Rostungsbeinin frá því löngu fyrir Kristsburð Svavar Hávarðsson skrifar 28. september 2015 07:00 Árný Sveinbjörnsdóttir, jarðfræðingur frá Jarðvísindastofnun, tekur sýni með demantsbor úr skögultönn rostungs sem fannst í Garðafjöru í ágústlok. mynd/hilmar Rannsóknir sem Náttúruminjasafn Íslands leiðir í samstarfi við Jarðvísindastofnun og Líffræðistofu Háskóla Íslands hafa leitt í ljós að nokkrir vel tenntir rostungshausar og stakar rostungstennur sem fundust í Staðarsveit á Snæfellsnesi árið 2008 eru af dýrum sem höfðust við á svæðinu 100 til 200 árum fyrir Kristsburð. Þetta eru sterkustu vísbendingar sem komið hafa fram hingað til um fast aðsetur rostunga við Ísland fyrr á tímum. Rannsóknasamstarfið felur m.a. í sér að varpa ljósi á fornlíffræði rostunga hér við land, útskýra aldur þeirra, jarðsögulega stöðu, líffræði og hugsanleg tengsl við rostungsstofna annars staðar í norðanverðu Atlantshafi. Gagnasafnið sem liggur að hluta til til grundvallar rannsókninni er í vörslu Náttúrufræðistofnunar Íslands og nær til beinaleifa um 50 rostunga sem fundist hafa hér við land á undanförnum 100 árum eða svo, og er elsta sýnið frá árinu 1884.Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður NMÍHilmar J. Malmquist, forstöðumaður NMÍ, var ásamt sérfræðingum frá Háskóla Íslands og Árósarháskóla staddur að Ytri-Görðum í Staðarsveit þegar Fréttablaðið náði af honum tali, og var þar við mælingar og sýnatöku úr nýjasta rostungshausnum sem fannst í ágústlok í Garðafjöru – stórri og heillegri hauskúpu með báðum skögultönnum. „Þeir hausar og skögultönn úr fjórða dýrinu voru aldursgreind með C-14 aðferð og voru ekki einasta firnagömul heldur voru öll dýrin álíka gömul, þ.e. 2.100-2.200 ára. Sú staðreynd að dýrin eru þetta gömul og svipuð að aldri og jafnframt fundin á afmörkuðu svæði gefur sterklega til kynna að rostungar hafi haft fast aðsetur hér við land og verið með látur á staðnum löngu fyrir landnámstíð. Afar ólíklegt er að þessir gömlu rostungar tengist skipaskaða við ströndina eftir að land byggðist, eins og ein kenningin sagði til um,“ segir Hilmar. „Þessar rannsóknir eru mikilvægar fyrir skilning okkar á náttúrusögu landsins og hvernig kringumstæður voru hér fyrr á tímum og, ekki síður, geta þær varpað nýju ljósi á menningarsögu þjóðarinnar, m.a. í tengslum við rostungsörnefni og nýtingu rostungsafurða á borð við tennur og húðir.“Styrkir umdeilda kenningu um taflmenn Undirliggjandi aldursgreiningu rostungstannanna er kenning Guðmundar G. Þórarinssonar um að elstu taflmenn heims með nútímaútlit, Lewis-taflmennirnir, séu íslenskir að uppruna. Taflmennirnir fundust árið 1831 á skosku eyjunni Lewis. Þeir eru flestir skornir úr rostungstönn og taldir gerðir á árabilinu 1150 til 1200. Taflmennirnir eru taldir meðal merkustu forngripa í eigu Breska þjóðminjasafnsins. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Rannsóknir sem Náttúruminjasafn Íslands leiðir í samstarfi við Jarðvísindastofnun og Líffræðistofu Háskóla Íslands hafa leitt í ljós að nokkrir vel tenntir rostungshausar og stakar rostungstennur sem fundust í Staðarsveit á Snæfellsnesi árið 2008 eru af dýrum sem höfðust við á svæðinu 100 til 200 árum fyrir Kristsburð. Þetta eru sterkustu vísbendingar sem komið hafa fram hingað til um fast aðsetur rostunga við Ísland fyrr á tímum. Rannsóknasamstarfið felur m.a. í sér að varpa ljósi á fornlíffræði rostunga hér við land, útskýra aldur þeirra, jarðsögulega stöðu, líffræði og hugsanleg tengsl við rostungsstofna annars staðar í norðanverðu Atlantshafi. Gagnasafnið sem liggur að hluta til til grundvallar rannsókninni er í vörslu Náttúrufræðistofnunar Íslands og nær til beinaleifa um 50 rostunga sem fundist hafa hér við land á undanförnum 100 árum eða svo, og er elsta sýnið frá árinu 1884.Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður NMÍHilmar J. Malmquist, forstöðumaður NMÍ, var ásamt sérfræðingum frá Háskóla Íslands og Árósarháskóla staddur að Ytri-Görðum í Staðarsveit þegar Fréttablaðið náði af honum tali, og var þar við mælingar og sýnatöku úr nýjasta rostungshausnum sem fannst í ágústlok í Garðafjöru – stórri og heillegri hauskúpu með báðum skögultönnum. „Þeir hausar og skögultönn úr fjórða dýrinu voru aldursgreind með C-14 aðferð og voru ekki einasta firnagömul heldur voru öll dýrin álíka gömul, þ.e. 2.100-2.200 ára. Sú staðreynd að dýrin eru þetta gömul og svipuð að aldri og jafnframt fundin á afmörkuðu svæði gefur sterklega til kynna að rostungar hafi haft fast aðsetur hér við land og verið með látur á staðnum löngu fyrir landnámstíð. Afar ólíklegt er að þessir gömlu rostungar tengist skipaskaða við ströndina eftir að land byggðist, eins og ein kenningin sagði til um,“ segir Hilmar. „Þessar rannsóknir eru mikilvægar fyrir skilning okkar á náttúrusögu landsins og hvernig kringumstæður voru hér fyrr á tímum og, ekki síður, geta þær varpað nýju ljósi á menningarsögu þjóðarinnar, m.a. í tengslum við rostungsörnefni og nýtingu rostungsafurða á borð við tennur og húðir.“Styrkir umdeilda kenningu um taflmenn Undirliggjandi aldursgreiningu rostungstannanna er kenning Guðmundar G. Þórarinssonar um að elstu taflmenn heims með nútímaútlit, Lewis-taflmennirnir, séu íslenskir að uppruna. Taflmennirnir fundust árið 1831 á skosku eyjunni Lewis. Þeir eru flestir skornir úr rostungstönn og taldir gerðir á árabilinu 1150 til 1200. Taflmennirnir eru taldir meðal merkustu forngripa í eigu Breska þjóðminjasafnsins.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira