Enski boltinn

Carragher: Ings gæti haldið Benteke úr liðinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Danny Ings spilaði vel gegn Aston Villa.
Danny Ings spilaði vel gegn Aston Villa. vísir/getty
Jamie Carragher, fyrrverandi miðvörður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, segir að Danny Ings, framherjinn sem keyptur var frá Burnley í sumar, hafi nú þegar breytt miklu hjá liðinu og samvinna hans og Daniel Sturridge lofi góðu.

Ings og Sturridge byrjuðu saman frammi gegn Aston Villa á laugardaginn þar sem Belginn Christian Benteke er meiddur, en Liverpool skoraði þrjú mörk í leiknum og tvöfaldaði næstum markafjölda sinn í deildinni í einum leik.

„Afgreiðslur Sturridge eiga skilið það lof sem þær hafa fengið. En Ings á líka hrós skilið,“ sagði Carragher í fótboltaþættinum Monday Night Football í gærkvöldi.

„Ings skiptir sköpum fyrir þetta lið. Hann pressar menn, tekur hlaup aftur fyrir vörnina og gerir leik Liverpool þannig hraðari. Vegna þess er Liverpool að fá færi.“

„Það verður erfitt fyrir Brendan Rodgers að setja Benteke aftur í liðið miðað við hvernig Danny Ings er að spila,“ sagði Jamie Carragher.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×