Innlent

Varað við úrkomu og vatnavöxtum á Suðausturlandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ferðafólk er beðið um að sýna varúð.
Ferðafólk er beðið um að sýna varúð. Mynd úr safni
Búist er við áframhaldandi vatnavöxtum á Suðausturlandi á morgun, einkum frá hádegi og frameftir degi. Aukin hætta er á skriðuföllum og er ferðafólk hvatt til að geta varúðar á ferðum sínum.

Seint í nótt kemur úrkomubelti inn á Suðausturhorn landsins frá sunnanverðum Vatnajökli að sunnanverðum Austfjörðum. Mesta úrkoman verður á milli kl 12-18 á morgun og færist hún frá Öræfajökli og eftir suðurhluta Vatnajökuls. Ferðafólk er hvatt til að gæta varúðar og sýna aðgát þar sem vöð yfir ár og læki geta orðið varhugaverð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×