Sport

Fleiri Íslendingar spá Hollandi sigri

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Kolbeinn, Kári, Ragnar, Birkir og Ari verða á sínum stað í kvöld.
Kolbeinn, Kári, Ragnar, Birkir og Ari verða á sínum stað í kvöld. Vísir/Ernir
Fleiri Íslendingar spá því að Holland beri sigur úr býtum í fótboltaleik kvöldsins heldur en Ísland. Þetta er niðurstaða könnunar MMR sem var framkvæmd 31. ágúst. Fjöldi svarenda var 1023.

Ýttu á myndina til að stækka hana.Vísir/MMR
Þannig spáðu 47,8 prósent Hollendingum sigri en 32,3 prósent spáðu því að Ísland tæki þrjú stigin heim. 19,8 spáðu jafntefli. Þetta þýðir þó að yfir helmingur svarenda telja að Ísland taki stig úr leiknum eða 52,1 prósent.

Algengustu gildin fyrir markatölu reyndust vera 2 mörk fyrir Holland, 34,0%, og 1 mark fyrir Ísland, 46,4%.

„Nokkur munur var á spá svarenda um lyktir leiksins eftir kyni og aldri. Þannig voru 43,5% kvenna sem spáðu því að leikurinn myndi enda með sigri Íslands en aðeins 23,36% karla töldu að Ísland myndi sigra. Meðal þeirra sem tilheyrðu tekjulægsta hópnum (heimilistekjur undir 250 þúsund krónum á mánuði) voru 44,6% sem spáðu Íslenskum sigri samanborðið við 22,7% þeirra sem voru með 800-999 þúsund krónur á mánuði,“ segir á síðu MMR.

Hér má sjá heildarniðurstöður könnunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×