Enski boltinn

Evans: Verða að gefa Rodgers meiri tíma

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers. vísir/getty
Liverpool olli vonbrigðum á síðasta keppnistímabili undir stjórn Brendans Rodgers. Það náði ekki í Meistaradeildarsæti eins og árið áður og féll úr leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Liverpool er nú í þrettánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir sex umferðir og búið að tapa tveimur leikjum í röð í deildinni.

Liðinu tókst ekki að vinna Carlisle á 120 mínútum í deildabikarnum í gær og er því án sigurs í venjulegum leiktíma í síðustu sex leikjum sínum í öllum keppnum.

Öll spjót standa að Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra félagsins, sem margir stuðningsmenn Liverpool vilja að verði rekinn. Roy Evans, fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool, er þó ekki á sama máli.

„Hann er vissulega undir mikilli pressu. Þegar allir fara að trúa því að allt sé stjóranum að kenna tala allir þannig,“ segir Evans í viðtali við talkSPORT.

„Það verður samt að gefa Rodgers aðeins meiri tíma. Tímabilið er bara nýbyrjað. Hann fékk að eyða fullt af peningum og nú verður að sjá hvort hann geti fengið liðið til að virka. Gengi liðsins getur snúist í tveimur til þremur leikjum,“ segir Roy Evans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×