Sport

Erlendir fjölmiðlar um árangur landsliðsins: „Ice Ice baby!“

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vanilla Ice er eflaust kampakátur með þessa vísun.
Vanilla Ice er eflaust kampakátur með þessa vísun. Mynd/Twitter
Árangur íslenska landsliðsins í fótbolta hefur vakið verðskuldaða athygli út um allar koppagrundir.

Heillaóskir hellast nú yfir Íslendinga og strákanna okkar og ráða erlendir fjölmiðlar sér vart af aðdáun yfir velgengni smáþjóðarinnar.

Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA tísti þannig fyrir skemmstu árnaðaróskum til strákanna okkar – og það á íslensku eins og sjá má hér að neðan.







Flestir miðlarnir leggja mikið upp úr smæð landsins í umfjöllun sinni enda telst það fréttnæmt úti í hinum stóra heimi að þjóð sem er jafn fjölmenn og borgin Coventry á Englandi komst jafn langt á alþjóðavettvangi.
Þá er aldrei langt í glensið þegar fótboltaumfjöllun er annars vegar. Þannig minnti árangur karlalandsliðsins þessa sjónvarpsmenn á hið fornfræga lag rapparans Vanilla Ice.
Þá eru sænsku miðlarnir ekki síður stoltir af árangri landsliðsþjálfara Íslands, hins sænska Lars Edvin "Lasse" Lagerbäck. 

Þá rataði forsíða Fréttablaðsins í ítarlega umfjöllun The Guardian um árangur íslenska landsliðsinsog hins hógværa þjálfara þess.

Mynd/The Guardian



Fleiri fréttir

Sjá meira


×