Fótbolti

Sigurganga Basel heldur áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir í leik með Basel.
Birkir í leik með Basel. vísir/getty
Birkir Bjarnason og félagar í Basel halda áfram sigurgöngu sinni í svissnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Basel vann 2-1 sigur á St. Gallan í kvöld.

Matias Emilo Delgado kom Basel yfir af vítapunktinum á tólftu mínútu og Marc Janko tvöfaldaði forystuna á 82. mínút. Marco Aratore klóraði í bakkann fyrir gestina, en nær komust þeir ekki og lokatölur 2-1.

Basel er því á toppi deildarinnar með 24 stig. Grasshoppers er í ððru sætinu með sextán stig, en þeir eiga þó einn leik til góða á Basel.

Birkir Bjarnason spilaði sem fyrr allan leikinn fyrir Basel, en hlutirnir eru að ganga frábærlega upp hjá Birki þessa daganna; bæði hjá landsliði og félagsliði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×