninn Gabriel. Það endaði með að Gabriel fékk rautt spjald en Diego Costa slapp með gult spjald.

Diego Costa missir af deildabikarleik á móti Walsall á morgun auk þess að missa af deildarleikjum á móti Newcastle og Southampton.

Dómarar leiksins misstu af því þegar Diego Costa sló til Laurent Koscielny og því var hægt að nota myndbandsupptökur við dóminn.

Margir voru hneykslaðir á því að Diego Costa hafi hangið inn á vellinum og það var því líklegt að hann yrði á endanum dæmdur í bann sem kom síðan í ljós í kvöld.


Tengdar fréttir

Zouma: Við vitum að Costa reynir að svindla

Kurt Zouma, franski miðvörður Chelsea, segir að leikmenn liðsins viti af því að Diego Costa reyni að svindla í leikjum í von um að andstæðingarnir missi einbeitinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×