Fótbolti

Fyrsta tap Basel

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir lék allan leikinn fyrir Basel í kvöld.
Birkir lék allan leikinn fyrir Basel í kvöld. mynd/basel
Basel tapaði sínum fyrsta leik í svissnesku úrvalsdeildinni þegar liðið sótti Young Boys heim í kvöld. Lokatölur 4-3, ungu strákunum í vil.

Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Basel sem hafði unnið átta fyrstu leiki sína í deildinni áður en að leiknum í kvöld kom.

Miralem Sulejmani kom Young Boys yfir strax á 5. mínútu en Breel Embolo jafnaði metin á 23. mínútu. Sulejmani var aftur á ferðinni á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar hann kom heimamönnum í 2-1.

Alexander Gerndt jók muninn í tvö mörk á 64. mínútu en 10 mínútum síðar minnkaði Marek Suchy muninn í 3-2. Alexander Gerndt skoraði fjórða mark Young Boys á 81. mínútu en Marc Janko lagaði stöðuna í uppbótartíma.

Þrátt fyrir tapið er Basel með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×