Innlent

Leita þarf fyrir hrun til að finna jafn mikla ferðagleði á meðal Íslendinga

Birgir Olgeirsson skrifar
Úr flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Úr flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Vilhelm
Hundrað þrjátíu og tvö þúsund íslenskir farþegar flugu til útlanda frá Keflavíkurflugvelli yfir sumarmánuðina þrjá í ár. Er þetta 12,5 prósenta aukning frá sama tíma og í fyrra en flestir fóru út í júní, eða nærri 48 þúsund farþegar.

Á vefnum turisti.is kemur fram að leita þurfi aftur til ársins 2008 til að finna sambærilega tölu en þá fóru 133 þúsund Íslendingar um Flugstöð Leifs Eiríkssonar samkvæmt talningu Ferðamálastofu sem nær aftur til ársins 2004.

Metið er þó frá sumrinu 2007 en þá fóru rúmlega 150 þúsund íslenskir farþegar um Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem er nærri fimmtán prósent fleiri en voru á ferðinni nú í sumar. Á vef Túrista er því haldið fram að miðað við aukningu sem hefur verið í ferðalögum Íslendinga síðustu tvö sumar þá stefnir í að metið frá 2007 verði slegið næsta eða þarnæsta sumar.

Reikna má til að mynda með því að áhugi Íslendinga á ferðum til Frakklands næsta sumar verði mikill þar sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur þátt í Evrópumótinu í knattspyrnu þar í landi næsta sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×