Enski boltinn

Benteke missir af leiknum um helgina | Óvíst með nágrannaslaginn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Benteke fagnar hér sigurmarkinu gegn Bournemouth.
Benteke fagnar hér sigurmarkinu gegn Bournemouth. Vísir/Getty
Christian Benteke, nýjasti framherji Liverpool, missir af leik liðsins gegn fyrrum félögum sínum í Aston Villa um helgina en þetta varð ljóst eftir að niðurstöður rannsóknar sem hann fór í gær komu í ljós.

Benteke sem varð næst dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins fyrir í sumar hefur farið hægt af stað í herbúðum Liverpool.

Skoraði hann sigurmark liðsins gegn Bourmeouth og tókst að klóra í bakkann gegn Manchester United en hann fór síðan meiddur af velli í hálfleik í leik liðsins gegn Norwich um helgina.

Benteke var sendur í myndatöku vegna meiðslanna í gær en þar kom í ljós að meiðslin væru ekki alvarleg en að hann þyrfti að hvíla næstu daga.

Vonast þjálfarateymi Liverpool til þess að hann verði klár í slaginn fyrir nágrannaslaginn gegn Everton á Goodison Park þann 4. október næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×