Fótbolti

Kolbeinn sá rautt í tapleik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. Vísir/Getty
Kolbeinn Sigþórsson fékk beint rautt spjald í 0-2 tapi Nantes gegn Rennes á heimavelli í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Luku leikmenn Nantes leiknum með 9 leikmenn inn á vellinum en Adryan fékk rautt skömmu á undan Kolbeini.

Kolbeinn var í byrjunarliði Nantes sem var með 7 stig eftir fjóra leiki en Rennes komst yfir þegar Paul-Georges N'Tep skoraði fyrsta mark leiksins um miðbik seinni hálfleiksins.

Stuttu síðar fékk Kolbeinn rautt spjald og gekk Giovanni Sio frá leiknum fyrir Rennes skömmu fyrir leikslok.

Rennes skaust upp í 2. sætið í frönsku úrvalsdeildinni með sigrinum með tólf stig eftir fimm leiki, einu stigi á eftir Paris Saint-Germain en Nantes er í 10. sæti með sjö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×