Flugmiðar til Frakklands rjúka út Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. september 2015 11:45 Íslendingar eru æstir í EM. Samsett Íslendingar eru augljóslega spenntir fyrir Evrópumótinu í knattspyrnu sem haldið verður í Frakklandi næsta sumar. Eins og öllum er væntanlega ljóst tryggði íslenska karlalandsliðið sér farseðilinn þangað í gær með jafntefli við lið Kasakstan. Þeir eru þó ekki þeir einu sem tryggt hafa sér flugmiða til Frakklands en talsmenn WOW air og Icelandair segja að flugfélögin finni fyrir miklum áhuga á miðum til Frakklands í júní og júlí á næsta sumri.Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air.EinkasafnAukning í sölu hjá WOW air Lokamótið hefst þann 10. júní og lýkur mánuði síðar, eða þann 10. júlí. Mótið fer fram víðsvegar um Frakkland í 10 borgum, allt frá Lille í norðri til Marseille í suðri. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air segir að sala á miðum til Frakklands næsta sumar hafi aukist eftir leikinn í gær og að WOW air muni líklega bæta við ferðum verði þörf á því. „Við sjáum að það er aukning á sölu á flugmiðum til Parísar í júní á næsta ári eftir leikinn í gær.“ Svanhvít segir að það sé augljóst að mikill áhugi sé á íslenska karlandsliðinu um þessar mundir. „Það er augljóslega mikill áhugi. Ég get bara nefnt sem dæmi leikinn í Amsterdam við Hollendinga í síðustu viku. Það seldist fljótt upp í þá ferð hjá okkur þannig að við bættum við 200 sæta vél og við fylltum hana mjög fljótt.“Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Vísir/ABIcelandair finnur fyrir auknum áhuga Sömu sögu er að segja hjá Icelandair en Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að áhuginn á miðum til Frakklands næsta sumar hafi aukist jafnt og þétt. „Frá því að möguleikinn á því að Ísland kæmist á EM varð að alvöru höfum við fundið fyrir og skynjað áhugann á því að komast til Frakklands næsta sumar.“ Segir Guðjón að Icelandair muni mjög líklega bæta við ferðum til þess að koma Íslendingum og öðrum fótboltaáhugamönnum til Frakklands næsta sumar. „Við vitum auðvitað ekki hvar leikið verður en við munum gera okkar til þess að anna eftirspurninni og sjá til þess að Íslendingar komist á leikina með einum og öðrum hætti.“ Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Íslendingar eru augljóslega spenntir fyrir Evrópumótinu í knattspyrnu sem haldið verður í Frakklandi næsta sumar. Eins og öllum er væntanlega ljóst tryggði íslenska karlalandsliðið sér farseðilinn þangað í gær með jafntefli við lið Kasakstan. Þeir eru þó ekki þeir einu sem tryggt hafa sér flugmiða til Frakklands en talsmenn WOW air og Icelandair segja að flugfélögin finni fyrir miklum áhuga á miðum til Frakklands í júní og júlí á næsta sumri.Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air.EinkasafnAukning í sölu hjá WOW air Lokamótið hefst þann 10. júní og lýkur mánuði síðar, eða þann 10. júlí. Mótið fer fram víðsvegar um Frakkland í 10 borgum, allt frá Lille í norðri til Marseille í suðri. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air segir að sala á miðum til Frakklands næsta sumar hafi aukist eftir leikinn í gær og að WOW air muni líklega bæta við ferðum verði þörf á því. „Við sjáum að það er aukning á sölu á flugmiðum til Parísar í júní á næsta ári eftir leikinn í gær.“ Svanhvít segir að það sé augljóst að mikill áhugi sé á íslenska karlandsliðinu um þessar mundir. „Það er augljóslega mikill áhugi. Ég get bara nefnt sem dæmi leikinn í Amsterdam við Hollendinga í síðustu viku. Það seldist fljótt upp í þá ferð hjá okkur þannig að við bættum við 200 sæta vél og við fylltum hana mjög fljótt.“Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Vísir/ABIcelandair finnur fyrir auknum áhuga Sömu sögu er að segja hjá Icelandair en Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að áhuginn á miðum til Frakklands næsta sumar hafi aukist jafnt og þétt. „Frá því að möguleikinn á því að Ísland kæmist á EM varð að alvöru höfum við fundið fyrir og skynjað áhugann á því að komast til Frakklands næsta sumar.“ Segir Guðjón að Icelandair muni mjög líklega bæta við ferðum til þess að koma Íslendingum og öðrum fótboltaáhugamönnum til Frakklands næsta sumar. „Við vitum auðvitað ekki hvar leikið verður en við munum gera okkar til þess að anna eftirspurninni og sjá til þess að Íslendingar komist á leikina með einum og öðrum hætti.“
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira