Fótbolti

Beckham verður ekki Bond | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
David Beckham hefur allavega útlitið til að verða næsti James Bond.
David Beckham hefur allavega útlitið til að verða næsti James Bond. vísir/getty
David Beckham, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands í fótbolta, hefur brallað ýmislegt á sinni lífsleið og sérstaklega eftir að hann lagði fótboltaskóna á hilluna.

Hann verður þó ekki næsti James Bond eins og sumir bandarískir og breskir miðlar héldu fram á dögunum. Í raun hefur hann enga löngun til þess að byrja að leika.

„Ég heyrði af þessu um daginn, en nei, það hefur enginn haft samband við mig. Ég væri heldur ekki tilbúinn í neitt slíkt. Það er samt gaman að vera orðaður við James Bond,“ segir Beckham í viðtali við Good Morning Britain.

Beckham er þessa dagana mjög upptekinn við að setja á laggir knattspyrnulið í Miami-borg í Bandaríkjunum sem á svo að taka þátt í MLS-deildinni. Þess utan er hann svo duglegur við að auglýsa nærföt og ala upp börnin sín fjögur.

Brot úr viðtalinu í Good Morning Britain má sjá hér að neðan, en þar segir Beckham ekki getað talað eins og Sean Connery en fer þó nálægt því að ná töktunum í Roger Moore.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×