Ísland og markmið SÞ um sjálfbæra þróun Þór Ásgeirsson skrifar 4. september 2015 07:00 Nú í haust verða ný þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna samþykkt af Allsherjarþinginu og munu þau leysa af hólmi Þúsaldarmarkmiðin sem tóku gildi árið 2000. Nýju markmiðin fjalla um sjálfbæra þróun (sustainable development goals) og eiga að leiðbeina íbúum jarðar næstu fimmtán árin. Aðalmarkmiðin eru sautján að tölu og er fjöldi undirmarkmiða og viðmiðunargilda sem fylgir hverju þeirra. Fyrstu fjögur markmiðin eru um fátækt, hungur, heilsu og menntun, en 14. markmiðið fjallar um verndun og sjálfbæra nýtingu á auðlindum sjávar. „Sjálfbærnimarkmið 14: Vernda og nýta hafið og auðlindir sjávar á sjálfbæran hátt til að styðja við sjálfbæra þróun“. Þetta 14. markmið snertir okkur Íslendinga sérstaklega þar sem hagsmunir okkar liggja í nýtingu sjávarauðlinda. Tilkoma þessa markmiðs endurspeglar stöðu auðlinda sjávar í dag en talið er að um 70-80% rannsakaðra fiskistofna í heiminum séu annaðhvort ofnýtt eða að fullu nýtt. Ljóst er því að veiðar úr sjó verða ekki auknar að neinu marki í framtíðinni, þrátt fyrir að fjöldi jarðarbúa eigi eftir að aukast verulega á næstu áratugum. Hvað er til ráða? Eins og staðan er í dag þá sjá menn að eina leiðin til að auka framboð á sjávarafurðum (fyrst og fremst fiski) er að efla fiskeldið í heiminum. Þessu til viðbótar hafa vísindamenn skoðað betri nýtingu á fiskafurðum, ekki bara til að auka fæðuframboð og gæði matar, heldur eru fiskafurðir einnig nýttar í lyfjaiðnaði og öðrum matvælaiðnaði. Til að minnka ofveiði og auka nýtingu á auðlindum sjávar þurfa þjóðir heims að stjórna veiðum og vinnslu mun betur en nú er gert. Þar geta Íslendingar svo sannarlega miðlað af reynslu sinni. Íslendingum hefur ekki einungis tekist að snúa við ofveiði og offjárfestingu í sjávarútvegi og byggt upp fiskistofna hér við land svo eftir er tekið í heiminum, heldur eru Íslendingar í fararbroddi er kemur að nýtingu þess afla sem veiddur er úr sjó. Sjávarútvegur er flókin atvinnugrein þar sem fara saman líffræðileg, hagræn og félagsleg gildi og má því segja að ef þjóðum heims tekst að ná 14. markmiði hinna nýju markmiða SÞ um sjálfbæra þróun muni það hafa veruleg áhrif á leið okkar til að ná hinum 16 markmiðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Nú í haust verða ný þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna samþykkt af Allsherjarþinginu og munu þau leysa af hólmi Þúsaldarmarkmiðin sem tóku gildi árið 2000. Nýju markmiðin fjalla um sjálfbæra þróun (sustainable development goals) og eiga að leiðbeina íbúum jarðar næstu fimmtán árin. Aðalmarkmiðin eru sautján að tölu og er fjöldi undirmarkmiða og viðmiðunargilda sem fylgir hverju þeirra. Fyrstu fjögur markmiðin eru um fátækt, hungur, heilsu og menntun, en 14. markmiðið fjallar um verndun og sjálfbæra nýtingu á auðlindum sjávar. „Sjálfbærnimarkmið 14: Vernda og nýta hafið og auðlindir sjávar á sjálfbæran hátt til að styðja við sjálfbæra þróun“. Þetta 14. markmið snertir okkur Íslendinga sérstaklega þar sem hagsmunir okkar liggja í nýtingu sjávarauðlinda. Tilkoma þessa markmiðs endurspeglar stöðu auðlinda sjávar í dag en talið er að um 70-80% rannsakaðra fiskistofna í heiminum séu annaðhvort ofnýtt eða að fullu nýtt. Ljóst er því að veiðar úr sjó verða ekki auknar að neinu marki í framtíðinni, þrátt fyrir að fjöldi jarðarbúa eigi eftir að aukast verulega á næstu áratugum. Hvað er til ráða? Eins og staðan er í dag þá sjá menn að eina leiðin til að auka framboð á sjávarafurðum (fyrst og fremst fiski) er að efla fiskeldið í heiminum. Þessu til viðbótar hafa vísindamenn skoðað betri nýtingu á fiskafurðum, ekki bara til að auka fæðuframboð og gæði matar, heldur eru fiskafurðir einnig nýttar í lyfjaiðnaði og öðrum matvælaiðnaði. Til að minnka ofveiði og auka nýtingu á auðlindum sjávar þurfa þjóðir heims að stjórna veiðum og vinnslu mun betur en nú er gert. Þar geta Íslendingar svo sannarlega miðlað af reynslu sinni. Íslendingum hefur ekki einungis tekist að snúa við ofveiði og offjárfestingu í sjávarútvegi og byggt upp fiskistofna hér við land svo eftir er tekið í heiminum, heldur eru Íslendingar í fararbroddi er kemur að nýtingu þess afla sem veiddur er úr sjó. Sjávarútvegur er flókin atvinnugrein þar sem fara saman líffræðileg, hagræn og félagsleg gildi og má því segja að ef þjóðum heims tekst að ná 14. markmiði hinna nýju markmiða SÞ um sjálfbæra þróun muni það hafa veruleg áhrif á leið okkar til að ná hinum 16 markmiðunum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar